Fara í efni

Það er enginn skortur á hverskonar bátsferðum á Íslandi, hvort sem ætlunin er að slaka á eða fá adrenalínið til að flæða.

Svifnökkvaferðir
Svifnökkvaferðir ehf - IceHover bjóða upp á einstakar upplifunarferðir með áhersla á öryggi, sjálfbærni og fræðslu tengda náttúru, sögu og menningu viðkomandi svæðis. Yfir vetrartímann, frá byrjun Nóvember fram í endaðan Apríl, bjóða Svifnökkvaferðir upp á útsýnisferðir á Jökulsárlóni í lokuðum, upphituðum 5 farþega svifnökkvum. Tekið er á móti gestum á Hala í Suðursveit, 12 km austan við brúna yfir Jökulsárlón. Þaðan er gestum ekið á jeppum inn að Veðurárlóni þar sem svifnökkvaferðin hefst. Í svifnökkvaferðinni er farið niður Veðurá og yfir í Jökulsárlón og þaðan haldið inn að jökulsporði Breiðamerkurjökuls þar sem kelfir úr jökulstálinu ofan í Jökulsárlón. Yfir vetrartímann er lónið ýmist frosið eða ófrosið og henta svifnökkvar við báðar aðstæður. Svifnökkvaferðin er um ein klukkustund en öll ferðin með jeppaferðinni frá Hala og til baka er tæpar tvær klukkustundir. Gestir fá akstur á jeppa inn að Veðurárlóni, björgunarvesti til að vera í um borð í svifnökkvunum og leiðsögn í gegnum alla ferðina. Þessar ferðir hentar jafnt ungum, sem öldnum.
Vatnajökull Travel
Vatnajökull Travel er ferðaþjónusta er Guðbrandur Jóhannsson stofnaði í júlí 2005. Hann er eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins sem sérhæfir sig í ferðum í og við Vatnajökul allt árið um kring.  Yfir sumarmánuðina (júní fram í  ágúst) eru í boði magnaðar jöklaferðir á snjóbíl og ógleymanleg sigling um Jökulsárlón í kjölfarið. Ekki er síðri upplifun að sjá norðurljósin bera við jökulinn á skammdegiskvöldum (október - apríl)! Eftir ævintýraferðir vetrarins býðst gestum að taka sér bað í hveralaug og njóta lífsins og góðra veitinga. Vatnajökull Travel býður hvers ferðir sem sérsniðnar eru að óskum einstaklinga og hópa. Skoðunarferðir skv. beiðni allt árið.    
Jökulsárlón
 Hjólabátur Við bjóðum upp á skemmtilegar bátsferðir um Jökulsárlón áeinum af fjórum hjólabátunum okkar. Meðan á skoðunarferðinni stendur er siglt ámilli risavaxinna ísjaka í fallegu síbreytilegu landslagi, Hjólabáturinn ertilvalin ferð fyrir alla fjölskylduna óháð aldri. Ef heppnin er með ykkur,gætuð þið séð seli.   Um borð í bátnum er leiðsögumaður sem segir frá söguJökulsárlóns, hvernig lónið varð til og ýmsar tölulegar staðreyndir um lónið.  Ferðin tekur 30 – 40 mínútur og þurfa gestir sem eiga núþegar bókað að innrita sig í miðasölunni um 20 mínútum fyrir brottför. Mætaþarf við bátinn 5 mínútum fyrir brottför. Gestir fá björgunarvesti um borð íbátnum en ekki annan hlífðarfatnað. Bátarnir eru opnir og því er mikilvægt aðklæða sig eftir veðri.  Ferðin er róleg og hentar því öllum aldri og eru enginaldurstakmörk í hjólabátferðinni  Zodiac ferðir Á Zodiac bátunum ( RIB gúmmibátar) komumst við yfir stórtsvæði á Jökulsárlón og komust nær ísjökunum en við getum á hjólabátunum.    Við förum nánast alla leið upp að Jöklinum ef aðstæðurleyfa( Eins nálægt og öruggt er). Zodiac ferðin tekur um 1 klukkustund,mæta þarf 30 mínútum fyrir brottför til að fara í flotgalla.  Þú munt upplifa einstaka fegurð Jökulsárlón í mikilli nándvið lónið. Ferðin er á persónulegu nótunum þar sem okkar frábæru skipstjórarspjalla við ykkur og útskýra leyndardóma Jökulsárlóns.   Ferðin er útsýnisferð þrátt fyrir að bátarnir fari hratthluta ferðarinnar. Aldurstakmark í Zodiac ferðirnar er 10 ára börn þurfa aðhafa náð 130 cm hæð að lágmarki  
Kayakferðir Stokkseyri
Kayakferðir á Stokkseyri hefur verið starfandi síðan árið 1995 og tókum við Gunnar Valberg og Magnús Ragnar við rekstrinum haustið 2013. Miklar umbætur hafa orðið síðan þá og þar á meðal höfum við endurnýjað alla báta og mest allan búnað. Ferðirnar sem við bjóðum upp á eru fjölbreyttar, allt frá rólegheitar fjölskylduferðum án leiðsögumanns, upp í tveggja og hálfstíma ferðir á vatni og sjó með leiðsögumanni. Einnig bjóðum við upp á gæsa og steggjaferðir, tókum á móti litlum og stórum skóla- og vinnustaðarhópum. Nýjustu ferðirnar okkar eru norðurljósaferðin og ferð yfir á Eyrarbakka.  Allir ættu að geta fundið sér einhverja ferð við sitt hæfi.  Kayakferðir hafa fengið skemmtileg verkefni t.d að skipuleggja heilan dag fyrir 250 manna skólahóp þar sem við komum einungis 50 manns í bát í einni ferð. Í dagskránni þennan dag var meðal annars Bubblebolti sem eru í okkar eign, hópefli sem er stjórnað af fagmanni, auk safna hér á Stokkseyri. Kayakferðir hafa aðgang að sundlaug Stokkseyrar sem er eflaust ein sú vinalegasta sundlaug landsins en þar gætir þú átt von á heitu kaffi eða djúsi í pottinn. Aðgangur að henni fylgjr öllum kayakferðunum okkar á opnunartíma en einnig er hægt að fá aðgang að henni utan opnunartíma gegn vægu gjaldi.  Einn besti veitingarstaður landssins www.fjorubordid.is er svo nokkrum metrum frá okkur, um að gera nýta sér það.! Nánari upplýsingar um þetta allt saman er að finna á heimasíðu okkar www.kajak.is eða hafa einfaldlega beint samband við okkur í síma 868-9046 eða 695-2058 Láttu okkur setja upp ógleymanlegan pakka fyrir þig.  Komdu á Stokkseyri!
Ribsafari
Ógleymanleg skemmtun í Vestmannaeyjum.  Ribsafari býður upp á snilldar siglingar þar sem við þeysumst um á harðbotna slöngubátum (tuðrum) og njótum þess að sjá náttúruna í kringum eyjarnar fögru. Við stoppum inn á milli og segjum frá áhugaverðum og skemmtilegum staðreyndum og förum inn í sjávarhella sem einungis tuðrur komast inn í.   Þetta er skemmtilegar ferðir fyrir alla aldurshópa en lágmarksaldur er 6 ára.   Þú getur valið um að fara í klukkustundar eða tveggja tíma siglingu þar sem við förum alla leið út í úteyjarnar og jafnvel út í Súlnasker sem er magnaðasta eyjan í Vestmannaeyjum.
Iceguide
Iceguide býður uppá kayakferðir á jökullónum í faðmi Vatnajökuls. Á Jökulsárlóni siglum við á meðal himinhárra ísjaka, sela og fugla. Á Heinabergslóni ríkir kyrrð sem fáir hafa upplifað. Heinabergslón er sannkölluð náttúruperla sem engin ætti að láta fram hjá sér fara sem ferðast um suð-austurland. Á veturnar bjóðum við uppá íshella og jöklaferðir af ýmsum toga.
Vestmannaeyjar Boat Tours
Njóttu þess að sigla í kringum Heimaey í Vestmannaeyjum og fá náttúruna og söguna okkar beint í æð. Siglingin tekur um 1,5 tíma og á meðan á henni stendur segjum við ykkur frá sögu Vestmannaeyja, um gosið okkar, skemmtisögur úr Eyjum og fleira. Siglingin hentar öllum aldurshópum og er hægt að sitja bæði inni og úti á meðan á siglingunni stendur.
Black Beach Tours
ÆVINTÝRIN BÍÐA ÞÍN!   BLACK BEACH TOURS bjóða upp á frábærar ævintýraferðir við svörtu ströndina í Þorlákshöfn.   Fjórhjólaferðir – Í boði allt árið Við bjóðum upp á frábærar fjórhjólaferðir í og við svörtu ströndina í Þorlákshöfn. Upplifðu þessa einstöku náttúru á nýjan máta. Þú getur valið á milli 1, 2 eða 3 klukkustunda fjórhjólaferða.   RIB-báta ferðir – Í boði frá Maí út September Ef þú vilt mikla spennu og fá adrenalínið af stað þá eru RIB báta ferðirnar okkar eitthvað fyrir þig. Það er fátt skemmtilegra en að þeysast áfram eftir sjónum á okkar öflugu RIB bátum. Þú getur valið 30 min, 1 eða 2 klukkutíma ferða   Combo ferðir – fáðu það besta úr báðu og taktu combo ferð. Örugg leið til að fá sem mest út úr deginum.   Lúxus snekkjan Auðdís – Í boði frá Maí út September Komdu með okkur í lúxus siglingu á motor snekkjunni Auðdísi. Hvort sem þú vilt renna fyrir fisk, skoða náttúruna eða bara slaka á þá er þessi valkostur fullkominn.   YOGA Við bjóðum upp á Yoga tíma fyrir einstaklinga og hópa annað hvort í stúdíóinu okkar eða á svörtu ströndinni. Við bjóðum einnig upp á bjór yoga fyrir hópa, tilvalið fyrir starfsmanna-, steggja-, gæsa- eða aðrar hópaferðir. Ertu með séróskir? Hafðu samband og við hjálpum þér að skipuleggja hinn fullkomna skemmtidag. Erum með frábæra aðstöðu sem bíður upp á skemmtilega möguleika. Við erum staðsett í Þorlákshöfn í ca 50 km fjarlægð frá Reykjavik, 28 km frá Selfossi og ca 80 km frá Keflavik. Ekki hika við að hafa samband ef þú hefur einhverjar spurningar. Heimilisfang BLACK BEACH TOURS HAFNARSKEIÐ 17 815 ÞORLÁKSHÖFN   Hafðu samband Sími: +354 556-1500 INFO@BLACKBEACHTOURS.IS WWW.BLACKBEACHTOURS.IS

Aðrir (7)

Snekkjan Ægisgarður / Suðurbugt 101 Reykjavík 7797779
Arctic Advanced Þorláksgeisli 47 113 Reykjavík 777-9966
Tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði Hafnarbraut 52 780 Höfn í Hornafirði 478-1606
Ice Lagoon ehf. Uppsalir 1 781 Höfn í Hornafirði 860-9996
Glacier Guides Skaftafell 785 Öræfi 659-7000
Fjallsárlón Fjallsárlón 785 Öræfi 666-8006
Secret Local Adventures ehf. Langholtskoti 845 Flúðir 8990772