Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Það er notalegt að gista í sumarhúsi og slík gisting er sérstaklega hentug þegar fleiri ferðast saman.

Ferðaþjónustan Úthlíð
Ferðaþjónustan í Úthlíð stendur í jaðri óspilltrar náttúru Suðurlands. Bærinn stendur við þjóðveg nr. 37 og er í 100 km fjarlægð frá Reykjavík. Frá Úthlíð og þaðan er stutt að sækja heim marga áhugaverða staði eins og Gullfoss og Geysi.  Bláa kirkjan vísar veginn heim að Úthlíðarbænum en ferðaþjónustan er við næsta afleggjara fyrir austan.  Orlofshúsin í Úthlíð eru staðsett á brúninni fyrir ofan bæinn og skarta einstöku útsýni yfir sveitir suðurlands. Húsin eru misstór og er best að skoða úrvalið og bóka gistingu á vefsíðunni okkar www.uthlid.is  Veitingastaðurinn Réttin er opin alla daga ársins kl. 16 – 20. Alla laugardaga er opið kl. 11 – 21.  Á sumrin er að sjálfsögðu opið lengur. Sjá nánar á www.uthlid.is  Úthlíðarvöllur er 9 holu golfvöllur í holtinu fyrir neðað þjóðveg. Rástímabókanir á www.golf.is  Tjaldsvæði með rafmagni, góðri aðstöðu í þjónustuhúsi svo sem heitum pottum og þvottaaðstöðu. Tjaldsvæðið er hugsað fyrir fjölskyldufólk og er óskað eftir kyrrð eftir miðnætti.  Cottage of the year 2020. Ferðaþjónustan Úthlíð var valin „Cottage of the year 2020 in Iceland“ sem byggir á umsögnum fjölda viðskiptavina Ferðaþjónustunnar í Úthlíð.  Hestaleigan Bjössa Blesi og Svali ásamt öllum hinum skemmtilegu hestunum í Úthlíð eru miklir gleðigjafar og skokka með krakka sem fullorðna í spennandi útreiðartúra.  Til að bóka hestaleigu er best að fara inn á vefinn www.uthlid.is, panta þarf hesta með fyrirvara, helst daginn áður.  Búnaður: Ferðalangar skulu vera í hlýjum, mjúkumog vantsheldum fatnaði ásamt vatnsheldum skóm Ferðaþjónustan skaffar hesta, reiðhjálma og reiðtygi. Leiðsögumaður stýrir ferðinni og hraða  Brúarfoss:Skemmtilegur útreiðartúr frá Úthlíð sem leið liggur eftir Kóngsveginum að gömlu brúnni sem liggur yfir Brúará og er við Brúarfossinn. Kóngsvegurinn var lagður fyrir konungskomuna 1907. Stuttir kaflar hafa varðveist af þessum vegi og munum við ríða hann alla leið að fossinum. Ferðin tekur liðlega klukkustund.  Útreiðartúr á frekar sléttu landi en það er riðið yfir á. Krefjandi fyrir óvana. Kolgrímshóll:Riðið er sem leið liggur frá Úthlíð upp svokallaðan Skarðaveg. Eftir stutta reið er leiðangurinn kominn í ósnortna náttúru Úthlíðar með óviðjafnanlega sýn til fjalla. Áð er við Kolgrímshól sem dregur nafn sitt af þeim tíma þegar Skálholtsbiskup átti Úthlíðarjörðina og nýtti skóginn til kolagerðar. Létt ganga er upp á hólinn en þar er fallegt útsýni til allra átta. Ferðin tekur 1 1/2 tíma.Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi, en er krefjandi fyrir óvana. Kóngsvegurinn:Riðið er frá Úthlíð upp að veitingastaðnum Réttinni og þaðan eftir kóngsveginum sem var lagður fyrir konungskomuna 1907. Riðið er um fallega kjarrivaxna slóð. Ferðin tekur um 30 mín. Léttur útreiðartúr á frekar sléttu landi fyrir alla.
Miðdalskot Cottages
Í Miðdalskoti er boðið upp á gistingu í 5 íbúðum. Íbúðirnar eru fullbúnar með eldhúsi, baðherbergi og grilli. Hver íbúð hefur tvö svefnherbergi með tveimur 90x200cm rúmum hvort og tvöföldum svefnsófa í stofunni. Það geta 6 gist og hægt er að fá barnarúm fyrir börn yngri en 2ja ára.  Miðdalskot er fjölskyldurekinn sveitabær með mjólkurbúi og hestum. Það eru tamdir og spakir hestar við íbúðirnar og möguleiki að leyfa börnum að komast eitthvað á hestbak.   Miðdalskot er staðsett 6 km frá Laugarvatni, á Gullna Hringnum. 20 mínútna akstur er á Geysi, 30 mínútur á Selfoss, 20 mínútur á Þingvöll og tæpar 60 mínútur til Reykjavíkur. Golfvöllurinn Dalbúi er á næsta bæ eða 5 mínútur í burtu, Laugarvatn Fontana er á Laugarvatni og margt fleira skemmtilegt hægt að skoða í næsta nágrenni hérna á suðurlandinu.   Bjóðum uppá tilboðsverð fyrir vikudvöl í sumar. Þú finnur okkur á www.middalskot.is facebook og instagram sem Middalskot Cottages.   
Lambhús
Lambhús Í Lambhúsum er boðið upp á gistingu í smáhýsum. Þau eru staðsett við bæinn Lambleiksstaði, 30 km vestan við Höfn. Smáhýsin eru eitt rými með gistipláss fyrir allt að 4 gesti. Þau eru tilvalin fyrir pör eða fjölskyldur. Húsin eru búin eldhúskrók, þráðlausu neti og snyrtingu með sturtu. Öll húsin hafa útsýni til Vatnajökuls. Gestir geta komið með eigin mat og matreitt einfaldar máltíðir. Einnig eru fjölmargir veitingastaðir í nágrenninu sem bjóða upp á matvæli úr héraði. Lambhús er staður fyrir náttúruunnendur sem sæjast eftir ró og óspilltri náttúru. Göngufólk hefur úr fjölda gönguleiða að velja. Jafnframt er fjölbreytt afþreying í boði í nágrenninu eins og til dæmis snjósleðaferðir á Vatnajökli, bátsferðir á Jökulsárlóni og heitir pottar í Hoffelli. Í Höfn má finna gott úrval veitingastaða, sundlaug, gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs, matvöruverslun o.fl. Nánari upplýsingar um héraðið: www.visitvatnajokull.is
Hólaskjól Hálendismiðstöð
Frá þjóðvegi eru 35 km í Hólaskjól þar sem keyrt er á F vegi, engar óbrúaðar brýr eru á leiðinni og því hægt að komast á nánast hvaða bíl sem er yfir sumartímann ef farin er syðri leiðin. Frá Hólaskjóli eru um 7 km inn í Eldgjá, en skömmu áður en þangað er komið, þarf að fara yfir á sem er óbrúuð. Hún er ekki fær nema bílum með drifi á öllum hjólum. Hólaskjól er við Lambskarðshóla, upp við hrauntungu sem rann þegar Eldgjá gaus, árin 934-940. Þar er friðsælt og umhverfi fagurt. Einungis er 5 mínútna gangur upp á hrauntunguna að fallegum fossi í Syðri-Ófæru. Bændurnir vilja meina að hann beri ekkert nafn en ýmis nöfn hafa fest við hann, til dæmis Silfurfoss eða Litli Gullfoss.Í Hólaskjóli er svefnpokapláss fyrir 61 gest í tveggja hæða skála. Á tjaldsvæðinu eru borð og bekkir til að matast við, salernisaðstaða og sturtur. Einnig eru fjögur smáhýsi sem leigð eru bæði með og án sængurfata. Landmannalaugar og Langisjór eru í klukkutíma fjarlægð frá Hólaskjóli, þar eru margar óbrúaðar brýr og því þarf að vera á bílum með drifi á öllum hjólum. Hestahópar eru velkomnir til okkar, góð aðstaða og heysala er á staðnum. Svefnpokagisting í skála fyrir 61 mans Smáhýsi með WC og eldunaraðstöðu, kojur fyrir fjóra Tjaldstæði með salerni og sturtu Hús við Langasjó með veiðileyfi (veiðihúsið við Langasjó stendur á nesi syðst við Langasjó): Svefnpokagisting, kojur fyrir fjóra og svefnsófi fyrir tvo Veiðileyfi í Langasjó Gps hnit: 64° 7,144'N, 18° 25,689'W (ISN93: 527.862, 401.918) Hægt er að bóka hér
Mið-Hvoll Sumarhús
Við höfum til leigu sjö notaleg sumarhús sem staðsett eru í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, sem sést frá þeim, og Reynisdranga. Þá má sjá Eyjafjallajökul, sem gaus á síðasta ári, frá húsunum. Húsin eru í landi bæjarins Suður-Hvols skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík í Mýrdal. Um 180 km eru að húsunum frá Reykjavík. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og ekki skemmir að norðurljósin sjást gjarnan vel.
Eyvindartunga
Eyvindartunga er næsti bær við Laugarvatn. Þar höfum við til leigu nýuppgerðan sumarbústað með góðum palli og frábæru útsýni til suðurs með Heklu í forgrunni. Í bústaðnum eru tvö svefnherbergi en einnig er svefnsófi í stofunni. Í bústaðnum er því gisting fyrir 6 manns. Hér er einnig fullbúið eldhús, flatskjár og WIFI. Bústaðurinn er mjög miðsvæðis og því stutt í helstu afþreyingu hér á Suðurlandi. Ekki spillir fyrir nágrennið við Laugarvatn þar sem er sundlaug, veitingastaður og búð svo ekki sé talað um hversu frábært þetta svæði er til útivistar: vatnið sjálft, fjallið og allt umhverfið. 
Vorsabær 2
HestaferðirÍ Vorsabæ 2 er boðið er upp á hestaferðir þar sem lögð er áhersla á persónulega þjónustu og leiðsögn. Eingöngu er tekið á móti litlum hópum og það er tilvalið fyrir fjölskyldur eða litla vinahópa þar sem allir geta tekið þátt. Við tökum að okkur að teyma hesta undir minna vönum börnum í ferðum. Allar ferðir hefjast inni í reiðhöll þar sem hver og einn getur kynnst hestinum sínum. Svo er farið og riðið út um næsta nágrenni á þeim hraða sem hentar hverju sinni. Við erum með trausta og skemmtilega hesta við allra hæfi, bæði fyrir alveg óvana og vana knapa. Í boði eru 1, 2 og 3 tíma hestaferðir, en einnig eru í boði dagsferðir fyrir vana knapa sem taka 5 tíma. Einnig bjóðum við upp á það að teyma hesta undir börnum inni í reiðhöll í um 10 mínútur fyrir hvert barn. Sveitalíf / Heimsókn á bæinnHægt er að koma í heimsókn til að skoða dýrin og búskapinn á bænum. Tekið er á móti litlum og stórum hópum og gefst gestum kostur á að fræðast um dýrin og klappa þeim. Starfsemin getur verið nokkuð mismunandi eftir árstíma og t.d. á vorin geta allir séð nýfædda kiðlinga, lömb og folöld. Orlofshús til útleigu á bænumHúsið rúmar allt að 7 manns í gistingu. Þar eru 2 svefnherbergi, í öðru er tvíbreitt rúm en í hinu eru kojur. Auk þess er rúmgott 18 fermetra svefnloft og þar eru 3 rúm. Auk þess er hægt að fá lánað barnarúm án gjalds fyrir 2 ára og yngri. Eldhúsið er búið öllum nútíma tækjum og áhöldum og í setustofu er sjónvarp. Við húsið er skjólgóð verönd með garðhúsgögnum og gasgrilli. Ekki er aðgangur að heitum potti en hægt er að komast í sundlaug sem staðsett er í 2 km. fjarlægð. Upplögð staðsetning fyrir þá sem ferðast um Suðurland, þar sem stutt er til margra vinsælla ferðamannastaða og stutt í margskonar þjónustu.
Giljagisting
Giljaland er staðsett við veg 208 í Skaftártungu á mjög fallegum stað í skógi vöxnu landi. Við leigjum 4-5 mjög vel búin sumarhús fyrir 3 til 5 manns í húsi. Giljaland er mjög vel í sveit sett til að skoða náttúruperlur suður og suðausturlands og eða til að njóta lífsins í frábærlega fallegu og skjólgóðu umhvefi. Giljaland hefur fullt rekstrarleyfi fyrir útleigu til ferðamanna. Frábærar göngu og reiðleiðir í nágrenninu. Verið velkomin í Giljaland.
South Iceland Guesthouse
South Iceland Gesthouse hefur til leigu tvö hús. Annars vegar er það Steinar 5 undir Eyjafjöllum mitt á milli Seljalandsfoss og Skógafoss. Þar er um er að ræða gamalt einbýlishús með 15 rúmum í 6 herbergjum, 3 salernum og eldhúsi og sameiginlegu rými sem allt er ný uppgert að innan. Falleg grill og útiaðstaða er í rústum af gömlum burstabæjum bak við hús þar sem náttúran frá Steinafjalli er engu lík.  Hins vegar er það Leirnakot sem er 35 fm. sumarbústaður í Leirnahverfi. Það er 6 manna hús út í miðri náttúrunni hér í sveitinn með útsýni að Eyjafjallajökli. Gistiheimilið er við þjóðveg 1 beint á mótið veitingastaðnum Gamla Fjósið sem er opinn alla daga frá 11:30 til 21:00. Stutt er í allar helstu náttúruperlur suðurlands og fjölbreytt afþreying í boði í nágrenninu.  
Ferðaþjónustan Hellishólum
Hellishólar í Fljótshlíð er glæsileg ferðaþjónusta sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir gesti, gistingu í sumarhúsi og fullkomna tjaldaðstöðu.  Hellishólar eru staðsettir mitt í sögusviði Brennu-Njálssögu og eru í um klukkutíma fjarlægð frá Reykjavík. Hellishólar eru stoltir að kynna þá afþreyingu sem hægt er að stunda á svæðinu og má þar helst nefna glæsilegan níu holu golfvöll, Hellishólavatn til að veiða í, heita potta, leiksvæði, hestaleigu og margt fleira. Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.
Tjaldsvæðið Þakgil
Þakgil, 20 km frá Vík í Mýrdal, og svæðið í kring hefur uppá að bjóða stórbrotið landslag allt frá sléttlendi til djúpra gilja og sjálfan Mýrdalsjökul.  Í fjöllunum sem eru græn upp í topp má sjá allskonar kynjamyndir hobbita, álfa, tröll allt eftir hugmyndaflugi hvers og eins.  Svæðið er tilvalið til gönguferða hvort sem er á sléttlendi í Remundargili og út að Múlakvísl eða sem er meira krefjandi t.d. uppá Mælifell og fram Barð eða upp að jöklinum og út á Rjúpnagilsbrún en þaðan er ægifagurt útsýni yfir Kötlujökulinn, Huldufjöll og undirlendi suð-austurlands.  Þaðan sést m.a. til Lómagnúps og Vatnajökuls.  Síðan er hægt að ganga eftir jöklinum í Huldufjöll en það er krefjandi og krefst sérstaks útbúnaðar og leiðsagnar. Það er skjólsælt á tjaldsvæðinu þar sem það er umkringt fjöllum.  Það er auðvelt að komast þangað þar sem það eru engar ár eða sprænur yfir að fara og er fært öllun  venjulegum bílum  og tækifæri fyrir alla að komast í fjallakyrrðina inná hálendinu. Á tjaldsvæðinu er nýtt WC og sturtuhús með úti uppvöskunaraðstöðu. 
Blue View Cabins
Við erum með tólf 25-62 fm sumarhús á Torfastaðaheiði í Biskupstungum, aðeins um 3-4 km frá Reykholti þar sem eru veitingastaðirnir Friðheimar og Mika, þægindaverslunin Bjarnabúð, N1 sjálfsali og sundlaug. Húsin eru vel búin og ölll með heitum potti. Í 25 fm húsunum er eitt svefnherbergi, lítið eldhús með tveimur eldavélarhellum, örbylgjuofni og baðherbergi með rúmgóðri sturtu. Þau eru að öllu jöfnu aðeins ætluð tveimur einstaklingum. Í stærri húsunum eru tvö svefnherbergi og svefnsófi í stofunni, gott eldhús með 4 eldavélarhellum og bakaraofni ásamt örbylgjuofni o.fl., rúmgott baðherbergi með sturtu. Stærri húsin eru ætluð allt að 6 manns. Geggjað útsýni og rólegt og gott hverfi. Hvers konar partýhald, háreysti eða annað ónæði er stranglega bannað og við erum með vakt á svæðinu. Sjá nánar á www.bluevacations.is. Allar nánari upplýsingar veitir Ína Björk 696 3463 á skrifstofutíma eða Jóhann Guðni í síma 665 8928. 
Hunkubakkar
Ferðaþjónustan á Hunkubökkum býður upp á 20 herbergi í heildina, þar af 6 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, 6 bjálkahús sem eru 3 og 4 manna með sér baði og 8 tveggja manna herbergi með sér baði. Húsin eru nálægt aðalbyggingunni, þar er að finna gestamóttöku er ásamt veitingastað sem opinn er á kvöldin og á daginn hluta sumars, einnig er morgunverður borinn fram þar. Veitingastaðurinn er með góðu úrvali af réttum frá býli og héraði. Við erum sauðfjárbændur og bjóðum upp á okkar eigið gómsæta grillaða lambakjöt á matseðli. Hægt er að panta mat og kaffihlaðborð fyrir hópa - Veitingaaðstaðan tekur ca 50 manns í sæti.   Umhverfi Hunkubakka er rómað fyrir náttúrufegurð og milt veðurfar. Einnig eru margar gönguleiðir í kring og staðsetningin miðsvæðis fyrir stærstu náttúruperlur landsins eins og Fjaðrárgljúfur , Laka, Fagrafoss, Langasjó, Sveinstind, Eldgjá, Landmannalaugar, Skaftafell og Jökulsárlón. Smellið hér til að bóka gistingu 
Volcano Huts Þórsmörk
Volcano Huts í Húsadal í Þórsmörk Volcano Huts er þjónustu fyrirtæki sem staðsett er í Húsadal í Þórsmörk og býður upp á gistingu og veitingar fyrir hópa og einstaklinga. Þórsmörk er ævintýraheimur göngufólks og náttúruunnenda á öllum aldri. Landslagið er ægifagurt og mótast af samspili eldfjalla, jökla, skóga og jökuláa sem móta útsýnið til allra átta.  Hægt er að bóka gistingu og aðra þjónustu í gegnum vefsíðu okkar www.volcanotrails.is Þjónusta í Húsadal Gisting og aðstaða: í Húsadal er boðið upp á gistingu í notalegum fjallaskálum, fjögurra manna smáhýsum, tveggja manna herbergjum, glæsi tjöldum og stórt tjaldsvæði. Hægt er að fá leigð rúmföt og sængur á staðnum. Sturtur, gufubað og heit náttúrulaug er innifalið í gistingu en aðrir ferðalangar geta fengið aðgang að þeirri þjónustu gegn vægu gjaldi. Veitngastaðurinn okkar býður upp á ljúffengar veitingar fyrir hópa og einstaklinga sem leið eiga um Húsadal og Þórsmörk. Boðið er upp á morgunverð, hádegisverð, kaffiveitingar og kvöldverð auk þess sem hægt er að setja upp veislur og viðburði fyrir hópa hvort heldur sem er innandyra eða utan. Eftir matinn er svo tilvalið að fá sér drykk á barnum og deila ferðasögunni með öðrum ferðalöngum. Afþreying: Frá Húsadal liggur fjöldi gönguleiða um Þórsmörk og Goðaland og má þar helst nefna Laugaveginn og Fimmvörðuháls sem eru vinsælustu gönguleiðir landsins. Einnig er hægt að fara í styttri göngur sem henta fyrir alla aldurshópa, skoða sönghelli og taka lagið, sauna og toppa daginn í heitir náttúrulaug.  Gönguleiðir: Fjöldi skem mtilegra göngu- og hlaupaleiða liggja um Þórsmörk og nágrenni Húsadals og hér ættu allir að finna sér leiðir við hæfi. Laugavegurinn og Fimmvörðuháls eru meðal þekktustu gönguleiða á Þórsmerkursvæðinu en auk þeirra eru fjöldi annarra skemmtilegra leiða. Gönguleiðakort eru seld í Húsadal. Samgöngur: Til að ko mast í Húsadal er ekið frá Suðurlandsvegi upp jeppafæran vegarslóða merktan F249 í Þórsmörk. Fara þarf yfir nokkrar ár og læki á leiðinni en helst má þar nefna Krossá sem eingöngu er fær vönum bílstjórum á vel útbúnum jeppum.  Daglegar rútuferðir eru frá BSÍ yfir sumar mánuðina en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um áætlun rútuferða og að bóka rútumiða á vefsíðu Volcano Huts. Bókanir og allar nánari upplýsingar um þjónustu í Húsadals er að finna á vefsíðunni og hægt er að hringja í síma 4194000 eða senda tölvupóst á netfangið info@volcanotrails.is   Glamping lúxustjöld - eins manns / tveggja manna - 16 stk Herbergi - eins manns / tveggja manna - 14 stkSmáhýsi - 4 pers - 8 stkSkálagisting - 34 rúmTjaldstæði 100 +
Gesthús gistiheimili
Gesthús eru staðsett á besta stað í miðjum bænum á Selfossi, rétt við íþróttavöllin og sundlaugina.  Við bjóðum smáhýsi til leigu en á staðnum eru einnig gott tjaldsvæði.  Á því er góð aðstaða og má þar nefna vatnssalerni, sturtur, eldhúsaðstaða og matsalur.
Brú Guesthouse
Við bjóðum upp á gistingu í nýtískulegum smáhýsum fyrir 2-4 gesti í rúmum og svefnsófa. Þau eru vel útbúin með smáeldhúsi, uppábúnum rúmum, svefnsófa, baðherbergi með sturtu, nettengingu, sjónvarpi og aðstöðu til að hlaða rafmagnsbíla. Við erum staðsett á miðju suðurlandi (rétt hjá Seljalandsfossi)  Það er fátt betra en að vakna upp á fallegum morgni, fá sér morgunkaffið og horfa á hina tignarlegu fjallasýn Eyjafjallajökuls, Tindfjallajökuls, Mýrdalsjökuls og yfir til Vestmannaeyja. Það er alla vega óhætt að segja að við séum á einum heitasta stað landsins í orðsins fyllstu merkinu með fimm virkar eldstöðvar sem umkringja okkur á alla kanta. Frá okkur er stutt í allar áttir á suðurlandi hvort sem þú vilt fara í göngu á fallegum stöðum, keyra inn á hálendið, skjótast til Vestmannaeyja, fara í golf, skoða hinar fjölmörgu náttúruperlur suðurstrandarinnar eða bara fara í sund og slaka á .
Dyrhólaey Riding Tours
Til leigu eru sjö notaleg sumarhús með öllum þeim útbúnaði sem gera dvölina góða og þægilega. Húsin eru staðsett í kyrrlátu og fallegu umhverfi á Suðurlandi, nánar tiltekið í Mýrdalnum. Fjölmargar náttúruperlur er að finna í nágrenni húsanna eins og Dyrhólaey, Reynisdrangar og Eyjafjallajökull. Húsin eru staðsett í landi bæjarins Suður-Hvols sem er skammt frá Þjóðvegi 1. Stutt er í alla helstu þjónustu í Vík, eða um 15km og um 170 km eru til Reykjavíkur. Staðurinn er ekki síður fallegur að vetri til og eru þá Norðurljósin einstök upplifun þar sem þau sjást oft á tíðum mjög vel. Hestaleiga er á á bænum og er tilvalin afþreyfing að fara í reiðtúr niður í svarta fjöruna og ríða í áttina að Dyrhólaey.
Forsæti 3
Húsið er í Vestur Landeyjum, nálægt Hvolsvelli. Íbúðin er 120 fm og tekur 5 manns. Rólegur og dásamlegur staður til að slaka á.  3 svefnherbergi, rúmgóð og opin stofa og eldhús, baðherbergi með sturtu og þvottavél. 60 fm verönd fyrir utan með húsgögnum. Eldhúsið er fullbúið með uppþvottavél, ísskáp, eldavél, ofn, örbylgjuofn, kaffivél, katli og brauðrist. Hnífapör fyrir 5 manns. 
Rjúpnavellir
Rjúpnavellir í Rangárþingi Ytra   Ferðaþjónustan á Rjúpnavöllum býður gestum sínum upp á rólegt og fallegt umhverfi þar sem Hekla gnæfir yfir og Ytri- Rangá rennur rétt við túnfótinn. Sérstaða staðarins er nálægðin við hálendið og eru því margir möguleikar á spennandi útivist og náttúruskoðun, allt árið um kring. Skemmtilegir staðir í göngufæri til útivistar og náttúruskoðunar, má þar nefna: Merkihvollsskóg, Fossabrekkur, Galtalækjarskóg, Þjófafoss og að sjálfsögðu Heklu. Aðrir spennandi staðir í næsta nágrenni:Landmannalaugar eru einn fjölsóttasti ferðamannastaðurinn á hálendinu og liggur vel við reið- og gönguleiðum. Gisting á RjúpnavöllumGisting er í tveimur skálum sem taka samtals 44 í svefnpokaplássi. Einnig eru 3 smáhýsi sem taka 6-10 manns hvert. Frítt Wifi er á svæðinu. Aðstaða í skálum: Þar er frábær eldunaraðstaða, bekkir og borð fyrir alla. Svefnbálkar eru í sal ásamt einu sérherbergi. Rjúpnavellir eru góður áningastaður fyrir bæði hópa og einstaklinga sem vilja njóta náttúrunnar í fallegu umhverfi, fagna tímamótum í góðum félagsskap eða vantar áningastað á ferð sinni um hálendið. Einnig er aðstaða fyrir tjöld eða ferðahýsi. HestafólkFrá upphafi hafa Rjúpnavellir verið vinsæll áningastaður fyrir hestafólk, því staðsetningin er í alfaraleið og skálarnir henta vel stórum hópum. Það er gott gerði fyrir hestana og margar spennandi reiðleiðir í nágrenninu. Aðstaðan er því jafn góð bæði fyrir hesta og menn. GPS HNIT: N64° 2' 3.857" W19° 50' 6.233"
Herríðarhóll Reittouren ehf.

Aðrir (85)

Búngaló Borgartún 29 105 Reykjavík 445-4444
Hey Iceland Síðumúli 2 108 Reykjavík 570-2700
Nordic Lodges Langholt Birkihlíð 31, Kalsstaðir 301 Akranes 897-3015
Tjaldsvæðið á Höfn í Hornafirði Hafnarbraut 52 780 Höfn í Hornafirði 478-1606
Stafafell ferðaþjónusta Lón 781 Höfn í Hornafirði 478-1717
Nordic Lodges Borgarbrekka Hlíð, í Lóni 781 Höfn í Hornafirði 897-3015
Miðsker Miðsker 1, Nesjum í Hornafirði 781 Höfn í Hornafirði 478-1124
Borgarbrekka Borgarbrekka 2 781 Höfn í Hornafirði ???-????
Nýpugarðar Nýpugarðar 781 Höfn í Hornafirði 893-1826
HH Gisting Hellisholt 2 781 Höfn í Hornafirði 820-9619
Reynivellir II Reynivellir 2 781 Höfn í Hornafirði 478-1905
Myllulækur Myllulækur 12 781 Höfn í Hornafirði 894-2709
Litla-Hof Öræfi 785 Öræfi 478-1670
BSG apartments Engjavegur 75 800 Selfoss 661-8642
Áslundur Miðengi 17 800 Selfoss 822-2202
Nordic Lodges Holt Torfastaðakot 5, í Landi Torfastaða 801 Selfoss 897-3015
Heimagisting Fossnesi Fossnes 801 Selfoss 486-6079
Arngrímslundur Skarð 801 Selfoss 8635518
Arabær Holiday Home Arabær , Háfur 801 Selfoss 487-5818
Vesturbrúnir 4 Vesturbrúnir 4 801 Selfoss 867-3448
Minniborgir Cottages Grímsnes 801 Selfoss 863-3592
Litli-Háls Litli Háls 801 Selfoss ???-????
Eyvík cottages Heimaás 801 Selfoss 7707800
Brún Austurbyggð 3 801 Selfoss 864-8181
Geysir Hestar Kjóastaðir 2 801 Selfoss 847-1046
Laugarás Austurbyggð 3 801 Selfoss 864-8181
Geysir smáhýsi Geysir, Haukadalur 801 Selfoss 480-6800
Hallkelshólar Hallkelshólar 801 Selfoss 566-7444
Birkikinn Holiday Home Birkikinn 801 Selfoss 892-0626
Álftavík Álftavík 801 Selfoss 822-2202
Icelandic Cottages Hraunmörk Flóahreppur 801 Selfoss 898-0728
Gíslaskáli Svartárbotnum 801 Selfoss 486-8757
Klettholt Klettholt 803 Selfoss 892-1340
SPS-ferðir ehf. Stekkholt land 1 803 Selfoss 856-5255
Björn Jónsson / Ferðaþjónustan Vorsabæ Vorsabær 2, Skeiða- og Gnúpverjahreppi 804 Selfoss 866-7420
Himnaríki Fossnes 804 Selfoss 895-8079
Kerbyggð Kerbyggð 805 Selfoss 822-5588
Austurey cottages Austurey 1 806 Selfoss 7730378
Black beach guesthouse Unubakki 4 815 Þorlákshöfn 556-1600
Núpar Cottages Núpar 816 Ölfus 857-2040
Strýta Strýta 816 Ölfus 892-0344
Gljúfurbústaðir Gljúfur 816 Ölfus 892-6311
SeaSide Cottages Eyrargata 37a 820 Eyrarbakki 898-1197
Hvítárdalur Hvítárdalur 845 Flúðir 781-2599
Mosás 3 Holtabyggð 110 845 Flúðir 868-5751
Mosás 1 Holtabyggð 110 845 Flúðir -
Mosás 2 Holtabyggð 110 845 Flúðir -
Mosás 4 Holtabyggð 110 845 Flúðir -
Efra-Sel Home Efra-Sel 845 Flúðir 661-5935
Jaðar II Jaðar 2 845 Flúðir 663-7777
Notalega húsið við Ytri-Rangá Þrúðvangur 37 850 Hella 898-4853
Panorama Glass Lodge ehf. Austurkrókur L6B 851 Hella 7688821
Afternoon Cottages Svínhagi SH-16 851 Hella 694-2717
Skinnhúfa Skinnhúfa 851 Hella 662-5555
Holtungar Grásteinsholt 851 Hella 860-0886
Miðhóll gestahús Miðhóll 851 Hella 898-5828
Riverfront Boutique Lodge við Hellu Við Rangá 851 Hella 775-1333
Landmannahellir Landmannahelli, 851 Hella 851 Hella 893-8407
Ásólfsskáli V-Eyjafjöllum 861 Hvolsvöllur 861-7489
Welcome Holiday Homes Lambafell 861 Hvolsvöllur 487-1212
Kátakot Miðkot 861 Hvolsvöllur 863-7130
Kornhóll Sámsstaðir 1 - lóð nr. 4 861 Hvolsvöllur 892-7478
North Star Cottage Lambafell 861 Hvolsvöllur 487-1212
Gistiheimilið Húsið Fljótshlíðarvegur 861 Hvolsvöllur 8923817
Lindartún Gistiheimili Lindartún 861 Hvolsvöllur 552-5060
Nýlenda Nýlenda 861 Hvolsvöllur 864-6002
Rauðuskriður gisting í sveitasælunni Rauðuskriður 861 Hvolsvöllur 659-0662
Hótel Fljótshlíð Smáratún 861 Hvolsvöllur 487-1416
Dægra Cottages Dægra I 861 Hvolsvöllur 777-2772
Bryggjur Skíðbakki 1 861 Hvolsvöllur 849-9929
Vestri Pétursey II Mýrdal 871 Vík 8939907
Ferðaþjónustan Vellir Vellir 871 Vík 4871312
Gistihúsin Görðum Garðar 871 Vík 487-1260
Þakgil Höfðabrekkuafréttur, Mýdalshreppur 871 Vík 893-4889
Götur Cottages Suður Götur 871 Vík 847-8844
Katla House Hrífunesvegur,880 Kirkjubæjarklaustur 880 Kirkjubæjarklaustur 8256157
Sól við Brunná Flaga 2 880 Kirkjubæjarklaustur 699-4827
Eldhraun Holiday Home Syðri-Steinsmýri 880 Kirkjubæjarklaustur 694-1259
Hörgsland Hörgsland I 880 Kirkjubæjarklaustur 8612244
Cabin 9 - iceland Stóratorfa 9 880 Kirkjubæjarklaustur 899-5438
Hemrumörk Hemrumörk 880 Kirkjubæjarklaustur 820-1520
Jórvík I Jórvík I 880 Kirkjubæjarklaustur
Lækjaborgir guesthouse Kálfafell 1b 881 Kirkjubæjarklaustur 833-5500
Ofanleiti gistiheimili og smáhýsi Ofanleitisvegur 2 900 Vestmannaeyjar 6942288
Fremstaver Myrkholti, Bláskógabyggð 801 Selfoss 895-9500