Víða um land eru menningarmiðstöðvar, þar sem ýmsir listviðburðir og fræðsla fyrir alla aldurshópa, fara fram.
Kötlusetur
Í hjarta gamla Víkurþorps finnið þið Brydebúð, glæsilegt timburhús frá 1895. Þar er Kötlusetur til húsa, miðstöð menningar, fræða og ferðamála í Mýrdal.
Kannið náttúru Kötlu UNESCO jarðvangs á Kötlusýningunni. Handleikið mismunandi bergtegundir, skoðið eldfjallaösku allt aftur til ársins 1860 og sjáið stuttmynd um sögur af Kötlugosum í gegn um aldirnar.
Uppgvötvið sögu strandaðra skipa á svörtum söndum Suðurlands og kynnist happaskipinu Skaftfellingi á Sjóminjasafninu Hafnleysu. Setjið ykkur í spor sjómanna í baráttu sinni við hina hafnlausu strönd.
Í upplýsingamiðstöðinni lærið þið hvernig er best að upplifa Mýrdalinn. Verslið vöru úr heimabyggð og kannið Vík með því að keppa í Fjársjóðleik Kötluseturs eða ganga hinn glænýja Menningarhring. Kort af svæðinu með öllum sínum spennandi útivistartækifærum fást hér!
View
Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Menningarmiðstöð Hornafjarðar og starfssvæði hennar er Sveitarfélagið Hornafjörður. Stofnunin varð til árið 1990 með sameiningu nokkurra safna. Heiti stofnunarinnar var upphaflega Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu en breyttist árið 2001 í Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Árið 2020 voru atvinnu- og ferðamál sameinuð Menningarmiðstöð Hornafjarðar og því er Menningarmiðstöðin orðin miðstöð menningar- atvinnu-, og ferðamála í sveitarfélaginu.
Innan Menningarmiðstöðvarinnar eru starfrækt sex söfn ásamt atvinnu-, ferða- og rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar. Söfnin eru byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka-, héraðsskjala-, náttúrugripa- og sjóminjasafn.
Sýningar á vegum safnanna eru mikilvægur þáttur í safnastarfinu, og hér leggjum við áherslu á sérstöðu Hornafjarðar og því samfélagi sem er og var. Í dag er opnar sýningar í bókasafninu, Verbúðinni í Miklagarði og Svavarssafni og er aðgangur að sýningum Menningarmiðstöðvarinnar frír.
Menningarmiðstöðin leggur mesta áherslu á miðlun og fræðslu menningararfs Hornafjarðar á sýningum sínum, skrásetningu hans og varðveislu til framtíðar. Nýsköpun og þróun til framtíðar á atvinnustarfsemi og ferðamannaiðnaðinum. Einnig er æ ríkari áhersla lögð á rannsóknarstarf og ekki síst miðlun þess starfs til almennings sem og þátttöku barna og unglinga á þeim vettvangi.
Menningarmiðstöð Hornafjarðar stendur einnig fyrir barnastarfi á sumrin, þar sem boðið er upp á styttri ferðir um svæðið þar sem krakkar fá tækifæri til þess að kynnast nærumhverfi sínu á nýjan hátt. Einnig hefur verið lestrarátak á bókasafninu sem kallast sumarlestur þar sem krakkar eru hvattir til þess að lesa yfir sumarmánuðina, svo eru veitt hvatningarverðlaun að hausti. Einnig er á bókasafninu barnahorn og unglingahorn, og hvetjum við foreldra eindregið til þess að koma með börnunum á bókasafnið. Við tökum reglulega á móti skólahópum og kynnum þeim fyrir list og sögum og stuðlum að og erum þátttakendur í ýmsum viðburðum í sveitarfélaginu.
Samfélagsmiðlar Menningarmiðstöðvarinnar á facebook eru:
Menningarmiðstöð Hornafjarðar Svavarssafn
Opnunartímar eru:Vetraropnun1. okt-31. maíVirka daga 9:00-17:00
Sumaropnun1. júní-31. septVirka daga 9:00-17:00Helgar 13:00-17:00
View
Kirkjubæjarstofa
Kirkubæjarstofa var stofnuð sem rannsókna- og menningarsetur á Kirkjubæjarklaustri að frumkvæði dugmikilla heimamanna með dyggum stuðningi nokkurra áhugasamra vísindamanna, sem hafa stundað hluta af rannóknum sínum á vettvangi í héraðinu. Telja þessir frumkvöðlar að náttúra og saga héraðsins sé um margt svo sérstæð að full ástæða sé til að hafa í aðstöðu til að tengja störf vísindafólks á vettvangi héraðinu enn sterkari böndum og skapa um leið betri aðstöðu til að kynna hina sérstæðu náttúru og sögu fyrir gestum héraðsins.
Starfsemi Kirkjubæjarstofu hófst 1.júli 1997, þá hafði verkefnisstjórn unnið að undirbúningi starfseminnar frá 1. mars 1997. Stofnuð hefur verið sjálfseignarstofnunin Kirkjubæjarstofa, sem hefur komið upp húsnæði og aðstöðu fyrir starfsemi stofunnar á Kirkjubæjarklaustri. Einnig hefur verið tilnefnd ráðgjafanefnd fyrir starfsemina og í þeirri ráðgjafanefnd eiga eftirtaldar stofnanir fulltrúa:
Háskóli Íslands og ýmsar stofnanir hans, Landgræðsla ríkisins, Náttúrufræðistofnun Ísland, Náttúrustofa Suðurlands, Náttúruvernd ríkisins, Orkustofnun, Norræna Eldfjallastöðin, Landsvirkjun, Byggðastofnun, Umhverfisráðuneytið, Verðurstofa Íslands,Ferðamálaráð, Þjóðminjasafn Íslands.
Markmið starfseminnar er að efla og styðja rannsóknir og lifandi fræðslu um náttúrufar, sögu og menningu héraðsins. Lögð verður áhersla á starfsemin sé í fullu samræmi bæði við áherslur í stefnumörkun sveitarfélagsins og kröfur og aðstæður í nútíma upplýsingar– og þekkingarþjófélagi. Í því skyni hefur á árinu 2000 verið lögð megináhersla á uppbyggingu landupplýsingakerfis utan um upplýsingar um náttúrufar menningu og sögu héraðsins. Kirkjubæjarstofa hyggst einnig með starfsemi sinni stuðla að auknu streymi ferðafólks í héraðið og lengingu á viðverutíma þess með nýju og endurbættu sýningarefni.
Markmiðum þessum hyggst Kirkjubæjarstofa ná á eftirfarandi hátt :
1. Söfnun, flokkun og skráning gagna um náttúru, menningu og sögu héraðsins.2. Öflun nýrrar þekkingar með þvi að stuðla að frekari rannsóknum í samstarfi við innlendar og erlendar vísindastofnanir.3. Að standa fyrir ráðstefnum og fræðslufundum um náttúru, menningu og sögu og héraðsins.4. Kynningar- og fræðslustarfsemi og rekstur sýningarsalar.5. Efling ferðaþjónustu með samvinnu við ferðamálafélag Skaftárhrepps.
View
Listasafn Árnesinga
Gæðastundir á gefandi stað! Litríkt merkið endurspeglar fjölbreytta starfsemi safnsins. Í fjórum rúmgóðum sýningarsölum er settar upp vandaðar sýningar, innlendar og erlendar, sem endurspegla menningararfleifð okkar og mótun hennar í dag. Hverri sýningu er fylgt úr hlaði með sýningarskrá, upplýsingum og fræðslu- og afþreyingardagskrá.
Í safninu má einnig finna notalegt kaffihús og safnbúð með vörum úr heimabyggð og skemmtilegt afþreyingarefni tengt sýningum safnsins hverju sinni. Það er frítt inn og næg bílastæði.
Safnið er í eigu sveitarfélaganna átta í Árnessýslu og er viðurkennt af Safnaráði Íslands.
Listasafn Árnesinga á Facebook Opnunartími: maí - ágúst – alla daga: 12:00-17:00september - apríl – alla daga nema mánudaga 12:00-17:00
View
Bakkastofa
Við, Ásta Kristrún og Valgeir, höfum tekið á móti fjölda íslenskra gesta sem vilja létta lund í góðum félagsskap vina, vinnufélaga og fjölskyldna og njóta friðsældar við ströndina og í þorpi Eyrarbakka. Við tökum á móti góðum gestum, íslenskum og erlendum, jafnt í stórum sem smáum hópum - segjum sögur, höldum tónleika og sýnum þeim djásn Eyrarbakka.
Stutt myndbands kynning um okkur :)
View
Sviðið
Sviðið er glæsilegur viðburðarsalur staðsettur á besta stað við Brúartorg í nýja miðbænum á Selfossi. Salurinn er sérhannaður fyrir tónleikahald og hentar einnig mjög vel fyrir veislur og viðburði, fundi og mannfagnaði. Salurinn tekur um 100 manns í sitjandi borðhald og allt að 230 manns í standandi veislur og viðburði. Einnig er hægt að vera með 4-6 manna borð fyrir 140 manns sem hentar vel fyrir smáréttaveislur.
View
Fischersetur Selfossi
Í Fischersetrinu er verið að segja sögu skákmeistarans Róbert James Fischer. Auk þess er þarna félagsleg aðstaða fyrir Skákfélag Selfoss og nágrennis og aðra er vilja tefla og skákmót eru haldin. Ennfremur er þarna vísir að bókasafni um skákina, þar sem fólk getur sest niður og aflað sér frekari fróðleiks um skáklistina. Þá eru þarna fyrirlestra og kynningar á efni er tengjast skáklistinni.
Í setrinu er verið að sýna muni og myndir sem tengjast skákmeistaranum Bobby Fischer, eins og hann er jafnan nefndur. Aðallega eru þetta munir og myndir tengdir veru skákmeistarans hér á Íslandi og ber þar hæst skákeinvígi aldarinnar í Reykjavík 1972. Ennfremur eru munir og myndir frá síðustu æviárum hans hér á landi eða eftir að hann gerðist íslenskur ríkisborgari.
Hér er um að ræða skáksetur sem heldur uppi minningu skákeinvígis aldarinnar, þjónar ferðamönnum sem vilja fræðast meira um Fischer og eflir áhuga og iðkun skáklistarinnar.
Heimsmeistarinn hvílir svo í Laugardælakirkjugarði, sem er rétt austan við Selfoss.
Opið er frá 13:00-17:00 alla daga vikunnar, frá 1. júní - 22. ágúst, og á öðrum tímum opnað samkvæmt óskum.
View
Skálholt
Skálholtsstaður er einn helsti sögustaður Íslands. Þar var stofnað biskupssetur árið 1056 og var staðurinn á margan hátt höfuðstaður Íslands í 750 ár. Hann var eitt helsta menntasetur þjóðarinnar um aldir, þar voru skrifaðar og þýddar bækur en einnig varðveitt handrit. Skálholt var sögusvið átaka siðaskiptana um 1550 og þar var síðasti kaþólski biskupinn Jón Arason hálshöggvinn það ár. Í fjósinu í Skálholti var einnig hafin þýðing Biblíunnar á íslensku. Skálholt er einnig sögusvið harmsögu Ragnheiðar Brynjólfsdóttur biskups og ástmanns hennar Daða Halldórssonar.
Skálholtsdómkirkja var vígð 1963 og er hún tíunda kirkjan sem stendur þar á sama stað. Sú fyrsta var reist skömmu eftir árið 1000 þegar Íslendingar tóku kristni. Áður en kirkjan var reist fóru fram merkilegar fornleifarannsóknir á staðnum undir stjórn dr. Kristjáns Eldjárn seinna forseta Íslands. Fannst þá m.a. steinkista Páls biskups Jónssonar sem jarðsettur var árið 1211 og er hún talin einhver merkilegasti fornleifafundur Íslandssögunnar.
Í Skálholtsdómkirkju er að finna einhver merkilegustu listaverk 20. aldar á Íslandi; steindir gluggar Gerðar Helgadóttur og altaristafla Nínu Tryggvadóttur auk muna úr þeirri kirkju sem Brynjólfur Sveinsson biskup reisti 1650.
Kirkjan er opin alla daga ársins frá kl. 9 til 18 og messur eru alla sunnudagsmorgna kl. 11.
Hljómburður Í Skálholtdómkirkju þykir einstakur og eru þar oftsinnis haldnir tónleikar af innlendum sem erlendum tónlistarmönnum. Í Skálholtsdómkirkju hafa verið haldnir sumartónleikar frá 1975 þar sem lögð er áhersla á barok og nútímatónlist og er hátíðin ein sú elsta sinnar tegundar á Norðurlöndum.
Hótel Skálholt er með fjölbreytta gistimöguleika; á hótelinu eru 18 tvímennings herbergi og sér baðherbergi. Þar er notaleg arinstofa, sólstofa og aðstaða fyrir fundi, námskeið og ráðstefnur. Rýmið er líka frábært fyrir viðburði eins og brúðkaup, tónleika og fleira og er aðstaðan í boði fyrir hópa til útleigu.
Hótel Skálholt er reglulega með uppákomur eins og uppistand, smátónleika, bókaviðburði, listasýningar og fleira.
Skálholtsbúðir er með 10 tvímennings herbergjum og baðherbergi frammi á gangi. Þar er stór salur, borðstofa, setustofa og gott eldhús. Rýmið hentar sérstaklega fyrir hópa á borð við kóra, ættarmót, veislur, skólahópa og jógahópa. Við Skálholtsbúðir er tjaldstæði með aðstöðu fyrir fellihýsi.
Tvö sumarhús með 2 svefnherbergjum hvor (4 rúm) og sér heitum potti. Sumarhúsin eru við Skálholtsbúðir og hentar því að leigja það saman.
Selið er 3-5 herbergja einbýlishús með 2 baðherbergjum og sér heitum potti.
Veitingahúsið Hvönn er tilraunaeldhús þar sem íslenskt hráefni er í fyrirrúmi. Í eldhúsinu takast íslenskar og erlendar matarhefðir á. Unnið er með kjöt, fisk og grænmeti úr héraði en einnig erlendar aðferðir við gerjun á borð við kombucha, mjólkursýru, kefir og þurr meyrnun. Þessar aðferðir veita mat og drykk okkar sérstöðu í bragði og áferð.
Á daginn bjóðum við upp á bístró matseðil með ljúffengum réttum en á kvöldin breytum við um stíl og bjóðum upp á þriggja rétta matseðil sem er mismunandi á hverju kvöldi og er sannkölluð matarupplifun.
Kokkurinn Bjarki Sól er einn af eigendum hótelsins. Hann er matreiðslumaður sem hefur í mörg ár unnið við að auka gæði matvælafyrirtækja á svæðinu og nýtum við alla reynslu og tengsl á veitingastaðnum.
Sumar opnunartími - maí - nóvember: Alla daga frá 11:30 - 21:00.
Bistró matseðillinn er í boði frá 11:30 til 17:00 en á kvöldin er borinn fram 3ja rétta matseðill.
Nánari upplýsingar: www.hotelskalholt.is
View
Þingvellir
Á tjaldsvæði má finna, salerni, sturtur, þvottaaðstöðu, útivaska og kolagrill. Í þjónustumiðstöðinni er kaffi- og veitingaaðstaða. Þar er einnig seld tjald- og veiðileyfi.
Sumaropnunartími (júní-ágúst):09:00 - 20:00Vetraropnunartími (september - maí):Upplýsingahlið gestastofu: 09:00-16:00Verslun og þjónustumiðstöð á Leirum: 09:00-18:00
View
Hellarnir við Hellu
Upplifið einstakan ævintýraheim í hellaferð um Hellana við Hellu og heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.
Fræðandi og heillandi afþreying sem hentar öllum aldri og í hvaða veðrum sem er. Hellarnir við Hellu eru staðsettir við þjóðveg 1 í aðeins um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík.
Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands.
Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu.
View
Þórbergssetur
Í Þórbergssetri er veitingasala,gestamóttaka, salerni og sýningarsalir. Sýning Þórbergsseturs er fjölbreytt upplifunarsýning er tengist ævi og verkum skáldsins, en einnig sögu íslensku þjóðarinnar. Sjá má breytingar og þjóðlifsmyndir frá frumstæðu bændaþjóðfélagi yfir í bæjarlíf og búsetu í ört vaxandi höfuðborg. Textar úr verkum Þórbergs varða leiðina á fallega hönnuðum ljósaskiltum, en einnig er hægt að fá hljóðleiðsögn með viðbótarefni. Þannig er sýningin sambland af fræðsluefni, safni og sagnaskemmtan og gengið er inn í leikmyndir þar sem reynt er að ná andblæ liðinna ára og njóta um leið stórbrotinna lýsinga meistarans sem leiðsögn um staðinn. Vakin er athygli á að sýningin höfðar einnig mjög vel til barna og unglinga.
Hópar eða fjölskyldur geta bókað leiðsögn um Þórbergssetur þar sem heimamenn fræða gesti um lífið í Suðursveit og hverning sögusvið bóka Þórbergs opnar sýn inn í horfna veröld liðins tíma.
Arkitekt að húsinu er Sveinn Ívarsson og hönnuður sýningar Jón Þórisson.
Opið er allt árið, en í sumar verður opnunartími á sýninguna frá klukkan 10 á morgnana til klukkan 6 á kvöldin.
Veitingahús Þórbergsseturs er opið fyrir almenning frá klukkan 10 - 8 í sumar.
Í boði eru ýmsir þjóðlegir réttir úr heimabyggð, kjötsúpa, heimabakað brauð, samlokur, bleikjuréttir og Halalamb.
Kvöldmatur er framreiddur frá klukkan 6 til 8 á kvöldin
View
Aðrir (4)
Draugasetrið | Hafnargata 9 | 825 Stokkseyri | 895-0020 |
Hótel Leirubakki | Landsveit | 851 Hella | 487-8700 |
Valhalla Restaurant | Hlíðarvegur 14 | 860 Hvolsvöllur | 6989007 |
Safnahús Vestmannaeyja | Ráðhúsatröð | 900 Vestmannaeyjar | 488-2040 |