HELLA / Rangárþingi ytra
- Kraftur, fegurð, ferskleiki
Velkomin í Rangárþing ytra. Eitt af landfræðilega stærstu sveitarfélögum landsins og telum rúmlega 1.600 íbúa. Sveitarfélagið er eitt þriggja sveitarfélaga í Rangárvallasýslu, en sýslan liggur um miðbik Suðurlands og þar er að finna einstök náttúrugæði, hvort sem er á láglendi eða hálendi.
Gosbeltið liggur þvert um sveitarfélagið og þar er að finna eitt virkasta eldfjall Íslands, Heklu sem er í 1.491 m.y.s. og hefur á síðustu eitt hundrað árum gosið sex sinnum, árin 1947, 1970, 1980, 1981, 1991 og 2000. Nokkurn jarðhita má finna í Rangárþingi ytra, ekki síst Torfajökulssvæðið sem er eitt mesta jarðhitasvæði Íslands.
Veiðivötn eru á Landmannaafrétti og þangað sækja árlega þúsundir veiðimanna í stangveiði og vötnin afar gjöful af bleikju og urriða, en fiskirækt í Veiðivötnum er í höndum Veiðifélags Landmannaafréttar.
Margar vinsælar gönguleiðir má finna í Rangárþingi ytra, Laugavegurinn þeirra þekktastur, önnur leið, minnaþekkt er Hellismannaleið. Báðar virkilega áhugaverðar.
Í Rangárþingi ytra má finna alla almenna þjónustu og er þjónustustigið afar hátt. Þar eru tveir leikskólar og tveir grunnskólar, heilsugæsla, tvær sundlaugar, verslanir, banki, bifreiðaverkstæði, og hjúkrunar- og dvalarheimili, svo eitthvað sé nefnt.
Íslenski hesturinn er í öndvegi í Rangárþingi ytra og er gríðarlega mikil afþreying honum tengd. Önnur afþreying eru söfn og sýningar, Buggy ferðir, jeppaferðir, snjóbílaferðir og svo mætti lengi telja.
Nánari upplýsingar um þetta allt saman er einmitt að finna hér á síðunni.