Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Á Íslandi eru allskonar söfn. Flest þeirra eru nokkuð hefðbundin og má þar nefna bóka- lista- og minjasöfn, önnur eru óhefðbundnari og eru tileinkuð draugum og ýmsu öðru forvitnilegu.

Sjóminjasafnið Hafnleysa
Sjóminjasafnið Hafnleysa Sjóminjasafnið Hafnleysa segir sögu sjósóknar í Vík, sem er eina sjávarþorp landsins þar sem aldrei hefur verið höfn.   Skipakirkjugarður Evrópu Sýningin hefst á sögu skipsstranda, en vitað er um hundrað og tólf skipsströnd sem urðu hér við strendur árin 1898 til 1982. Við strendur Vestur-Skaftafellsýslu liggja líklega hundruð skipa grafin og hefur strandlengjan löngum verið kölluð skipakirkjugarður Evrópu.   Verslun og útræði í Vík Stuttlega er farið yfir upphaf verslunar í Vík og til sýnis eru verslunarinnréttingar úr verslun Halldórs Jónssonar kaupmanns ásamt ýmsum munum frá fyrri hluta síðustu aldar. Þá geta gestir skoðað líkön af hinum einkennandi sandabátum sem notaðir voru til veiða og uppskipunar við sendnar strendur Suðurlandsins. Börn geta klætt sigupp í sjóklæði (stílfærð með nútíma textílefnum) og sett sig í hlutverk sjómanna fyrri alda.   Skaftfellingur VE33 Það fer ekki fram hjá neinum sem kíkir inn að aðal djásn safnsins er hið rúmlega 100 ára gamla fraktskip kaftfellingur. Skipið á glæsta og forvitnilega sögu sem rakin er á sýningunni. Hér gefur einnig að líta kafla úr heimildamyndinni í Jöklanna Skjóli frá miðri síðustu öld þar sem Skaftfellingur kemur við sögu; ásamt upptökum af hinstu heimför skipsins árið 2001. Krakkar geta spreytt sig á því hvað hinir ólíku hlutar skipsins heita; skoðað vélarhluta skipsins og æft sig í að búa til pappírsbáta af ýmsum gerðum.    Sumarið 2023 málaði listamaðurinn Macjie Lenda fallegt vegglistaverk á safnhúsið til að heiðra allt það frábæra fólk sem kom saman í byrjun 20. aldar og lagði grunninn að Víkurþorpi. Aðgangseyrir:Fullorðnir: 500 kr.Unglingar 12-16 ára: 200 kr.Frítt fyrir börn yngri en 12 áraFrítt fyrir eldri borgara20% afsláttur fyrir hópa (8 manns eða fleiri) Við bjóðum upp á skemmtilegt fræðsluefni fyrir leikskólabörnog yngstu bekki grunnskóla. Áhugasamir hafi samband við kotlusetur@vik.is. Sjákynningarmyndband.
LAVA centre
LAVA – Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöð Íslands er allsherjar afþreyingar- og upplifunarmiðstöð sem helguð er þeim gríðarlegu náttúruöflum sem hófu að skapa Ísland fyrir nærri 20 milljón árum síðan og eru enn að. LAVA centre gefur þér ekki aðeins kost á að upplifa þessi náttúruöfl með gagnvirkum og lifandi hætti heldur tengir þig einnig við náttúruna sem við þér blasir; Heklu, Tindfjöll, Kötlu, Eyjafjallajökul og Vestmannaeyjar. LAVA er “glugginn” inn í  jarðvanginn, Katla Geopark, ásamt því að vera alhliða upplýsinga, sölu- og þjónustumiðstöð fyrir ferðamenn. LAVA kemur einnig á framfæri, með beinum hætti, upplýsingum um jarðhræringar, eldgos og aðrar náttúruhamfarir í samvinnu við Almannavarnir, Veðurstofu Íslands og lögreglu. LAVA er kjörinn viðkomustaður fyrir alla sem hafa áhuga á að læra meira um jarðfræði Íslands, sjá og finna fyrir kraftinum sem liggur undir landinu. Lifandi og skemmtileg upplifun fyrir alla fjölskylduna! Aðgangsverð fyrir sýningu, 12 mínútna kvikmynd og útsýnispall er 3590 kr og fjölskyldu pakki er á 8975 kr (fullorðnir + 1 barn 6-15 ára greiða, aðrir 15 ára og yngri fá frítt). Allar upplýsingar um verð má finna á heimasíðunni www.lavacentre.is og þar er einnig hægt að kaupa miða fyrirfram. Einnig er auðvelt og fljótlegt að kaupa miða við innganginn. 
Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun
Jarðhitasýningin Jarðhitasýningin í Hellisheiðarvirkjun veitir innsýn í virkjun og nýtingu jarðvarma á Íslandi. Á sýningunni er jarðfræði, tækni og saga sett fram á aðgengilegan og skýran hátt með myndum og margmiðlunartækni. Hellisheiðavirkjun er stærsta jarðvarmavirkjun landsins, og meðal 10 stærstu á heimsvísu, þar sem framleidd eru um 303MW af rafmagni og um 200MW af heitu vatni.Starfsfólk sýningarinnar búa yfir breiðri þekkingu um jarðfræði, jarðhita, framleiðsluna á svæðinu og nýtingu auðlindastrauma sem nýtast meðal annars til fyrirtækja innan Jarðhitagarðs ON eins og Carbfix, Climeworks, VAXA technologies og GeoSilica. Opnunartími Sýningin er opin alla daga fyrir utan Jóladag og Nýársdag1. nóv - 31. mars kl. 09:00-16:00 1. apríl - 31. okt kl 09.00 - 17.00Hópabókanir (10 og fleiri), Carbfix túrar og almennar fyrirspurnnir sendist á syning@or.is eða hringja í síma 591-2880.  Á heimasíðunni www.jardhitasyning.is er hægt að bóka miða fyrir einstaklinga og minni hópa. Gönguleiðir  Á Hengilssvæðinu er flest það sem prýðir íslenska náttúru: áhugavert landslag, hvera- og gígasvæði, fjölbreytt gróðurfar, ár og stöðuvötn. Mikil vinna er lögð í frágang og landgræðslu á röskuðum svæðum vegna framkvæmda við Hellisheiðarvirkjun á líkan hátt og gert var á Nesjavöllum á sínum tíma.  Við bjóðum hópum sem ganga um svæðið velkomna í leiðsögn um Jarðhitasýninguna - https://www.on.is/umhverfid/hengillinn/ 
Þuríðarbúð
Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann og horfna starfshætti. Þuríður var fædd árið 1777, dáin 1863. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður síns en 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Þuríðarbúð var endurhlaðin árið 2001. Þuríðarbúð er opin á öllum tímum og er ókeypis aðgangur.
Fischersetur Selfossi
Í Fischersetrinu er verið að segja sögu skákmeistarans Róbert James Fischer. Auk þess er þarna félagsleg aðstaða fyrir Skákfélag Selfoss og nágrennis og aðra er vilja tefla og skákmót eru haldin. Ennfremur er þarna vísir að bókasafni um skákina, þar sem fólk getur sest niður og aflað sér frekari fróðleiks um skáklistina. Þá eru þarna fyrirlestra og kynningar á efni er tengjast skáklistinni. Í setrinu er verið að sýna muni og myndir sem tengjast skákmeistaranum Bobby Fischer, eins og hann er jafnan nefndur. Aðallega eru þetta munir og myndir tengdir veru skákmeistarans hér á Íslandi og ber þar hæst skákeinvígi aldarinnar í Reykjavík 1972. Ennfremur eru munir og myndir frá síðustu æviárum hans hér á landi eða eftir að hann gerðist íslenskur ríkisborgari. Hér er um að ræða skáksetur sem heldur uppi minningu skákeinvígis aldarinnar, þjónar ferðamönnum sem vilja fræðast meira um Fischer og eflir áhuga og iðkun skáklistarinnar. Heimsmeistarinn hvílir svo í Laugardælakirkjugarði, sem er rétt austan við Selfoss. Opið er frá 13:00-17:00 alla daga vikunnar, frá 1. júní - 22. ágúst, og á öðrum tímum opnað samkvæmt óskum.
Keldur á Rangárvöllum
Torfbærinn á Keldum á Rangárvöllum telst vera elsti torfbær á Íslandi og sá eini sinnar tegundar sem varðveist hefur á Suðurlandi. Auk bæjarhúsa og kirkju eru þar skemmur, smiðja,myllukofi, fjós, hesthús, fjárrétt, jarðgöng o.fl.   Bærinn á Keldum kemur við sögu í nokkrum af þekktustu bókum Íslendinga, m.a. Brennu-Njáls sögu, Sturlunga sögu og Þorláks sögu en fyrsti ábúandi Keldna var landnámsmaðurinn IngjaldurHöskuldsson sem kemur við sögu í Njálu.   Þar var jafnframt eitt af höfuðbólum Oddaverja. Síðasti ábúandinn í gamla bænum var Skúli Guðmundsson, sem bjó þar til dauðadags 1946. Allar götur síðan hefur bærinn verið hluti afhúsasafni Þjóðminjasafns Íslands.  Keldur draga nafn sitt af uppsprettulindum sem koma víða fram undan túninu. Bæjar- og útihúsin eru einstakar menjar um lífið fyrr á öldum.   Kjarni húsanna er frá 19. öld en í þeim má finna eldra timbur sem skorið hefur verið í til skrauts. Á einum stað í skálanum hefur ártalið 1641 verið rist í syllu. Í mörgum bæjarhúsanna er timburgrindin jafnframt með fornu smíðalagi, svonefndu stafverki. Þá er í bæjarhúsunum að finna búshluti úr eigu fyrri ábúenda á Keldum. Úr skálanum liggja einnig jarðgöng niður að læk og hafa þau líklega verið grafin sem undankomuleið á ófriðartímum á 11.-13. öld.   Mikil er saga Keldna og er staðurinn og fornbýlið dýrmætur hluti af þjóðararfi Íslendinga. Náttúran hefur sýnt bæjarstæðinu mildi þótt oft hafi ekki miklu mátt muna að Keldur hyrfu úr tölu byggðra býla, og eftir stæði húsalaus rúst horfin í sand.  Opið er frá klukkan 10-17 alla daga frá 1. júní til 31. ágúst.Hægt er að kaupa miða hér. 
Sagnheimar, byggða- og náttúrugripasafn
Sagnheimar segja einstaka sögu Vestmannaeyja. Má þar einkum nefna: Tyrkjaránið 1627: 16. júlí 1627 læddust þrjú skip upp að austurströnd Heimaeyjar og á land stigu 300 sjóræningjar. Í þrjá daga æddu þeir um eyjuna með hrópum og köllum, hertóku fólk og drápu miskunnarlaust. Af um 500 íbúum höfðu sjóræningjarnir með sér 242 fanga til skips og seldu á þrælamarkaði í Alsír. Saga Tyrkjaránsins er hér sögð í formi teiknimynda. Fyrir yngri kynslóðina:Á safninu er sjóræningjahellir þar sem börn geta klætt sig upp sem sjóræningja og leitað að fjársjóði. Einnig er svokallað snertisafn í boði fyrir börn og fullorðna, þar sem meðhöndla má valda muni safnsins. Vesturfarar: Mormónar eiga sitt sögusvæði á safninu. Fyrstu íslensku mormónatrúboðarnir, Þórarinn Hafliðason í Sjólyst í Vestmannaeyjum og Guðmundur Guðmundsson í Ártúni á Rangárvöllum, störfuðu í Vestmannaeyjum og á árunum 1854-1914 fóru um 200 Eyjamenn til Vesturheims í leit að betri heimi. Þrjú þeirra, Samúel Bjarnason og Margrét Gísladóttir á Kirkjubæ ásamt vinkonu þeirra, Helgu Jónsdótur frá Landeyjum, urðu 1854 fyrstu Vesturfararnir er þau settumst að í Spanish Fork, Utah. Herfylkingin: Eyjamenn geta einir landsmanna státað að því að hafa stofnað sína eigin herfylkingu er Adreas August von Kohl eða kapteinn Kohl sýslumaður kom henni á laggirnar árið 1855. Hættulegasta starf í heimi? Sjómennskan og fiskvinnsla skipa mikilvægasta sessinn í lífi Eyjamanna. Fjallað er um þróun fiskveiða, sjómannslífið, hættur og hetjudáðir, björgunarstörf, vinnslu í landi og verbúðarlíf í máli og myndum í viðbót við muni frá fyrri tíð. Í gamalli talstöð má heyra bæjarbúa segja sögu sjóslysa. Þjóðhátíð: Þjóðhátíðin var fyrst haldin árið 1874 og nær árlega frá aldamótunum 1900. Hún er mikilvægt sameiningartákn Eyjamanna með öllum sínum hefðum og siðum. Á safninu er boðið til sætis í hefðbundnu Þjóðhátíðartjaldi heimamanna. Opnunartími:1. maí - 30. september: Alla daga kl. 10:00-17:00.1. október - 30. apríl: Laugardaga kl. 12:00-15:00 og eftir samkomulagi.
Svavarssafn - Listasafn Svavars Guðnasonar
Svavarssafn er lifandi og framsækið listasafn á Höfn í Hornafirði. Í safninu fer fram fjölbreytt sýningarhald á íslenskri myndlist en sérstök áhersla er lögð á tengsl við heimahagana. Sveitarfélagið Hornafjörður er víðfemt svæði sem einkennist af stórbrotnu landslagi, náttúru og birtu sem á vart sinn líka. Svavarssafn er vettvangur til þess að upplifa umhverfið í listrænu samhengi en löngum hafa íslenskir listamenn sóst eftir því að fanga sjónarspil birtunnar undir jökli. Starfsemi safnsins endurspeglar stöðu þess sem einmenningssafn stofnað til heiðurs Svavari Guðnasyni listmálara (1909-1988). Stofn safnsins var rausnarleg gjöf frá Ástu Eiríksdóttur, ekkju listmannsins, og í dag á safnið rúmlega 500 verk eftir Svavar og fleiri hornfirska listamenn. Að jafnaði eru settar upp þrjár sýningar sem varpa ljósi á verk samtímalistamanna sem og verk úr safneign. Safnið er opið allt árið um kring og er gengið inn um Ráðhúsið. Við bjóðum alla gesti velkomna í safnið og aðgangseyrir er enginn. Vetraropnun1.nóv - 28.feb.Virka daga 09:00-15:00Lokað um helgar Sumaropnun1.mars - 31.oktVirka daga 09:00-17:0015.maí-15.septLaugardaga 13:00-17:00
Sögusafn Sólheima
Sögusafn Sólheima opnaði formlega haustið 2022 í elsta húsi staðarins, Sólheimarhúsi. Það hefur verið innrétt í upprunalegt horf og má þar finna aragrúa fróðleik um sögu staðarins og um Sesselju Hreindísi Sigmundsdóttur stofnenda Sólheima. Heimildarmyndin um Sesselju er þar til áhorfs, hún er um 50 mínútur að lengd. Aðgangseyrir er 1.500 kr, 700 kr fyrir 12-18 ára og frítt fyrir 12 ára og yngri. Einnig er frítt fyrir eldri borgara og fólk með fötlun. Það er enginn almennur opnunartími en hafið samband við sesseljuhus@solheimar.is eða í síma 855-6080 til að semja um opnun fyrirfram, sér í lagi hópar. Verið velkomin!
Konubókastofa
Konubókastofa er fræðslu- og varðveislusafn tileinkað íslenskum kvenrithöfundum og verkum þeirra. Formleg stofnun var í apríl 2013. Markmið Konubókastofu er að halda til haga þeim ritverkum sem íslenskar konur hafa skrifað í gegnum tíðina og kynna höfundana og verk þeirra innanlands sem utan. Hægt er að heimsækja safnið og kynna sér þau verk sem íslenskar konur hafa ritað og komið að útgáfu. Opnunartími: Eftir samkomulagi Facebook síðan okkar
The Cave People
Laugarvatnshellar hafa verið endurgerðir í þeirri mynd sem þeir voru þegar búið var í þeim fyrir um 100 árum síðan. Þar er nú boðið upp á leiðsagðar ferðir þar sem gestir upplifa hvernig síðustu hellisbúar Íslands bjuggu og heyra sögu þeirra.
Icelandic Lava Show
Upplifðu alvöru rennandi hraun í návígi! Ógleymanleg skemmtun! Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal endurskapar aðstæður eldgoss með því að hita hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal fullum af fólki! Hvergi annars staðar í heiminum getur fólk upplifað rauðglóandi hraun í svo miklu návígi með öruggum hætti. Frábær sýning sem samtvinnar á einstaklega eftirminnilegan máta fræðslu, skemmtun og heimsklassa upplifun þar sem efniviðurinn er rennandi hraun! Sannkölluð veisla fyrir skynfærin og ógleymanleg upplifun fyrir unga sem aldna.  Icelandic Lava Show er hugarfóstur hjónanna Júlíusar Inga Jónssonar og Ragnhildar Ágústsdóttur en hugmyndin kviknaði þegar þau fóru upp að gosinu á Fimmvörðuhálsi árið 2010 og sáu hraunfossinn og ótrúlegt samspil hraunsins við ísinn allt um kring. Í lok árs 2015 sagði Júlíus starfi sínu lausu og hafa þau hjónin unnið að því að koma fyrirtækinu á laggirnar æ síðan. Það var svo í september 2018 sem Icelandic Lava Show opnaði dyr sínar fyrir gestum og gangandi og viðtökurnar hafa verið hreint frábærar líkt og sjá má á einkunnasíðum á borð við TripAdvisor og Google Maps. Hér er því um að ræða ungt og efnilegt fjölskyldusprotafyrirtæki sem er vel þess virði að heimsækja. Nánari upplýsingar: Lengd: ca 45-50 mínútur (fer eftir fjölda spurninga og stemmningu í salnum) Aldur: Hentar öllum aldurshópum (en börn þurfa að vera í fylgd fullorðinna) Staður: Víkurbraut 5, Vík í Mýrdal (í gamla Kaupfélagshúsinu) Stund: fastir sýningartímar þar sem það tekur marga klukkutíma að bræða hraun - sjá tímasetningar og hvað er laust á icelandiclavashow.com Mæting: það borgar sig að vera mætt/ur amk. 15 mínútum áður en sýningin hefst Fatnaður: forðist að vera of mikið klædd því það hitnar mjög snögglega þegar rauðglóandi hraunið rennur í sýningarsalinn Tungumál: oftast á ensku (nema ef allir í salnum skilja íslensku) - munum auglýsa séríslenskar sýningar í sumar Hópar: Icelandic Lava Show er frábær skemmtun fyrir hópa og tekur allt að 50 manns í sæti á hverja sýningu. Hægt er aðlaga tíma að hópum. Fyrir tilboð, sendið okkur póst á info@icelandiclavashow.com Lýsing á sýningunni sjálfri Í upphafi er stuttur inngangur þar sem sýningarstjórinn býður alla velkomna og leiðir fólk í allan sannleika um upplifunina, hvað hún felur í sér, hvernig hugmyndin kviknaði og afhverju Vík í Mýrdal varð fyrir valinu (ca 10-12 mínútur) Að innganginum loknum er sýnd stutt fræðslumynd af stað þar sem annars vegar er farið yfir það afhverju Ísland er svona virk eldfjallaeyja með áherslu á eldfjöllin í nágrenni Víkur. Hins vegar er sögð ótrúleg flóttasaga Jóns Gíslasonar, langafa sýningarstjórans og annar stofnanda Icelandic Lava Show, undan Kötlugosinu 1918 og hamfarahlaupinu sem því fylgdi (12 mínútur) Hápunktur sýningarinnar er svo þegar 1100°C heitu hrauninu er hellt inn í sýningarsalinn. Það er ólýsanleg tilfinning að sjá, heyra og finna hraunið renna inn í salinn - sannkölluð veisla fyrir skynfærin! Þegar hraunið rennur inn í rökkvaðan sýningarsalinn er eins og sýningargestir verði vitni að sólarupprás, svo skært er rauðglóandi hraunið. Þá finna gestir lyktina af bráðnu hrauninu þar sem það byrjar að storkna og heyra um leið hvernig það kraumar, bullar og snarkar. Það allra tilkomumesta er þó hitinn sem skellur á sýningargestum. Það er gífurlegur hitinn sem kemur flestum á óvart. Sýningarstjórinn gerir svo alls kyns æfingar með rauðglóandi hraunið sem er heillandi að fylgjast með en um leið ótrúlega upplýsandi (ca 20-25 mínútur) Að sýningu lokinni gefst svo öllum færi á að spyrja spurninga sem sýningarstjórinn reynir að svara eftir bestu getu. (ca 5 mínútur) Allar nánari upplýsingar á icelandiclavashow.com 
Sjóminjasafnið Eyrarbakka
Austast á Kaupmannstúninu er Sjóminjasafnið á Eyrarbakka.  Það var stofnað af Sigurði Guðjónssyni skipsstjóra á Litlu-Háeyri einkum í því skyni að bjarga síðasta áraskipinu sem smíðað var á Eyrarbakka frá eyðileggingu. Áraskipið Farsæll er í dag aðalsafngripur Sjóminjasafnsins á Eyrarbakka en einnig geta gestir fræðst um skipasmiðinn,  mismunandi veiðiaðferðir og margvíslegt annað sem tengdist sjávarútvegi við Suðurströndina fyrr á tímum. Opnunartími:1. maí - 30. september: opið alla daga 11:00-17:00Yfir veturinn er opið eftir samkomulagi. 
Hveragarðurinn
Hverasvæðið í Hveragerði er staðsett inni í miðjum kaupstaðnum og er eitt af merkilegri náttúruperlum Suðurlands. Hveragerði er í austurjaðri gosbeltis sem liggur frá Reykjanesi um Þingvelli og norður Langjökul og liggur hverasvæðið þvert á þetta gosbelti.  Á staðnum er móttaka fyrir ferðamenn í skála sem er við Hveramörk, austast á hverasvæðinu. Þar er hægt að afla sér margvíslegra upplýsinga um tilvist jarðhitans, tengsl við örverufræði, jarðfræði, sprungur og eldvirkni. Auk þess er þar útskýrt hvernig nýting jarðhitans fer fram, greint frá dýpi borhola, afli sem úr þeim fæst og hvernig það er nýtt.  Gestir geta upplifað ábatann af lækningaleir á meðan þeir njóta leirbaðs fyrir hendur og fætur á sumrin. Þeir geta einnig fengið sér bita af ljúffengu Hverabrauði sem bakað er við jarðhita og að sjóða sér egg.
Menningarmiðstöð Hornafjarðar
Menningarmiðstöð Hornafjarðar og starfssvæði hennar er Sveitarfélagið Hornafjörður. Stofnunin varð til árið 1990 með sameiningu nokkurra safna. Heiti stofnunarinnar var upphaflega Sýslusafn Austur-Skaftafellssýslu en breyttist árið 2001 í Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Árið 2020 voru atvinnu- og ferðamál sameinuð Menningarmiðstöð Hornafjarðar og því er Menningarmiðstöðin orðin miðstöð menningar- atvinnu-, og ferðamála í sveitarfélaginu. Innan Menningarmiðstöðvarinnar eru starfrækt sex söfn ásamt atvinnu-, ferða- og rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar. Söfnin eru byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka-, héraðsskjala-, náttúrugripa- og sjóminjasafn. Sýningar á vegum safnanna eru mikilvægur þáttur í safnastarfinu, og hér leggjum við áherslu á sérstöðu Hornafjarðar og því samfélagi sem er og var. Í dag er opnar sýningar í bókasafninu, Verbúðinni í Miklagarði og Svavarssafni og er aðgangur að sýningum Menningarmiðstöðvarinnar frír. Menningarmiðstöðin leggur mesta áherslu á miðlun og fræðslu menningararfs Hornafjarðar á sýningum sínum, skrásetningu hans og varðveislu til framtíðar. Nýsköpun og þróun til framtíðar á atvinnustarfsemi og ferðamannaiðnaðinum. Einnig er æ ríkari áhersla lögð á rannsóknarstarf og ekki síst miðlun þess starfs til almennings sem og þátttöku barna og unglinga á þeim vettvangi. Menningarmiðstöð Hornafjarðar stendur einnig fyrir barnastarfi á sumrin, þar sem boðið er upp á styttri ferðir um svæðið þar sem krakkar fá tækifæri til þess að kynnast nærumhverfi sínu á nýjan hátt. Einnig hefur verið lestrarátak á bókasafninu sem kallast sumarlestur þar sem krakkar eru hvattir til þess að lesa yfir sumarmánuðina, svo eru veitt hvatningarverðlaun að hausti. Einnig er á bókasafninu barnahorn og unglingahorn, og hvetjum við foreldra eindregið til þess að koma með börnunum á bókasafnið. Við tökum reglulega á móti skólahópum og kynnum þeim fyrir list og sögum og stuðlum að og erum þátttakendur í ýmsum viðburðum í sveitarfélaginu. Samfélagsmiðlar Menningarmiðstöðvarinnar á facebook eru: Menningarmiðstöð Hornafjarðar Svavarssafn  Opnunartímar eru:Vetraropnun1. okt-31. maíVirka daga 9:00-17:00 Sumaropnun1. júní-31. septVirka daga 9:00-17:00Helgar 13:00-17:00
Hellarnir við Hellu
Upplifið einstakan ævintýraheim í hellaferð um Hellana við Hellu og heyrið söguna sem ekki hefur mátt segja um landnámið fyrir landnám.​ Fræðandi og heillandi afþreying sem hentar öllum aldri og í hvaða veðrum sem er. Hellarnir við Hellu eru staðsettir við þjóðveg 1 í aðeins um klukkutíma akstursfjarlægð frá Reykjavík. Tólf fornir manngerðir hellar hafa fundist í landi Ægissíðu við Hellu og fjórir þeirra hafa nú verið opnaðir. Hellarnir eru friðlýstir og þeir sýndir með leiðsögn. Fjölskyldan á Ægissíðu vinnur að því að byggja upp og varðveita umhverfi og sögu hellanna í samvinnu við nærsamfélagið og Minjastofnun Íslands. Í hellunum má t.d. finna stórmerka krossa, gamlar veggjaristur, myndir, syllur og innhöggvin sæti. Leyndardómur umlykur hellana og öldum saman hefur fólk velt fyrir sér hvort hellarnir séu gerðir af pöpum og hve gamlir þeir séu. 
Þórbergssetur
Í Þórbergssetri er veitingasala,gestamóttaka, salerni og sýningarsalir.   Sýning Þórbergsseturs er fjölbreytt upplifunarsýning er tengist ævi og verkum skáldsins, en einnig sögu íslensku þjóðarinnar. Sjá má breytingar og þjóðlifsmyndir frá frumstæðu bændaþjóðfélagi yfir í bæjarlíf og búsetu í ört vaxandi höfuðborg. Textar úr verkum Þórbergs varða leiðina á fallega hönnuðum ljósaskiltum, en einnig er hægt að fá hljóðleiðsögn með viðbótarefni. Þannig er sýningin sambland af fræðsluefni, safni og sagnaskemmtan og gengið er inn í leikmyndir þar sem reynt er að ná andblæ liðinna ára og njóta um leið stórbrotinna lýsinga meistarans sem leiðsögn um staðinn. Vakin er athygli á að sýningin höfðar einnig mjög vel til barna og unglinga. Hópar eða fjölskyldur geta bókað leiðsögn um Þórbergssetur þar sem heimamenn fræða gesti um lífið í Suðursveit  og hverning sögusvið bóka Þórbergs opnar sýn inn í horfna veröld liðins tíma. Arkitekt að húsinu er Sveinn Ívarsson og hönnuður sýningar Jón Þórisson. Opið er allt árið,  en í sumar verður opnunartími á sýninguna frá klukkan 10 á morgnana til  klukkan 6 á kvöldin. Veitingahús Þórbergsseturs er opið fyrir almenning frá klukkan 10 - 8 í sumar. Í boði eru ýmsir þjóðlegir réttir úr heimabyggð, kjötsúpa, heimabakað brauð, samlokur, bleikjuréttir og Halalamb. Kvöldmatur er framreiddur frá klukkan 6 til 8 á kvöldin 
Eldheimar
ELDHEIMAR er gosminjasýning. Sýningin miðlar fróðleik um eldgosið í Vestmannaeyjum árið 1973, sem án efa telst til stærstu náttúruhamfara Íslandssögunnar. Skyggnst er inn í mannlífið og umhverfið í Vestmannaeyjum fyrir gos og hvernig náttúruhamfarirnar 1973 gripu inn í samfélagið og líf fólksins. Nær allir íbúar Heimaeyjar urðu að yfirgefa heimili sín í skyndi og flýja eyjuna. Margir sáu húsin sín, sem og megnið af eigum sínum aldrei aftur. Gosið hófst aðfararnótt 23. janúar 1973 á Heimaey, einu byggðu eyjunni í Vestmannaeyjaklasanum. Það stóð yfir í rúmlega 5 mánuði. Hraun og aska eyðilögðu þriðjung byggðarinnar í Eyjum, eða tæplega 400 hús og byggingar. Meðan gosið stóð yfir var mikil óvissa um það hvort nokkurn tímann yrði aftur mannabyggð á eyjunni.
Húsið á Eyrarbakka - Byggðasafn Árnesinga
Byggðasafn Árnesinga er með sýningar sínar í Húsinu á Eyrarbakka, Eggjaskúrnum og Kirkjubæ. Fjölbreytt, fjölskylduvænt og fróðlegt safn um menningu og mannlíf í Árnessýslu með áherslu á líf og aðbúnað verslunarstéttarinnar á 18. og 19. öld.  Opnunartími:Opið alla daga í sumar kl. 10 til 17.
Rjómabúið á Baugstöðum
Rjómabúið á Baugsstöðum tók til starfa árið 1905 og var starfrækt til 1952. Það framleiddi smjör og osta til útflutnings. Rjómabúið hefur varðveist með öllum upprunalegum tækjum og tólum og er opið laugardaga og sunnudaga í júlí og ágúst og eftir samkomulagi. Upplýsingar í síma 483-1082.
Byggðasafnið í Skógum
Skógasafn er eitt elsta byggðasafn landsins en safnið var fyrst opnað almenningi árið 1949. Safnkosturinn samanstendur núna af meira en 18 þúsund munum að mestu frá Rangárvalla- og Vestur-Skaftafellssýslu. Safnið er sérstaklega þekkt fyrir Þórð Tómasson, sem var safnvörður til fjölda ára og bar ábyrgð á mestri söfnuninni. Skógasafn fagnaði 70 ára afmæli árið 2019 og í tilefni þess var sett upp ný sýning um sögu safnsins. Skógasafn skiptist í raun í þrjú söfn: byggðasafn, húsasafn og samgöngusafn. Byggðasafnið er elsti hlutinn og sýningarhúsnæðið er á þremur hæðum. Þar má finna sjósóknardeild, landbúnaðardeild, náttúrugripadeild, vefnað, forn handrit og bækur, þar á meðal eintak af Guðbrandsbiblíu frá 1584, ásamt munum frá Víkingaöld. Í húsasafninu má þar finna góða fulltrúa fyrir húsagerð fyrr á öldum. Á neðri hluta sýningarsvæðisins setur torfbærinn mikinn svip á sýningarsvæðið. Þar eru saman komin fjós, skemma, baðstofa, hlóðaeldhús, búr og stofa. Á efri hluta sýningarsvæðisins er að finna skólabyggingu sem er dæmigerð fyrir sveitaskóla í upphafi 20. aldar. Einnig er þar kirkja og fjósbaðstofa ásamt skemmu. Efst er elsta íbúðarhús úr timbri á safnsvæðinu, byggt í Holti á Síðu 1878. Í Samgöngusafninu er rakin saga samgangna og tækniþróunar á Íslandi á 19. og 20. öld. Þar má meðal annars kynnast þróun samgangna frá hestum til bíla, sögu símans á Íslandi, upphaf rafmagnsnotkunar ásamt póstsamgöngum fyrr á tímum. Þar er einnig til sýnis bílar frá upphafi bílaaldar, vegminjar frá Vegagerðinni, fjarskiptasafn Sigurðar Harðarsonar og sýning Landsbjargar um björgunarsveitirnar í landinu ásamt mörgu öðru.  Samstarfsaðilar eru: Vegagerð ríkisins, Íslandspóstur, Síminn, Míla, Rarik, Landsbjörg og Þjóðminjasafnið. Í Samgöngusafninu er einnig að finna minjagripaverslun og kaffiteríu. Þið finnið okkur á Facebook hér.Þið finnið okkur á Instagram hér
Listasafn Árnesinga
Gæðastundir á gefandi stað! Litríkt merkið endurspeglar fjölbreytta starfsemi safnsins. Í fjórum rúmgóðum sýningarsölum er settar upp vandaðar sýningar, innlendar og erlendar, sem endurspegla menningararfleifð okkar og mótun hennar í dag. Hverri sýningu er fylgt úr hlaði með sýningarskrá, upplýsingum og fræðslu- og afþreyingardagskrá. Í safninu má einnig finna notalegt kaffihús og safnbúð með vörum úr heimabyggð og skemmtilegt afþreyingarefni tengt sýningum safnsins hverju sinni. Það er frítt inn og næg bílastæði. Safnið er í eigu sveitarfélaganna átta í Árnessýslu og er viðurkennt af Safnaráði Íslands. Listasafn Árnesinga á Facebook Opnunartími: maí - ágúst – alla daga: 12:00-17:00september - apríl – alla daga nema mánudaga 12:00-17:00

Aðrir (8)

Þjóðveldisbærinn á Stöng Þjórsárdalur 801 Selfoss 847-8723
Íslenski bærinn Asutur-Meðalholt 803 Selfoss 694-8108
Tré og List Forsæti 5 803 Selfoss 894-4835
Skjálftinn 2008 Breiðumörk 21 810 Hveragerði 483 4601
Strandarkirkja Selvogur 815 Þorlákshöfn 892-7954
Veiðisafnið Eyrarbraut 49 825 Stokkseyri 4831558
Samansafnið Sólheimar 846 Flúðir 865-8761
Safnahús Vestmannaeyja Ráðhúsatröð 900 Vestmannaeyjar 488-2040