Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fjölskyldu- og skemmtigarðar

Víða um land eru skemmtigarðar, bæði innan húss og utan, þar sem fjölskyldan getur skemmt sér saman.

Dýragarðar og opinn landbúnaður

Fyrir fjölskyldufólk eru húsdýragarðar skemmtilegur valkostur. Annar valkostur er að heimsækja bóndbæ sem býður gestum að fylgjast með dýrunum á bænum og jafnvel gefa þeim og klappa. Slíkar heimsóknir eru ekki síst vinsælar hjá yngstu kynslóðinni.  

Paintball og lasertag

Þegar skipuleggja á gæsun, steggjun eða hópeflisferðir er vinsælt að fara í litbolta eða lasertag. Báðir leikir eru nokkurs konar útfærsla af byssuleik og ýmist spilar fólk sem lið eða einstaklingar. Keppnin getur orðið æsispennandi og vakið upp keppnisskapið í ólíklegasta fólki.

Námskeið

Fyrir áhugafólk um matargerð eða þá sem ekki kunna að elda, er tilvalið að skella sér á matreiðslunámskeið. Fjölbreytt úrval slíkra námskeiða er að finna víða um land.