Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ferðatillögur

Hér má finna nokkrar tillögur að ferðum um Suðurland. Hægt er að nýta þær sem heild eða jafnvel einstaka þætti úr þeim. Ef þú vilt sérsniðna ferð sem hentar þínum þörfum og áhuga þá er hægt að leita til einhverra af fjölmörgum ferðaskrifstofum eða söluaðilum dagsferða á svæðinu.

Fjölskylduferðir
Á Suðurlandi ætti öll fjölskyldan að geta fundið eitthvað við sitt hæfi að gera hvort sem það er í dagsferð eða ef dvalið er til lengri tíma á svæðinu. Hér eru nokkrar hugmyndir um hvað fjölskyldan getur gert saman.
Ævintýraferðir
Fjölmörg tækifæri eru um allt Suðurland til að upplifa ævintýri, hvort sem um ræðir dagsferð eða lengri ferðir. Á Suðurlandi er fjölbreytt afþreying í boði eins og hellaferðir, fjórhjólaferðir, rib bátaferðir, kajak, zipline, hestaferðir, köfun, hjólaferðir, jeppaferðir, íshellaferðir, snjósleðaferðir, gönguferðir með leiðsögn, fuglaskoðun, skoðunarferðir á margvísleg söfn, heimsókn í húsdýragarða og margt fleira. Hér má finna hugmyndir að margvíslegum ævintýrum.
Sæluferðir
Ef þú vilt njóta matar, menningar og dekurs þá er Suðurland staðurinn en fjölmargt er í boði fyrir hjóna-, vina- og vinkonufríið hvort sem um er að ræða dagsferð eða ef dvalið er til lengri tíma. Fjölbreyttir gisti-  og afþreyingarmöguleikar eru í boði fyrir hópinn þinn eða bara fyrir rómantíska ferð fyrir ykkur makann. Hér er hægt að skoða ýmsar hugmyndir að sæluferðum á Suðurland.
Ferðaskrifstofur
Það getur verið gagnlegt að heimsækja ferðaskrifstofu annað hvort á netinu eða utan, við skipulagningu ferðar, hvort sem ætlunin er að bóka hópferð eða ferðast á eigin vegum.
Ferðasali dagsferða
Þegar ferðast er um Ísland er gott að skoða þá fjölbreytni af dagsferðum sem er í boði. Sjáðu hér hvað heimamenn er að bjóða til að gera heimsókn þína sem eftirminnilegasta.