Fara í efni

Fjölmörg tækifæri eru um allt Suðurland til að upplifa ævintýri, hvort sem um ræðir dagsferð eða lengri ferðir. Á Suðurlandi er fjölbreytt afþreying í boði eins og hellaferðir, fjórhjólaferðir, rib bátaferðir, kajak, zipline, hestaferðir, köfun, hjólaferðir, jeppaferðir, íshellaferðir, snjósleðaferðir, gönguferðir með leiðsögn, fuglaskoðun, skoðunarferðir á margvísleg söfn, heimsókn í húsdýragarða og margt fleira.

Hér má finna hugmyndir að margvíslegum ævintýrum.

Ævintýraferð í Hveragerði
Blómabærinn Hveragerði og næsta nágrenni er fallegur staður með stórkostlegu landslagi. Hveragerði dreifist yfir 5.000 ára gamalt hraun og er bærinn staðsettur á virku eldfjallasvæði. Jarðskjálftar eru tíðir þökk sé jarðfleka hreyfingum á svæðinu. Þann 29. maí 2008, varð jarðskjálfti að stærð 6,3 á Richterskvarðanum í bænum og nýtt jarðhitasvæði varð til í fjallshlíðinni. Bærinn er frægur fyrir hveri, í og við bæinn. Allt árið má sjá gufustólpa frá þeim fjölmörgu hverum sem rísa upp úr jörðu. Á sumrin er bærinn sannarlega grænt samfélag og gnægð af blómum og trjám. Hveragerði býður upp á margvíslega afþreyingu fyrir alla aldurshópa, enda fjöldinn allur af fyrirtækjum, félagasamtökum og stofnununum sem tengjast þjónustu á einn eða annan hátt. Staðsetning bæjarins innan um ósnortna náttúru steinsnar frá höfuðborginni er vel til þess fallin að sækja staðinn heim og stunda útivist og heilsueflingu, verslun að einhverju tagi eða bara taka því rólega í fallegu og afslöppuðu umhverfi. Á sumrin er óvíða í bæjum landsins jafn fjölskrúðugur gróður og í Hveragerði, á veturna skarta garðyrkjustöðvarnar sínu fegursta, með geislandi fölgulri birtu sem ber við himinn. Fjölmörg söguskilti hafa verið sett upp víðs vegar um Hveragerði og gera þau grein fyrir sögu og menningu byggðarlagsins. Gestir okkar eru hvattir til að ganga á milli söguskilta og fá þannig glögga mynd af sérstakri sögu Hveragerðis. Gisting: á hótelum og gistihúsum bæjarins og tjaldsvæðið.  Afþreying: Ýmiskonar afþreying í nágrenni bæjarins, ” klukkutíma fjarlægð” sem þessir hópar geta nýtt sér ef gist er í Hveragerði.  Sundlaugin Laugarskarði og á Hótelinu ef gist er þar.  Hjólaferðir um bæinn og um Reykjardalinn, leiðsögn um bæinn og ratleikir  með afþreyingarfyrirtæki bæjarins.  Stuttar og langar gönguferðir í og um Hveragerði m.a. uppá Hamarinn, Hengilsvæðið, uppí Kamba svo fátt eitt sé nefnt. Einnig eru einstakar gönguleiðir í og við bæinn, falleg gönguferð í fjallshliðinni að nýja hverasvæðinu. Lengri gönguferð að heitu ánni í Reykjadal er einnig möguleg allt árið um kring. Hveragarðurinn, leiðsögn og öll afþreying sem þar er boðið uppá.  Blakvöllur við sundlaugina og hægt að leigja aðstöðu í íþróttahúsi bæjarins.   Jóga og zumba í boði ásamt fyrirlestrum um næringu og annað tengt heilsu og vellíðan.  Gólfvöllurinn í Gufudal.  Tónleikar í Skyrgerðinni og árleg bjórhátíð sem haldin er í október.  9 holu golfvöllur Ærslabelgur Fótboltavöllur Matur: Fjölbreytt matarmenning hefur sprottið upp í Hveragerði þar sem gufan leikur oft lykilhlutverk í matargerðinni. Almar Bakari Matkráin Hver veitingastaður Skyrgerðin Reykr Ölverk Pizza og brugghús Menning og List Í Listasafni Árnesinga eru margar áhugaverðar og hvetjandi vinnustofur og sýningar eru haldnar allt árið. Einnig er til staðar handverkverslun í verslunarmiðstöðinni þar sem listamenn á staðnum selja verk sín. Listasafn Árnesinga Hveragarðurinn Listigarðurinn Smágarðarnir Sund og baðsvæði Sundlaugin Laugaskarði – Frábær útisundlaug á skjólgóðum stað. Sundlaugin Heilsustofnun HNLFÍ Reykjadalsá – Einnar klukkustundarganga uppí heitu ánna í Reykjadal á Hengilssvæðinu.  Hveragerði
Ævintýraferð í Uppsveitum
Hreyfing og vellíðan Uppsveitirnar eru þátttakendur í verkefninu heilsueflandi samfélag og geta gestir notið góðs af.  Fjölbreyttir möguleikar eru til staðar með áherslu á útivist, hreyfingu, hollustu, heilsueflingu, gleði og vellíðan.  Auðvelt er að finna útivistar- og íþróttasvæði ásamt afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Uppsveitirnar eru heitt svæði og jarðhitinn hefur leitt af sér baðmenningu og öfluga garðyrkju. Uppsveitirnar eru mikil matarkista og víða er hægt að versla hollt og gott úr sveitinni beint frá býli. Göngu- og hjólaleiðir, skokkabrautir, ratleikir, fjallgöngur, sund, pottar, gufa, golf, fótboltagolf, íþrótta- og leikvellir, strandblak og frisbígolf. Útivist, siglingar, köfun, hestaferðir, sleðaferðir.  Flott hótel og veitingastaðir með sérstöðu og Víða eru heitir pottar á gististöðum. Útivist / Gönguferðir/stígar Á Þingvöllum er skipulögð dagskrá á sumrin, gönguferðir www.thingvellir.is Skipulagðar gönguferðir í Hrunamannhreppi á sumrin www.sveitir.is Veiðileyfi er víða hægt að fá og renna fyrir lax eða silung í ám og vötnum. Gönguleiðir í skógum:  Í Þrastaskógi, Haukadalsskógi, Laugarvatni og í Þjórsárdal eru merktir göngustígar. Á Laugarvatni og í Haukadal eru bálhús og hreinlætisaðstaða. Í nágrenni Laugarvatns og nágrenni Flúða eru merktar gönguleiðir.  Fjöll og fell til fjallgöngu fyrir alla fjölskylduna. Kort og leiðir að finna á www.sveitir.is HestarVíða er hægt að fara í lengri eða skemmri hestaferðir. Sund - GufaSundlaugin Flúðum, Laugarvatni, Úthlíð, Reykholti, Borg, Hraunborgum, Neslaug Árnesi, Skeiðalaug Brautarholti, Laugarvatn Fontana www.fontana.is, Gamla laugin/Secret lagoon náttúrulaug  Hvammi Flúðum www.secretlagoon.is Fótboltagolf Fótboltagolf nálægt Flúðum, Markavöllur  https://www.facebook.com/fotboltagolf/ Leikvellir Lækjargarðurinn á Flúðum, ærslabelgur og frisbígolf Íþrótta- og leikvellir í öllum byggðakjörnum. Strandblak á Flúðum og Laugarvatni. Golf Fjölmargir góðir golfvellir eru á svæðinu og golfskálar sem selja veitingar. Efra-Sel Flúðum, Kiðjaberg, Öndverðanes, Hraunborgir, Geysir Haukadal, Úthlíð, Dalbúi Miðdal. Önnur afþreying Laugarvatn Adventure fjölbreytt afþreying og óvissuferðir fyrir hópa www.caving.is Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni fjölbreytt afþreying  www.ulfljotsvatn.is Ferðir á Langjökul www.mountaineers.is Adrenalíngarðurinn á Nesjavöllum www.adrenalin.is Siglingar á Hvítá www.adventures.is Matur Fjölbreyttir veitingastaðir af öllum gerðum, hver með sína sérstöðu, eitthvað fyrir alla.  Uppsveitirnar eru sannkölluð matarkista og víða er hægt að kaupa grænmeti og alls kyns framleiðslu beint frá býli. www.sveitir.is www.south.is Matarupplifun Friðheimar tekið á móti hópum og einstaklingum í  “Matarupplifun í gróðurhúsi” alla dagaFræðsla og veitingar www.fridheimar.is                  Efsti-Dalur ferðamannafjós þar sem fylgjast má með mjöltum, ís- og ostagerð ásamt því að borða veitingar beint frá býli á veitingastað og í ísbúð. www.efstidalur.is Farmers Bistro Flúðasveppir,  veitingastaður og fræðsla um svepparækt www.farmersbistro.is Beint frá býli Litla Melabúðin Flúðum, Garðyrkjustöðin Melar,  opið allt árið fjölbreyttar vörur beint frá býli https://www.facebook.com/litlamelabudin/ Hólabúðin Laugardalshólum, kjöt, grænmeti og fleiri vörur. https://www.facebook.com/Laugardalsh%C3%B3lar-107134037319278/ Silfurtún Flúðum, jarðarber og grænmeti, Silfurber https://www.facebook.com/Silfurtun/ Garðyrkjubýlið Friðheimar, “Litla tómatbúðin” grænmeti og fleiri vörur  www.fridheimar.is Garðyrkjustöðin Ártangi plöntur, krydd og fleiri vörur  www.artangi.is  Garðyrkjustöðin Kvistar,  jarðarber og hindber www.kvistar.is Garðyrkjustöðin Brúará Böðmóðsstöðum, grænmeti. Garðyrkjustöðin Akur Laugarási grænmeti lífrænt ræktað Garðyrkjustöðin Heiðmörk Laugarási, grænmeti Áhugaverðir staðir Þingvellir, Gullfoss, Geysir, Kerið, Laugarvatn, Skálholt, Brúarhlöð, Þrastaskógur, Haukadalsskógur, Þjórsárdalsskógur, Þjórsárdalur, Þjóðveldisbærinn,  Hjálparfoss, Stöng, Gjáin, Háifoss. Byggðakjarnar. Byggðakjarnar í Uppsveitunum Við hvetjum fólk til að dvelja um kyrrt í uppsveitum og njóta.  Fjölbreytt þjónusta er í byggðakjörnu og sveitunum í kring og hægt að fara í margs konar upplifun og dagsferðir á svæðinu. Borg Tjaldsvæði, sundlaug, leiksvæði, verslun, miðsvæðis og stutt í allar áttir og fjölbreytta afþreyingu t.d.golfvelli. Flúðir Tjaldsvæði, sundlaug, Gamla laugin, verslanir, veitingahús,  matvæli beint frá býli, sýningar skipulagðar gönguferðir, hestaleiga í nágrenni, golfvöllur, fótboltagolf,  leikaðstaða, frisbígolf, ærlsabelgur, Reykholt Tjaldsvæði, gististaðir, sundlaug, leiksvæði, íþróttavöllur, verslun, veitingastaðir Mika, Friðheimar matarupplifun. Laugarás Dýragarðurinn í Slakka og gististaðir Laugarvatn Tjaldsvæði, gististaðir, verslun, gallerí, veitingastaðir, vatnið, gönguleiðir, skógurinn, eldaskáli, skammt frá er Efstidalur ferðamannafjós ís og veitingar Brautarholt Tjaldsvæði, gisting, leikaðstaða. Vorsabær heimsókn á sveitabæ. Árnes Fallegt gróið tjaldsvæði, sundlaug, verslun, veitingar, Þjórsárstofa hestaferðir í nágrenninu, stutt í útivistarperluna Þjórsárdal Sólheimar Grímsnesi Listhús og menningardagskrá. Gisting og veitingar. Þjórsárdalur Einstök náttúruperla þar sem hægt er að stoppa á stökum stöðum eða ganga milli staða. Gjáin, Háifoss, Þjórsárdalsskógur, Hjálparfoss, tjaldsvæði á Sandártungu, gisting og hestaferðir Þjóðveldisbærinn og Stöng.  Gönguleiðir.   HaukadalsskógurGöngustígar og stígar fyrir fatlaða Grafningur Frá Þingvöllum má velja fleiri en eina leið áfram t.d. um Grafninginn sem er falleg leið. Gönguleiðir á Hengilssvæðinu og dýragarður á Stóra-Hálsi Úlfljótsvatn Tjaldsvæði, gisting, leiksvæði, vatn, veiði, bátar Skálholt sögustaður, gönguleiðir, þjónusta Þingvellir, Gullfoss, Geysir fjölbreytt þjónusta Gisting Tjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálar. www.sveitir.is www.south.is Uppsveitirnar eru kjörinn áfangastaður fyrir þá sem huga að heilsu og vellíðan.  Gistimöguleikar eru af öllum gerðum. Fjölmargir góðir veitingastaðir og er hver og einn þeirra með sína sérstöðu.  Áhersla er lögð á hollt og gott hráefni úr nærumhverfi. Velkomin í Uppsveitir Árnessýslu og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða.  Allar nánari upplýsingar má finna á www.sveitir.is og www.south.is Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega.
Ævintýraferð í Rangárþing ytra
Rangárþing ytra bíður upp á fjölmörg tækifæri til hreyfingar og vellíðunar og hægt að upplifa margt víða um svæðið. Gisting: Hótel, gistiheimili, sumarbústaðir, veiðihús og á tjaldsvæði.  Afþreying: Sundlaugin á Hellu og á Laugalandi, frisbígolf, hestaferðir, golf, buggy ferðir, hellaskoðun, gönguferðir á hálendingu (Laugavegurinn og Hellismannaleið sem dæmi).   Áhugaverðir staðir: Hekla, Landmannalaugar, Landmannahellir, Þjófafoss, Fossabrekkur, Ægissíðufoss og ýmsir hellar. Matur: Veitingastaðir, bakarí, skyndibitamatur í sjoppunni. Ferskt kjöt og fiskur á grillið fyrir sumarbústaðinn eða útileguna. Endilega kynntu þér Rangárþing ytra enn betur og skoðaðu hvaða ævintýri svæðið hefur upp á að bjóða:  Hella og nágrenni
Ævintýraferð í Mýrdalshrepp
Mýrdalshreppur er sannkallaður leikvöllur útivistarfólksins. Vinsælt er að ganga á Reynisfjall, Höttu, Hjörleifshöfða og í Þakgili. Hjólaleið um Reynisfjall er flestu hraustu fólki fær en einnig má finna úrval tæknilegri fjallahjólaleiða á svæðinu. Golfvöllurinn er í göngufæri frá bæði hótelum og tjaldsvæði og er náttúran þar engu lík. Einnig er úrval af æsispennandi afþreyingarmöguleikum í boði, svo sem jöklaferðir, zip-line, svifængjaflug og hestaferðir í Víkurfjöru. Gisting: Tjaldsvæði í Vík Tjaldsvæði í Þakgili Fjölbreytt gistiheimili Sveitagisting Hótel Afþreying: Hestaferðir í fjörunni Zipline Jöklaferðir Jeppaferðir Gönguferðir og leiðir Hjólaferðir og leiðir Svifvængjaflug Sundlaug Golfvöllur Áhugaverðir staðir: Sólheimajökull Flugvélarflakið á Sólheimasandi Dyrhólaey Reynisfjara Víkurfjara Víkurþorp Hjörleifshöfði Þakgil Ýmsar gönguleiðir Matur: Svarta fjaran veitingahús við Reynisfjöru Suður-Vík veitingahús Halldórskaffi Smiðjan brugghús Súpufélagið Víkurskáli Ströndin bar & bistro Ice-cave veitingahús Lava-café kaffihús Útivistarparadísin Mýrdalshreppur er spennandi kostur hvort sem þú vilt fjör og spennu eða kyrrð í fjallanna faðmi. Kynntu þér Mýrdalshrepp enn betur og skoðaðu hvaða ævintýri svæðið hefur upp á að bjóða: Vík í Mýrdal
Ævintýraferð í Skaftárhrepp
Dreymir þig um að hlaupa einn í víðáttunni þar sem er ekkert manngert, hlusta á fugla og lækjarnið í laut eða hjóla eftir gömlum kindagötum? Í Skaftárhreppi eru margar gönguleiðir þar sem ekki er von á öðru fólki, fáfarnir slóðar á jeppum og fjöldi slóða sem henta vel fyrir hjólafólk. Þeir sem eiga kajak eða bát geta fundið vötn og ár sem henta til siglinga. Gisting: Hótel, gistihús, smáhýsi, tjaldstæði og sumarhús. Fjölbreyttir möguleikar fyrir hópa. Hægt að leigja minni gististaði þar sem hópurinn er einn eða vera á stærri hótelum sem bjóða alla þjónustu. Afþreying: Í Skaftárhreppi eru ótakmarkaðir möguleikar til að ganga í nokkra daga með tjald eða gista í skálum. Þekktar gönguleiðir eru t.d. frá Sveinstindi að Hólaskjóli eða Strút, um Lakasvæðið, um Eldgjársvæðið, inn að Grænalóni í Fljótshverfi, upp með Hólmsá á Álftaversafrétti og m.fl.  Það er boðið upp á reiðhjólaferðir og gönguferðir með leiðsögn í allt sumar.  Skaftárhreppur er draumastaður fyrir hlaupara. Margir gamlir slóðar bjóða upp á langar hlaupaleiðir þar sem hlauparinn er einn með sjálfum sér tímunum saman.  Á Kirkjubæjarklaustri er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs og þar er hægt að kaupa kort, bæklinga og bækur og til að finna góðar leiðir.  Á Klaustri er, sundlaug með tveimur heitum pottum, líkamsrækt og þar er líka íþróttasalur til leigu. Áhugaverðir staðir:  Hálendið er heillandi fyrir þá sem vilja hreyfa sig og njóta náttúrunnar á sama tíma. Náttúruperlurnar Eldgjá, Langisjór, Laki, Mælifellssandur eru á hálendinu, fjörurnar eru ævintýri og þar er gaman að skokka eða fara í strandblak. Staðir sem allir verða að þekkja eru Fjaðrárgljúfur, Dverghamrar, Eldhraunið, Laufskálavörður, Kirkjugólfið á Kirkjubæjarklaustri, Systrafoss, Stjórnarfoss, Systrastapi. Matur: Margir veitingastaðir bjóða upp á grænmetisrétti eða þrírétta máltíðir með öllu tilheyrandi. Nokkrir veitingastaðir bjóða upp á rétti úr heimabyggð t.d.  bleikju, lambakjöt og nautakjöt.   Ef þú ert að leita að stað til að hreyfa þig úti alla daga, sjá eitthvað nýtt á hverjum degi og njóta náttúrunnar, þá er Skaftárhreppur staðurinn. Kirkjubæjarklaustur AÐ VERA OG NJÓTA - EKKI FARA OG ÞJÓTA
Ævintýraferð í Ríki Vatnajökuls
Sama hvort þú kjósir að heimsækja heimilislega líkamsrækt eða hendast upp á næsta fjallstind, þá er ríki Vatnajökuls sannkallaður ævintýraheimur fyrir heilsueflingu og vellíðan. Gisting:  Svæðið býður upp á fjölbreytta flóru hótela og gististaða við rætur Vatnajökuls þar sem kjörið er að láta þreytuna líða úr sér eftir ævintýralegan dag í jökladýrðinni. Einnig eru góð tjaldsvæði með smáhýsum í boði fyrir þá sem það kjósa.   Afþreying: Hvort sem þú tekur með nesti í bílinn og skottast í gönguferð um náttúruperlur svæðisins eða ferð í flotta fjallaferð með þaulreyndum og staðkunnugum heimamönnum, þá er allt í boði hér við rætur Vatnajökuls. Hvernig hljómar fallegur dagur á fjöllum sem endar með mjúkri jógastund og kvöldmáltíð í uppgerðri sveitahlöðu? Eða ertu meira fyrir klettaklifur, kayak og náttúrulaugar? Ekki má gleyma merktu gönguleiðunum við jökulbrúnina…sem eru að sjálfsögðu líka kjörnar fyrir vaska utanvegahlaupara! Ríki Vatnajökuls er sannkallað ævintýraland þegar kemur að hreyfingu og vellíðan. Matur: Hágæðaveitingastaðir sem notast við ferskasta hráefnið með sjávarfang í forgrunni Áhugaverðir staðir: Skaftafell, Ingólfshöfði, Jökulsárlón, Fjallsárlón, Náttúrupottar í Hoffelli, Höfn, Stafafell Endilega kynntu þér Hornafjörðinn enn betur og skoðaðu hvaða ævintýri svæðið hefur upp á að bjóða: Hornafjörður
Ævintýraferð í Rangárþingi eystra
Rangárþing eystra er draumastaður þeirra sem leita sér að ævintýrum og útivist. Vinsælar göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir má finna í sveitarfélaginu og fjölbreyttir möguleikar eru á afþreyingu. Auðvelt er að finna útivistar- og íþróttasvæði þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi. Gisting: Hægt er að finna ýmsa gistimöguleika bæði í dreif- og þéttbýli sem henta vel til að njóta þess besta sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Hótel, gistiheimili, sumarhús, smáhýsi, fjallaskálar og tjaldsvæði. Gistimöguleikar sem geta tekið á móti litlum og stórum hópum. Afþreying: Sundlaugin á Hvolsvelli með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut. 15 stöðva Heilsustígur Frisbígolfvöllur Hestaleigur Kanó siglingar Jeppaferðir, stuttar og langar. Jöklaferðir Gönguleiðir Fimmvörðuháls Þríhyrningur Stóri Dímon Skógarferð í Tumastaða- og Tunguskóg Gönguleiðir Hjólastígar Nestissvæði og leiktæki Fjöruferð á Landeyjarsand Áhugaverðir staðir: Þórsmörk, Skógafoss, Seljalandsfoss, Gljúfrabúi, Gluggafoss, Landeyjasandur, Þorsteinslundur, Nauthúsagil og hinir ýmsu hellar. Matur: Veitinga- og skyndibitastaðir á Hvolsvelli sem og í dreifbýlinu í kring af öllum stærðum og gerðum. Einnig hægt að kaupa ferskt grænmeti, brauð og kjöt beint frá býli í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli. Verið velkomin í Rangárþing eystra og njótið þess að upplifa fallega náttúruna og skemmtilega afþreyingu þar sem ævintýrin birtast á hverju horni. Nánari upplýsingar á www.visithvolsvollur.is og www.south.is Hvolsvöllur og nágrenni