Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Hreyfing og vellíðan

Uppsveitirnar eru þátttakendur í verkefninu heilsueflandi samfélag og geta gestir notið góðs af. 
Fjölbreyttir möguleikar eru til staðar með áherslu á útivist, hreyfingu, hollustu, heilsueflingu, gleði og vellíðan.  Auðvelt er að finna útivistar- og íþróttasvæði ásamt afþreyingu fyrir alla aldurshópa. Uppsveitirnar eru heitt svæði og jarðhitinn hefur leitt af sér baðmenningu og öfluga garðyrkju. Uppsveitirnar eru mikil matarkista og víða er hægt að versla hollt og gott úr sveitinni beint frá býli.

Göngu- og hjólaleiðir, skokkabrautir, ratleikir, fjallgöngur, sund, pottar, gufa, golf, fótboltagolf, íþrótta- og leikvellir, strandblak og frisbígolf. Útivist, siglingar, köfun, hestaferðir, sleðaferðir.  Flott hótel og veitingastaðir með sérstöðu og Víða eru heitir pottar á gististöðum.

Útivist / Gönguferðir/stígar

  • Á  Þingvöllum er skipulögð dagskrá á sumrin, gönguferðir www.thingvellir.is
  • Skipulagðar gönguferðir í Hrunamannhreppi á sumrin www.sveitir.is
  • Veiðileyfi er víða hægt að fá og renna fyrir lax eða silung í ám og vötnum.
  • Gönguleiðir í skógum:  Í Þrastaskógi,  Haukadalsskógi og á  Laugarvatni eru merktir göngustígar. Á Laugarvatni og í Haukadal eru bálhús og hreinlætisaðstaða.
  • Í nágrenni Laugarvatns og nágrenni Flúða eru merktar gönguleiðir. 
  • Fjöll og fell til fjallgöngu fyrir alla fjölskylduna.

Kort og leiðir að finna á www.sveitir.is

Hestar
Víða er hægt að fara í lengri eða skemmri hestaferðir.

Sund - Gufa
Sundlaugin Flúðum, Laugarvatni, Úthlíð, Reykholti, Borg, Hraunborgum, Laugarvatn Fontana www.fontana.is, Gamla laugin/Secret lagoon náttúrulaug Hvammi Flúðum www.secretlagoon.is

Fótboltagolf 
Fótboltagolf nálægt Flúðum, Markavöllur  https://www.facebook.com/fotboltagolf/

Leikvellir
Lækjargarðurinn á Flúðum, ærslabelgur og frisbígolf
Íþrótta- og leikvellir í öllum byggðakjörnum. Strandblak á Flúðum og Laugarvatni.

Golf
Fjölmargir góðir golfvellir eru á svæðinu og golfskálar sem selja veitingar.
Efra-Sel Flúðum, Kiðjaberg, Öndverðanes, Hraunborgir, Geysir Haukadal, Úthlíð,
Dalbúi Miðdal.

Önnur afþreying

Matur
Fjölbreyttir veitingastaðir af öllum gerðum, hver með sína sérstöðu, eitthvað fyrir alla.  Uppsveitirnar eru sannkölluð matarkista og víða er hægt að kaupa grænmeti og alls kyns framleiðslu beint frá býli.
www.sveitir.is
www.south.is

Matarupplifun

Beint frá býli

Áhugaverðir staðir
Þingvellir, Gullfoss, Geysir, Kerið, Laugarvatn, Skálholt, Brúarhlöð, Þrastaskógur, Haukadalsskógur og byggðakjarnar.

Byggðakjarnar í Uppsveitunum
Við hvetjum fólk til að dvelja um kyrrt í uppsveitum og njóta.  Fjölbreytt þjónusta er í byggðakjörnu og sveitunum í kring og hægt að fara í margs konar upplifun og dagsferðir á svæðinu.

Borg
Tjaldsvæði, sundlaug, leiksvæði, verslun, miðsvæðis og stutt í allar áttir og fjölbreytta afþreyingu t.d.golfvelli.

Flúðir
Tjaldsvæði, sundlaug, Gamla laugin, verslanir, veitingahús,  matvæli beint frá býli, sýningar
skipulagðar gönguferðir, hestaleiga í nágrenni, golfvöllur, fótboltagolf,  leikaðstaða, frisbígolf, ærlsabelgur,

Reykholt
Tjaldsvæði, gististaðir, sundlaug, leiksvæði, íþróttavöllur, verslun, veitingastaðir
Mika, Friðheimar matarupplifun.

Laugarás
Dýragarðurinn í Slakka og gististaðir

Laugarvatn
Tjaldsvæði, gististaðir, verslun, gallerí, veitingastaðir, vatnið, gönguleiðir, skógurinn, eldaskáli,
skammt frá er Efstidalur ferðamannafjós ís og veitingar

Sólheimar Grímsnesi
Listhús og menningardagskrá. Gisting og veitingar.
 
Haukadalsskógur
Göngustígar og stígar fyrir fatlaða

Grafningur
Frá Þingvöllum má velja fleiri en eina leið áfram t.d. um Grafninginn sem er falleg leið.
Gönguleiðir á Hengilssvæðinu og dýragarður á Stóra-Hálsi

Úlfljótsvatn
Tjaldsvæði, gisting, leiksvæði, vatn, veiði, bátar

Skálholt sögustaður, gönguleiðir, þjónusta

Þingvellir, Gullfoss, Geysir fjölbreytt þjónusta

Gisting
Tjaldsvæði, hótel, gistiheimili, bændagisting, farfuglaheimili, sumarhús, íbúðir og fjallaskálar.
www.sveitir.is
www.south.is

Uppsveitirnar eru kjörinn áfangastaður fyrir þá sem huga að heilsu og vellíðan.  Gistimöguleikar eru af öllum gerðum. Fjölmargir góðir veitingastaðir og er hver og einn þeirra með sína sérstöðu. 
Áhersla er lögð á hollt og gott hráefni úr nærumhverfi.
Velkomin í Uppsveitir Árnessýslu og njótið þess sem svæðið hefur uppá að bjóða. 

Allar nánari upplýsingar má finna á www.sveitir.is og www.south.is
Við erum tilbúin til að aðstoða við að gera heimsóknina ánægjulega.