LAUGARÁS / Bláskógabyggð
Laugarás er lifandi og fjölbreyttur áfangastaður við baka Hvítár, þar sem náttúra, saga og nútímaþjónusta mætast. Í þorpinu er mikill jarðhiti, sem hefur skapað aðstæður fyrir fjölda gróðurhúsa og einstakt vistkerfi. Nú nýverið opnaði hinn glæsilegi Laugarás Lagoon, nýtt baðlón sem býður upp á afslöppun í fallegu umhverfi. Á sama stað er einnig veitingastaðurinn Ylja, þar sem gestir geta notið vandaðra rétta í hlýlegu umhverfi.
Laugarás státar af fjölbreyttri þjónustu fyrir ferðamenn, þar á meðal Slakka, vinsælum húsdýragarði sem gleður bæði börn og fullorðna.
Í nágrenni Laugaráss eru fjölmargir áhugaverðir staðir. Má þar nefna hið forna biskupssetur Skálholt, einn merkasta sögustað Íslands. Þar sátu biskupar frá árinu 1056 til 1803, og á staðnum er enn starfsemi – þar má finna skóla sem nú er notaður til námskeiðahalds og viðburða.
Stutt er einnig í eina þekktustu laxveiðiá landsins, Iðu, þar sem Stóra-Laxá og Litla-Laxá mætast Hvítá. Einnig er boðið upp á veiði í Brúará, sem dregur nafn sitt af horfnum náttúrulegum steinboga sem lá áður yfir ána og auðveldaði fólki að komast yfir. Sagan segir að bryti í Skálholti hafi brotið bogann niður að undirlagi húsfreyju þar, til að draga úr gestakomum.