BORG / Grímsnes- og Grafningshreppi
Vaxandi byggðakjarni er á Borg í Grímsnesi, þar er fjölþætt þjónusta fyrir heimamenn og ferðamenn, skóli, leikskóli, félagsheimili, verslun, gisting og tjaldsvæði. Á Borg er íþróttasalur og mjög góð sundlaug með gufu, rennibraut, heitum pottum og vaðlaug. Í félagsheimilinu er fjölbreytt menningarstarfsemi og viðburðir.
Borg er í um 70 km fjarlægð frá Reykjavík, vel staðsett miðsvæðis á Gullna hringnum og stutt í þekktar náttúruperlur, fjölbreytta þjónustu og afþreyingu. Kerið, Þingvellir, Laugarvatn, Gullfoss og Geysir.
Adrenalíngarðurinn Nesjavöllum, sýning í Ljósafossstöð. Lítil fjöll til að klífa og gönguleiðir í Þrastaskógi. Sólheimar í Grímsnesi lítið vistvænt þorp er skammt frá.