Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Rangárþing eystra er draumastaður þeirra sem leita sér að ævintýrum og útivist. Vinsælar göngu-, hlaupa- og hjólaleiðir má finna í sveitarfélaginu og fjölbreyttir möguleikar eru á afþreyingu. Auðvelt er að finna útivistar- og íþróttasvæði þar sem allir geta fundið sér eitthvað við hæfi.

Gisting:

Hægt er að finna ýmsa gistimöguleika bæði í dreif- og þéttbýli sem henta vel til að njóta þess besta sem sveitarfélagið hefur upp á að bjóða. Hótel, gistiheimili, sumarhús, smáhýsi, fjallaskálar og tjaldsvæði. Gistimöguleikar sem geta tekið á móti litlum og stórum hópum.

Afþreying:

 • Sundlaugin á Hvolsvelli með heitum pottum, vaðlaug og rennibraut.
 • 15 stöðva Heilsustígur
 • Frisbígolfvöllur
 • Hestaleigur
 • Kanó siglingar
 • Jeppaferðir, stuttar og langar.
 • Jöklaferðir
 • Gönguleiðir
  • Fimmvörðuháls
  • Þríhyrningur
  • Stóri Dímon
 • Skógarferð í Tumastaða- og Tunguskóg
  • Gönguleiðir
  • Hjólastígar
  • Nestissvæði og leiktæki
 • Fjöruferð á Landeyjarsand

Áhugaverðir staðir:

Þórsmörk, Skógafoss, Seljalandsfoss, Gljúfrabúi, Gluggafoss, Landeyjasandur, Þorsteinslundur, Nauthúsagil og hinir ýmsu hellar.

Matur:

Veitinga- og skyndibitastaðir á Hvolsvelli sem og í dreifbýlinu í kring af öllum stærðum og gerðum. Einnig hægt að kaupa ferskt grænmeti, brauð og kjöt beint frá býli í Sveitabúðinni Unu á Hvolsvelli.

Verið velkomin í Rangárþing eystra og njótið þess að upplifa fallega náttúruna og skemmtilega afþreyingu þar sem ævintýrin birtast á hverju horni.

Nánari upplýsingar á www.visithvolsvollur.is og www.south.is

Hvolsvöllur og nágrenni