Rangárþing ytra bíður upp á fjölmörg tækifæri til hreyfingar og vellíðunar og hægt að upplifa margt víða um svæðið.
Gisting: Hótel, gistiheimili, sumarbústaðir, veiðihús og á tjaldsvæði.
Afþreying: Sundlaugin á Hellu og á Laugalandi, frisbígolf, hestaferðir, golf, buggy ferðir, hellaskoðun, gönguferðir á hálendingu (Laugavegurinn og Hellismannaleið sem dæmi).
Áhugaverðir staðir: Hekla, Landmannalaugar, Landmannahellir, Þjófafoss, Fossabrekkur, Ægissíðufoss og ýmsir hellar.
Matur: Veitingastaðir, bakarí, skyndibitamatur í sjoppunni. Ferskt kjöt og fiskur á grillið fyrir sumarbústaðinn eða útileguna.
Endilega kynntu þér Rangárþing ytra enn betur og skoðaðu hvaða ævintýri svæðið hefur upp á að bjóða:
Sundlaugin Hellu
Sundlaugin á Hellu er 25 x 11 metrar og er lögleg sem keppnislaug. Við laugina eru 5 heitir pottar; 1 nuddpottur, 2 heitir pottar og 2 vaðlaugar. Við laugina eru einnig 3 rennibrautir; 2 stórar og 1 lítil. Eimbað er við laugina og sólbaðsaðstaða. Sundlaugin er sambyggð við íþróttahúsið og myndar skemmtilega heild fyrir margvíslegar íþróttagreinar.
View