Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fosshótel Núpar

- Hótel

Fosshótel Núpar er við hringveginn, í miðju eystra Eldhrauni, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp. Mikil náttúrufegurð er í nágrenni hótelsins og örstutt í einstakar náttúruperlur, svo sem Lakagíga, Systrastapa, Dverghamra, Lómagnúp, Núpsstað, Skaftafell og Jökulsárlón.

Á hótelinu er að finna veitingahús sem býður upp á magnað útsýni yfir hraunbreiðurnar. Veitingahúsið tekur allt að 90 gesti í sæti.

Herbergi: Single / Double / Twin / Triple / Aðgengi fyrir hreyfihamlaða
Fjöldi: 99 herbergi

Á Fosshótel Núpum bjóðum við upp á falleg og stílhrein herbergi með öllum þeim þægindum sem fylgja 3 stjörnu hóteli. Að auki fylgir öllum herbergjum lítill sólpallur sem veitir þér aðgengi að stórbrotinni náttúru í kringum hótelið og er tilvalinn fyrir þá sem vilja njóta morgun- eða kvöldsólarinnar.

 Hluti af Íslandshótelum. 

Fosshótel Núpar

Fosshótel Núpar

Fosshótel Núpar er við hringveginn, í miðju eystra Eldhrauni, en þaðan er stórkostlegt útsýni yfir Vatnajökul og Lómagnúp. Mikil náttúrufegurð er í n

Aðrir (1)

Lækjaborgir guesthouse Kálfafell 880 Kirkjubæjarklaustur 8335500