Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Hlynur og Ólöf veittu viðurkenningunni sprota ársins viðtöku og eru hér ásamt Ragnhildi framkvæmdast…

Viðurkenningar fyrir framlag til ferðaþjónustu og sprota ársins 2024

Markaðsstofa Suðurlands hefur veitt fyrirtækjum og einstaklingum viðurkenningar fyrir vel unnin störf í ferðaþjónustu á Suðurlandi árlega allt frá árinu 2014.

Aðalfundur og málþing Markaðsstofu Suðurlands

Síðastliðinn föstudag 19. apríl var aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands haldinn á Hótel Selfossi með tilheyrandi hátíðarhöldum og dagskrá. Sú hefð hefur skapast að í framhaldi af aðalfundi stofunnar er einnig haldið málþing, farið í kynningarferð um það svæði sem fundurinn er haldinn á og svo skemmtir fólk sér saman á árshátíð um kvöldið.

Ekki gleyma að skrá þig á Árshátíð Markaðsstofunnar

Nú fer hver að verða síðastur til að skrá sig á Árshátíð Markaðsstofunnar sem verður haldin þann 19. apríl nk.. Skráningarfrestur er til mánudags 15.apríl.

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands 2024

Aðalfundur Markaðsstofu Suðurlands verður haldinn þann 19. apríl næstkomandi á Hótel Selfossi, klukkan 13:00.
Mynd: Vatnajökulsþjóðgarður

Ný gestastofa á Kirkjubæjarklaustri

Skaftárstofa, ný gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðar var opnuð um helgina á Kirkjubæjarklaustri.

Samtal um aðgerðaáætlun ferðamála til 2030 - fundir á Hvolsvelli og Höfn

Lilja Dögg Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra býður til opinna umræðu- og kynningarfunda um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til 2030. Fundirnir eru haldnir víðs vegar á landinu og má sjá dagskrá hér fyrir neðan.

75 Sunnlensk fyrirtæki á Mannamótum 2024

Ferðakaupstefnan Mannamót Markaðsstofa landshlutanna voru haldin í Kórnum í Kópavogi 18. janúar. Þátttaka fór vonum framar en rúmlega 400 manns frá um 250 fyrirtækjum af landsbyggðinni kynntu þjónustu sína á kaupstefnunni. Ferðaþjónustufyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu höfðu greinilega mikinn áhuga á fjölbreyttu þjónustuframboði landsbyggðarinnar en um 1000 gestir heimsóttu Mannamót þetta árið.

Gleðileg jól

Vinnufundur MAS

Starfsmenn Markaðsstofu Suðurlands héldu á tveggja daga vinnufund á Norðurlandi þar sem markaðsstofur allra landshlutanna stilltu saman strengi sína.
Davíð Ernir Kolbeins

Nýr starfsmaður Markaðsstofunnar

Ráðið hefur verið í starf verkefnastjóra í markaðsteymi hjá Markaðsstofunni

Skráning hafin á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna - Hluti af Ferðaþjónustuvikunni

Nú er búið að opna fyrir skráningar á Mannamót Markaðsstofa landshlutanna, sem verða haldin í Kórnum í Kópavogi fimmtudaginn 18. janúar 2024 frá klukkan 12 til 17.

Vel heppnuð VestNorden að baki

Hin árlega VestNorden ferðakaupstefna var að þessu sinni haldin í Reykjavík dagana 17.-18.október. Fjöldi nýrra viðskiptatengsla urðu til og gömul kynni styrktust vafalaust á þessari fjölmennu og vel skipulögðu kaupstefnu.