Opinn rafrænn fundur um uppfærslu Áfangastaðaáætlun Suðurlands
Miðvikudaginn 25. nóvember kl 13.00 verður opinn rafrænn fundur um uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands.
Farið verður yfir Áfangastaðaáætlun Suðurlands og þau verkefni sem unnin hafa verið út frá áætluninni.
Hvernig nýtist Áfangastaðaáætlun Suðurlandi?
Í lok fundar munum við óska eftir ykkar innleggi í uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands.
Fundurinn mun fara fram á Zoom, engin þörf önnur en nettenging þarf til að geta tekið þátt. Allir sunnlendingar eru velkomnir að taka þátt í fundinum.