Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Svínafellsjökull

Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða styrkir 15 verkefni á Suðurlandi

Í vikunni voru kunngerðar úthlutanir úr Framkvæmdarsjóð ferðamannastaða vegna 2021 og uppfærð aðgerðaráætlun Landsáætlunar um uppbyggingu innviða til verndar náttúru og menningarsögulegum minjum var kynnt. Framkvæmdarsjóður ferðamannastaða styrkti alls 53 verkefni víðsvegar um landið samtals að upphæð 807 milljónum. Af þessum verkefnum fóru 15 styrkir, alls að upphæð 231,37 milljónum, til verkefna á Suðurlandi sem framkvæmd verða á árinu 2021. Þess má geta að Sveitarfélagið Hornafjörður fékk hæsta styrkinn í þessari úthlutun, 97 milljónir, til að hanna og byggja upp göngu- og hjólastíg frá Svínafelli yfir í þjóðgarðinn í Skaftafelli sem tengir saman Svínafell, Freysnes, flugvöllinn við Skaftafell og Skaftafell. Þetta verkefni er liður í að byggja upp Jöklaleiðina sem er 200 km gönguleið sem liggur meðfram suðurbrún Vatnajökuls, frá Lónsöræfum í Skaftafell.

GAGNVIRKUR FRÓÐLEIKSFUNDUR UM COVID ÚRRÆÐI STJÓRNVALDA

Þann 12. mars næstkomandi bjóða KPMG og SASS til gagnvirks fróðleiksfundar um COVID úrræði stjórnvalda.

Skapandi markaðssetning - Morgunfundur

Þriðji morgunfundur Markaðsstofu Suðurlands var haldinn í morgun þar sem við fengum félagana Guðmund Helga Harðarsson og Kjartan Ásbjörnsson hjá GK bakaríi á Selfossi til að segja okkur frá þeirra skapandi markaðssetningu og vöruþróun.

Ábyrg upplýsingamiðlun við vá

Upplýsingamiðlun er og ætti að vera hluti af viðbragðsáætlun fyrirtækja í ferðaþjónustu. Því er gott að vera með á hreinu hvað á að segja. Hægt er að nálgast talpunkta vegna jarðhræringa sem eru í gangi á Reykjanesinu hjá MSS þar sem almenn lykilskilaboð eru sett fram

Morgunfundur um skapandi markaðssetningu

Annar morgunfundur í morgunfundaröð Markaðsstofu Suðurlands var haldinn í morgun fyrir aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar. Í þetta sinn fengum við Laufeyju Sif Lárusardóttur eiganda Ölverks í Hveragerði til að tala um skapandi markaðssetningu og þeirra sögu. Markaðsstofan þakkar Laufeyju Sif kærlega fyrir erindið.

Uppbygging við Þingvelli

Þingvellir hafa á þessu ári náð að vinna ýmis verkefni sem bæta aðstöðu gesta þjóðgarðsins. Þar ber helst að nefna nýjan útsýnispall í austurhluta þjóðgarðsins við Hrafnagjá og nýr búðastígur í hjarta þinghelgarinnar.

Fyrsti morgunfundur Markaðsstofunnar 2021

Þriðjudaginn 9. febrúar hélt Markaðsstofa Suðurlands rafrænan morgunfund í fundaseríunni Upplifun gestsins og skapandi markaðssetning. Á fundinum kynnt Nejra Mesetovic, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands, efni og niðurstöður lokaverkefnis síns í meistaranámi í markaðsfræðum.

Morgunfundir Markaðsstofu Suðurlands

Stefnt er að því að halda þrjá rafræna morgunfundi fyrir aðildarfyrirtæki Markaðsstofu Suðurlands, 9. febrúar, 23. febrúar og 9. mars, kl. 09.00. Efnistök fundanna verða: Upplifun gesta og skapandi markaðssetning.

Viðspyrna ferðaþjónustunnar

Síðastliðinn þriðjudag stóðu Ferðaklasinn, KPMG og SAF fyrir málstofu undir heitinu „Viðspyrna ferðaþjónustunnar“.

Ferðamennska eftir COVID

Á streymisfundi Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins fjallaði Peter Strub frá Studiousus um „Ferðamennsku eftir Covid“. Þar kom fram að Ísland er í 10. sæti af 165 áfangastöðum sem Þjóðverjar vilja heimsækja árið 2021

Startup Orkídea

Orkedía er samstarfsverkefni SASS, Landsvirkjunar, LbhÍ og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, með aðsetur hjá skrifstofu SASS á Selfossi.

Ný markaðsherferð Íslandsstofu

Íslandsstofa kynnti nýja aðgerð í markaðsverkefninu Ísland – Saman í sókn með JOYSKROLL herferðinni. Hún gengur út á að dreifa gleði og jákvæðum straumum frá Íslandi á tímum þar sem mikið framboð er á neikvæðum fréttum