Fara í efni

Bólusetning starfsmanna / íbúa af erlendum uppruna gegn COVID-19 sem hafa kerfiskennitölu og þeirra sem ekki hafa íslenska kennitölu

Sóttvarnalæknir hefur gefið út að starfsmenn / íbúar af erlendum uppruna sem dvelja hér á landi í lengri eða skemmri tíma eru velkomnir í bólusetningu þegar þeir hafa verið skráðir.

Sóttvarnalæknir hefur gefið út að starfsmenn / íbúar af erlendum uppruna sem dvelja hér á landi í lengri eða skemmri tíma eru velkomnir í bólusetningu þegar þeir hafa verið skráðir.

Vegna vandamála sem komið hafa upp varðandi skráningu einstaklinga með kerfiskennitölu eða án íslenskrar kennitölu hafa verið útbúnar leiðbeiningar sem lesa má HÉR.

Fyrirtæki með erlenda starfsmenn eru beðin um að taka saman lista yfir starfsmenn sem framangreindar leiðbeiningar eiga við um.

Lista á að senda til:

Heilsugæslu í umdæmi þar sem fyrirtæki er staðsett:

EÐA (ef starfsmenn eru búsettir víðsvegar á landinu) til verkefnastjóra COVID-bólusetninga hjá sóttvarnalækni.

Einnig er hægt að senda sóttvarnalækni erindi í gegnum mottaka@landlaeknir.is

Hvatning um bólusetningu - kynningarefni

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur gefið út kynningarefni á nokkrum tungumálum varðandi bólusetningar. Um er að ræða veggspjöld með upplýsingum um rétt til bólusetninga og einnig áminning um að það er auðveldara að ferðast þegar fólk er bólusett.

Kynningarefnið er til að mynda ætlað atvinnurekendum og stéttarfélögum þannig að þau geti prentað veggspjöldin út og haft sýnileg þar sem fólk kemur saman, t.d. á kaffistofum, búningsherbergjum, salernum og við innganga. Hver og einn getur þá prentað út kynningarefnið á þeim tungumálum sem henta hverju sinni.

Á vefsvæði covid.is hefur verið útbúin upplýsingasíða sem skýrir hvernig fólk á að skrá sig til að fá boð í bólusetningu og bera sig að við skráningu þannig að það fái boð í bólusetningu.

Upplýsingarnar eru á nokkrum tungumálum: íslensku, ensku, pólsku, litháísku, tælensku, spænsku, rúmensku, rússnesku, serbnesku, arabísku, kúrdísku og persnesku (sjá sýnishorn af síðu hér fyrir neðan).

Hlekkir: