Fjölmiðlaferð um Suðurland
Nýjasti áfanginn í markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi, „Ísland frá A til Ö“, hefur fengið góð viðbrögð. Íslandsstofa og markaðsstofur landshlutanna hafa í tilefni þessa nýja áfanga verið að fara með erlenda blaðamenn um landið og kynna fyrir þeim náttúru, gistingu, afþreyingu, mat og menningu.