Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Fréttir

Tækifæri á Indlandsmarkaði

Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands sátu fund á vegum Íslandsstofu þar sem fjallað var um indverska ferðaþjónustu-markaðinn. Á fundinum var rætt um indverska ferðamenn, ferðavenjur, og tækifæri sem felast í komu þeirra til Íslands. T. Armstrong Changsan, sendiherra Indlands á Íslandi ávarpaði gesti fundarins. Auk hans héldu Sara Grady og Deepika Sachdev erindi um indverska ferðaþjónustumarkaðinn. Sjá nánar hér

Markaðsstofa Suðurlands 10 ára í dag!

Markaðsstofa Suðurlands fagnar 10 ára afmæli sínu í dag. Félagið, sem er sjálfseignarstofnun var sett á stofn á Selfossi 19. nóvember 2008.
Verkefnastjórar áfangastaðaáætlana landshlutanna

Áfangastaðaáætlanir landshlutanna kynntar í gær.

Anna Valgerður Sigurðardóttir og Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjórar Áfangastaðaáætlun Suðurlands, kynntu í gær verkefnið og niðurstöður þess á kynningarfundi Ferðamálastofu á Hótel Sögu. Þetta var fjölmennur og góður kynningarfundur þar sem voru kynntar áfangastaðaáætlanir allra landshlutanna. Markmiðið með áfangastaðaáætlun er að heimamenn setji sér framtíðarsýn og móti sinn áfangastað, ákveði hvernig haga eigi stýringu ferðamanna og hvernig sé hægt að fá ferðamenn til að dvelja lengur á áfangastöðum svo að ferðaþjónusta blómstri á svæðunum.

Sækja námskeið í þróun áfangastaða

Verkefnastjórar áfangastaðaáætlana sóttu námskeið í þróun áfangastaða. Námskeiðið var haldið í Opna háskólanum í Háskólanum í Reykjavík. Leiðbeinandi námskeiðsins var Dr. Tracy S. Michaud, aðstoðar prófessor við University of Southern Maine, Bandaríkjunum.
Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Áfangastaðaáætlun Suðurlands komin út

Áfangastaðaáætlun DMP (e.Destination Management Plan) er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samþættingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið: ✓ þarfir gesta og heimamanna ✓ þarfir fyrirtækja og umhverfis Með Áfangastaðaáætlun Suðurlands er komin heilstæð áætlun fyrir ferðaþjónustuna á Suðurlandi sem tekur tilliti til ferðaþjónustu, náttúru, menningarminja og samfélags. Áfangastaðaáætlun þessi var unnin frá apríl 2017 – maí 2018 og var hún unnin í samstarfi við hagaðila á Suðurlandi.

Skráning hafin á MANNAMÓT 2019

Markaðsstofa Suðurlands vekur athygli á því að skráning er hafin á Mannamót 2019. Viðburðurinn hefur verið vel sóttur síðustu ár, en nú hefur verið ákveðið að gera breytingu á

Súpufundir Markaðsstofu Suðurlands

Markaðsaðgerðir fyrirtækja í breyttu umhverfi ferðaþjónustu

ÆVINTÝRAFERÐ FJÖLSKYLDUNNAR Á SUÐURLAND Í HAUSTFRÍINU

Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu. Úr mörgu er að velja í afþreyingu hvort sem það er gönguferð um opin svæði, sögustaði eða svartar fjörur, hestaferð með heimafólki, fræðsla í gróðurhúsi, hellaferðir eða heimsókn í sundlaugar á svæðinu. Söfnin eru fjölmörg og víða áhugaverðar sýningar í boði fyrir alla fjölskylduna. Það má með sanni segja að Suðurland sé ævintýrakista sem geymir ógleymanlega upplifun hvort sem farið er í, ævintýraferð um Kötlu jarðvang sem endar með heimsókn á ævintýraeyjuna í suðri, spennandi ferð inn í ævintýraríkið undir Vatnajökli eða farið í ævintýralega afþreyingu á Gullna svæðinu.
Dagný, Ragnhildur og Páll Marvin á Vestnorden 2018

Suðurland tekur þátt í ferðakaupstefnunni Vestnorden á Akureyri

Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands ásamt faghópi um ferðamál á Suðurlandi taka þátt þessa dagana í ferðakaupstefnunni Vestnorden en hún er haldin dagana 2.-4. Október á Akureyri

Ráðningarferli fyrir verkefnastjóra hjá Markaðsstofu Suðurlands er nú lokið.

Ráðinn var Guðmundur Fannar Vigfússon. Guðmundur Fannar er með MS gráðu í Markaðsfræðum og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

Markaðsstofa Suðurlands óskar eftir að ráða í starf verkefnastjóra

Starfið er fjölbreytt og spennandi og kemur verkefnastjóri að fjölmörgum og krefjandi verkefnum Markaðsstofunnar.

Suðurland útivistar áfangastaður 2018

Við erum stolt af verðlaununum sem Luxury Travel Guide veitti áfangastaðnum Suðurlandi sem útivistar áfangastaður ársins 2018 eða OUTDOOR ACTIVITY DESTINATION OF THE YEAR 2018. Til hamingju Suðurland með flotta viðurkenningu.