Fara í efni

Suðurland á Vestnorden 2019

Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands ásamt faghópi um ferðamál á Suðurlandi tóku þátt í ferðakaupstefnunni Vestnorden sem haldin var dagana 23.-25. september í Færeyjum.

Fulltrúar Markaðsstofu Suðurlands ásamt faghópi um ferðamál á Suðurlandi tóku þátt í ferðakaupstefnunni Vestnorden sem haldin var dagana 23.-25. september í Færeyjum. Vestnorden er árleg ferðakaupstefna sem er haldin í samstarfi þriggja landa, Íslands, Grænlands og Færeyja og skiptast löndin á að halda hana. Vestnorden er mikilvægt tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki frá öllum þremur löndunum til að kynna sitt vöruframboð fyrir erlendum ferðaheildsölum og blaðamönnum.

Fulltrúar kynna Suðurland í heild sinni með áherslur á svæðin þrjú og afþreyingu og annað nýtt sem finna má á Suðurlandi. Luxury Travel Guide veitti áfangastaðnum verðlaun sem útivistar áfangastaður ársins 2019 eða OUTDOOR ACTIVITY DESTINATION OF THE YEAR 2019, annað áríð í röð