Fara í efni

Vinnustofur Íslandsstofu á Spáni

Markaðsstofa Suðurlands tók í síðustu viku þátt í vinnustofum Íslandsstofu á Spáni.

Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í vinnustofum Íslandsstofu í síðustu viku. Vinnustofunnar sem Íslandsstofa stóð fyrir voru þrjár í þrem borgum á Spáni. Borgirnar voru Madrid, Bilbao og Barcelona. Rúmlega 150 ferðasöluaðilar boðuðu komu sína og þóttu vinnustofunnar takast vel.

Þeir ferðasöluaðilar sem stoppuðu við voru mjög áhugasamir um Ísland, Suðurland og það sem Suðurland hefur fram að færa sem áfangastaður. 

Myndir af vinnustofunum má sjá hér

Fáeinar upplýsingar um spænska markaðinn:

Spænski markaðurinn er í smá sókn og eftirspurn að aukast á alþjóðlegum ferðalögum. Spánverjar leita í minna mæli eftir lúxusferðum og kjósa frekar mannlega og sanna (authentic) upplifun. 38% spánverjar ferðast þrisvar sinnum á ári, auk þess sem eyðsla þeirra til ferðalaga hefur aukist um 12,72% milli ára. 

Það eru sannarlega tækifæri á spænska markaðinum.