Fara í efni

Frozen II innblásin af sunnlenskri náttúru

Nýjasta teiknimynd Disney, Frozen 2, var heimsfrumsýnd 22. nóvember síðastliðinn. Teiknimyndin er innblásin af sunnlenskri náttúru.

Í september tók Markaðsstofa Suðurlands þátt í stóru fjölmiðlaverkefni í vegna útgáfu Frozen II. Forsagan er sú að framleiðendur myndarinnar í samstarfi við Íslandsstofu komu fyrir nokkru til að kanna aðstæður. Óhætt er að segja að þeir heilluðust af íslenskri náttúru og ákveðið var að nota Ísland sem innblástur fyrir myndina. Auk íslenskrar náttúru var Finnland og Noregur einnig sem bakgrunnslandslag fyrir myndina. 

Markaðsstofa Suðurlands í samstarfi við Íslandsstofu og Disney Media unnu saman að fjölmiðlaverkefni í tengslum við útgáfu Frozen II. Stórir miðlar frá Frakklandi, Hollandi og Belgíu komu hingað til lands og ferðuðust um Suðurland í nokkra daga þar sem ferðast var til þeirra staða sem Frozen II er innblásin af. Það má sjá margar samlíkingar sunnlenskrar náttúru og sögusviðs Frozen II. 

Gaman er að segja frá því að tónlistarmyndbandið við titillag Disney teiknimyndarinnar Frozen II í franskri útgáfu (e. Dans un autre monde) var að stórum hluta tekið upp á Suðurlandi. Hægt er að skoða myndbandið  hér að neðan. 

 

Frozen II var frumsýndum heim allan 22. nóvember síðastliðinn.

Hér má sjá umfjöllun um staði á Suðurlandi sem Frozen II er innblásin af.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá samlíkingar Reynisfjöru og Reynisdranga í sköpun myndarinnar