Vetrarfrí fjölskyldunnar á Suðurlandi
Vetrarfrí fjölskyldunnar er verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands fór af stað með síðastliðið haust og er verkefnið unnið í samstarfi við faghóp sveitarfélaga um ferðamál á Suðurlandi. Markmið verkefnisins er að draga fram fjölbreytta möguleika sem fjölskyldan getur gert saman á Suðurlandi í vetrarfríinu. Það þarf ekki alltaf að fara langar leiðir til þess að komast í skemmtilega afþreyingu eða magnaða upplifun.