Fara í efni

Úrræði stjórnvalda vegna Covid-19 henta síður minni fyrirtækjum

Í könnun Markaðstofunnar á áhrifum og aðgerðum fyrirtækja vegna Covid-19 faraldursins mátti greina að töluverður hluti fyrirtækja nýtti sér ekki þau úrræði sem í boði voru fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Þegar betur er að gáð má sjá að ástæða þess að fyrirtæki nýttu sér ekki úrræði stjórnvalda er smæð þeirra, þ.e.a.s. úrræði stjórnvalda hentuðu ekki smærri fyrirtækjum ferðaþjónustunnar og þau töldu sig utan þess ramma sem úrræðin buðu upp á.

Í könnun Markaðstofunnar á áhrifum og aðgerðum fyrirtækja vegna Covid-19 faraldursins mátti greina að töluverður hluti fyrirtækja nýtti sér ekki þau úrræði sem í boði voru fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Þegar betur er að gáð má sjá að ástæða þess að fyrirtæki nýttu sér ekki úrræði stjórnvalda er smæð þeirra, þ.e.a.s. úrræði stjórnvalda hentuðu ekki smærri fyrirtækjum ferðaþjónustunnar og þau töldu sig utan þess ramma sem úrræðin buðu upp á.

"Mikilvægt er að hlúð sé að öllum fyrirtækjum innan ferðaþjónustunnar og koma á móts við þau með hentugum úrræðum. Tekjufallið hjá fyrirtækjum hefur verið mikið og eins og kom fram í könnuninni þá gátu mörg smærri fyrirtæki ekki getað nýtt sér þau úrræði sem í boði voru. Það er því mikilvægt að koma til móts við minni fyrirtæki til að tryggja afkomu þeirra. Ferðaþjónustan á Suðurlandi er gríðarlega fjölbreytt og segja má að margt smátt gerir eitt stórt. Því er mikilvægt að veita minni fyrirtækjum hjálparhönd og viðhalda þeirri fjölbreyttu ferðaþjónustu sem Suðurland býr yfir." segir Dagný Hulda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands. 

"Það er ekki síður mikilvægt að efla og viðhalda öflugu atvinnulífi á Suðurlandi og hlúð sé að byggðaþróun svæðisins. Litlu ferðaþjónustufyrirtækin sem starfandi eru á um allt svæðið er stór liður í þeirri byggðarþróun sem átt hefur sér stað á Suðurlandi á síðustu árum. Þau hafa aukið tækifæri, skapað atvinnu, fjölgað íbúum og því styrkt svæðin og samfélögin. Það er því ánægjulegt að sjá að aðgerðir stjórnvalda beinast nú frekar að þessum hópi fyrirtækja, sem var algjörlega nauðsynlegt ef ekki á illa að fara", segir Dagný enn fremur.

Smelltu hér til að skoða nánar samantekt á ástæðum þess að úrræði stjórnvalda hentu síður minni fyrirtækjum.