Fara í efni

Vinnustofur Matarauðs Suðurlands

Á næstu vikum verða vinnustofur á Suðurlandi í tengslum við verkefnið Matarauður Suðurlands.

Nú þegar vorið er komið og farið að losna um samkomuhöft kynnum við loksins vinnustofur á Suðurlandi í tengslum við verkefnið Matarauður Suðurlands.

Vinnustofa fyrir vestursvæði verður haldin mánudaginn 25. maí frá 14:00 – 16:00 í Úthlíð Biskupstungum.

Vinnustofa fyrir miðsvæði verður haldin miðvikudaginn 27. maí frá 14:00 – 16:00 í Hlöðueldhúsinu Þykkvabæ.

Vinnustofa fyrir Vestmannaeyjar verður haldin fimmtudaginn 4. júní frá 14:00 - 16:00 í SLIPPNUM

Vinnustofa fyrir austursvæði verður haldin mánudaginn 8. júní frá 13:00 - 15:00 í Jöklaveröld Hoffelli. 

Vinnustofurnar eru liður í kortlagninu á matarhefðum og hráefnisframleiðslu á Suðurlandi og tilgangurinn að veita innblástur og finna leiðir til að skoða nærumhverfið betur og hvernig hægt er að bæta við þær mataraupplifanir sem eru til á svæðinu.

Vinnustofurnar eru ætlaðar þeim sem starfa við matvælaframleiðslu, matreiðslu, matsölu, matarferðaþjónustu á Suðurlandi og aðra sem láta sig málið varða.

Verkefni Matarauður Suðurlands er styrkt af Matarauði Íslands.

Vinsamlegast staðfestið þáttöku á helga@south.is og einnig er velkomið að senda fyrirspurnir á sama netfang.