Áfangastaðaáætlun Suðurlands
Á haustmánuðum hefur Markaðsstofa Suðurlands unnið að uppfærslu á Áfangastaðaáætlun Suðurlands. Uppfærslan verður byggð á þeim góða grunni sem unninn var 2017 en með speglun á því sem hefur verið gert síðustu þrjú ár ásamt þeirri stöðu sem er í dag. Uppfærð Áfangastaðaáætlun Suðurlands mun gilda frá 2021-2023.