Fara í efni

Opinn rafrænn fundur um uppfærslu Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Miðvikudaginn 25. nóvember kl 13.00 verður opinn rafrænn fundur um uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands. Farið verður yfir Áfangastaðaáætlun Suðurlands og þau verkefni sem unnin hafa verið út frá áætluninni. Hvernig nýtist Áfangastaðaáætlun Suðurlandi? Í lok fundar munum við óska eftir ykkar innleggi í uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands. Fundurinn mun fara fram á Zoom, engin þörf önnur en nettenging þarf til að geta tekið þátt. Allir sunnlendingar eru velkomnir að taka þátt í fundinum.

Miðvikudaginn 25. nóvember kl 13.00 verður opinn rafrænn fundur um uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands.

  • Farið verður yfir Áfangastaðaáætlun Suðurlands og þau verkefni sem unnin hafa verið út frá áætluninni.
  • Hvernig nýtist Áfangastaðaáætlun Suðurlandi?
  • Í lok fundar munum við óska eftir ykkar innleggi í uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands.

Skráning á fundinn fer fram hér. Hlekkur á fundinn verður svo sendur út til skráðra aðila að morgni 25.nóv.

Fundurinn mun fara fram á Zoom, engin þörf önnur en nettenging þarf til að geta tekið þátt. Allir sunnlendingar eru velkomnir að taka þátt í fundinum.

Áfangastaðaáætlun Suðurlands

Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlun fyrir ferðaþjónustuna þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.

Fyrsta áfangastaðaáætlun var unnin fyrir Suðurland árið 2017 og var hún birt 2018, síðan þá hefur Markaðsstofa Suðurlands unnið að fjölbreyttum verkefnum sem listuð voru upp í áætluninni. Dæmi um verkefni unnin hafa verið út frá gildandi áætlun er ferðaleiðin Vitaleiðin sem nær frá Selvogsvita í vestri að Knarrarósvita í austri, handbækur um gerð hjóla- og gönguleiða, samantekt á Matarauði Suðurlands sem og ýmsar greinar og myndbönd sem draga fram jákvæð áhrif ferðaþjónustunnar á samfélög. Auk þess hafa sveitarfélög og aðrir hagaðilar nýtt þá vinnu sem unnin var við gerð Áfangastaðaáætlunina inn í sín verkefni og vinnu.

Nú á haustmánuðum hefur vinna við uppfærslu Áfangastaðaáætlunar Suðurlands verið í fullum gangi og er þessi opni rafræni fundur liður í þeirri vinnu.
Nánari upplýsingar má finna um Áfangastaðaáætlun Suðurlands hér