Flýtilyklar
Um Áfangastaðaáætlun DMP
Áfangastaðaáætlun Suðurlands - Samantekt
Heildarskýrsla Áfangastaða Suðurlands - Uppfært október 2020
Er einhver stefnumótun í gangi í ferðamálum?
Fyrsta áfanga við Áfangastaðaáætlun DMP Suðurlands er lokið
Mikið hefur verið í umræðunni að „engin sýn“ og „engin stefna“ sé í gangi í ferðamálum á landinu. Flestir geta sammælst um að verkefnin séu næg sem fylgja örum vexti og auknum fjölda gesta til landsins og að svo væri í hvaða atvinnugrein sem er sem myndi upplifa slíkt.
Stefnt er að skýrslan í heild sinni ásamt samantekt verði birt í byrjun september 2018.
Destination Management Plan (DMP) – Áfangastaðaáætlun DMP
Um nokkurt skeið hefur verið í gangi undirbúningsvinna fyrir DMP – Destination Management Plan eða áfangastaðaáætlanir DMP á landsvísu, en unnið út frá landssvæðum. Áfangastaðaáætlun DMP er heildstætt ferli þar sem litið er til skipulags og samhæfingar í þróun og stýringu allra þeirra þátta sem geta haft áhrif á upplifun ferðamanna á viðkomandi svæði/áfangastað, þar með talið þarfir gesta, heimamanna, fyrirtækja og umhverfis.
Af hverju Áfangastaðaáætlun DMP?
Með áfangastaðaáætlun fyrir Suðurland er til heildræn stefna sem lýtur að ferðaþjónustunni sem atvinnugrein, sveitarfélögum, íbúum, umhverfi sem og samfélaginu í heild sinni.
Dæmi um atriði sem reifuð eru í slíkri áætlun væru t.d.:
- Kortlagning þjónustu á svæðinu.
- Skipulagning á upplýsingaveitu til ferðamanna.
- Forgangsröðun í uppbyggingu áfangastaða.
- Áætlun um þann fjölda sem hver og einn áfangastaður innan svæðis getur borið á hverjum tíma.
- Áætlun um uppbyggingu grunngerðar og stýringu umferðar um svæðið til að lágmarka hættu á því að þolmörkum sé náð.
- Áætlun um tekjuöflun, gjaldtöku á svæðinu.
- Áætlanir á sviði gæða-, umhverfis- og öryggismála.
- Hvað má og hvað má ekki?
Áfangastaðaáætlun DMP Suðurlands
Fyrsta fasa í gerð Áfangastaðaáætlun Suðurlands er lokið og er byrjað að vinna að innleiðingu. Fyrir Suðurland var gerð ein Áfangastaðaáætlun sem heild og þrjár aðgerðaáætlanir, byggt á þrískiptingu svæðisins sem lögð var til í markaðsgreiningu á áfangastaðnum Suðurlandi. Svæðin þrjú eru:
- Suð-vestur svæði – Árnessýsla, Ásahreppur og Rangárþing ytra
- Miðsvæði – Katla Jarðvangur og Vestmannaeyjar
- Suð-austur – Sveitarfélagið Hornafjörður/Ríki Vatnajökuls
Verkefnastjórar áfangastaðaáætlunar DMP á Suðurlandi voru Anna Valgerður Sigurðardóttir, ferðamálafræðingur, og Laufey Guðmundsdóttir, verkefnastjóri MPM (laufey@south.is).
Mikil og þétt samvinna hefur verður með öllum svæðunum, þar sem á hverju svæði voru tilnefndir tengiliðir; fyrir Vestur svæði Ásborg Arnþórsdóttir, fyrir svæði Kötlu jarðvangs & Vestmannaeyja Árný Lára Karvelsdóttir og fyrir svæði Ríki Vatnajökuls Árdís Erna Halldórsdóttir.
Fyrir vinnu fyrsta fasa voru skipaðir vinnuhópar á hverju svæði þar sem í sátu hinir ýmsu hagaðilar svæðisins. Hlutverk og tilgangur vinnuhópanna var að draga fram þá sýn sem hvert svæði vill standa fyrir í ferðamálum, enda mikilvægt að svona verkefni sé unnið á forsendum svæðanna sjálfra. Í hópavinnunni var meðal annars tekið fyrir; þróun ferðamála í sátt við umhverfið, íbúa og ferðaþjónustuna. Hlutverk verkefnastjóra í hópavinnunni var að vinna úr upplýsingum sem koma fram og nota þær ásamt öðrum gögnum til grundvallar í DMP vinnu fyrir svæðið.
Verkefnastjórar Áfangastaðaáætlunar Suðurlands:
Laufey Guðmundsdóttir, laufey@south.is, s. 560-2054
Anna Valgerður Sigurðardóttir