Hverju skila áfangastaðir?
Hvað eiga áfangastaðir ferðamanna sameiginlegt með veiðafærum? Yfir 97% erlendra ferðamanna segja að náttúra landsins hafi haft mikil áhrif á ákvörðun þeirra um að koma til Íslands. Til þess að geta notið náttúrunnar versla gestir okkar svo gistingu, mat, afþreyingu og aðra þjónustu sem skilar tekjum inn í samfélagið. Þétt net góðra áfangastaða skiptir ferðaþjónustuna því jafn miklu máli og góð veiðafæri gera í sjávarútvegi.