Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Jákvæð áhrif ferðaþjónustu

Á árunum 2018 og 2019 stóð Markaðsstofan fyrir verkefni sem hafði það markmið að efla umræðu og fræðslu um áhrif ferðaþjónustu á íbúa svæðisins. Einnig að efla samtal ferðaþjónustu og fræðasamfélags á svæðinu og auka við jákvæðni íbúa gagnvart ferðaþjónustu. Hér eru nokkrir pistlar og myndbönd sem voru birt af því tilefni.

  • Vitaleiðin - verkefnastjórar og hagaðilar Vitaleiðarinnar

    Vitaleiðin - Ný ferðaleið á Suðurlandi

    Vitaleiðin er verkefni sem er búið að vera í undirbúningi hjá Markaðsstofu Suðurlands í samvinnu við sveitarfélögin Árborg og Ölfus og aðra hagsmunaaðila á svæði leiðarinnar. Fjöldi aðila kom saman að mótun verkefnisins og leiðarinnar sem er nú orðin ákjósanlegur og spennandi kostur á suðurströndinni, hvort sem er fyrir innlenda eða erlenda ferðamenn. Nafngift verkefnisins kemur til vegna vitanna, Selvogsvita og Knarrarósvita sem marka upphaf og enda leiðarinnar. Þá er þriðji vitinn á leiðinni, Hafnarnesviti í Þorlákshöfn.
  • Kajak á Jökulsárlóni

    Mælum með sumarfríi á Suðurlandi

    Íslendingar hafa alltaf verið duglegir að ferðast um landið sitt. Líklega er algengasti ferðamáti Íslendinga innanlands með þeim hætti að keyra um landið, fara í útilegur með fjölskylduna eða í sumarbústaðinn. Notalegt er að grilla í bústaðnum og á tjaldsvæðum vítt og breitt um landið og frábært að skella sér í sund á fjölmörgum stöðum.
  • Vetrarfrí fjölskyldunnar á Suðurlandi

    Ferðaþjónustuaðilar verða með ýmis tilboð með sérstakri áherslu á fjölskylduna á meðan á vetrarfríum stendur, 15. – 25. feb og 28. feb - 8.mars.
  • Súpufundir Markaðsstofu Suðurlands

    Ábyrg ferðaþjónusta – fleiri skref í átt að sjálfbærni Fundirnir verða haldnir: 21. nóvember á Hótel Höfn kl. 12:00 26. nóvember á Hótel Örk í Hveragerði kl. 11:30 Fjölbreytt og skemmtileg erindi um ábyrga ferðaþjónustu og þau verkfæri sem ný…
  • Haustfrí fjölskyldunnar... við mælum með Suðurlandi!

    Hefur fjölskyldan skellt sér saman í hellaferð eða á kajak? Suðurland býður upp á spennandi upplifun og ævintýralega skemmtun fyrir alla fjölskylduna í haustfríinu.
  • Sumarfrí... við mælum með Íslandi!

    Íslendingar hafa alltaf verið duglegir að ferðast um landið sitt og líklega er algengasti ferðamáti Íslendinga innanlands með þeim hætti að keyra um landið og fara í útilegur með fjölskylduna. Notalegt er að grilla á tjaldsvæðum vítt og breitt um landið og frábært að skella sér í sund á fjölmörgum stöðum.
  • Jákvæð áhrif ferðaþjónustu á Suðurlandi

    Áhrif ferðaþjónustu eru fjölbreytt og snerta við samfélaginu á margvíslegan hátt
  • Er Suðurland uppselt?

    Suðurland er að mörgu leyti orðið þroskað ferðamannasvæði enda löng hefð fyrir móttöku gesta í landshlutanum og Sunnlendingar þekktir fyrir gestrisni. Ferðamenn sem fara um Suðurland eru stórt hlutfall af heildarfjölda ferðamanna sem koma til landsins. Árið 2018 var heildarfjöldi ferðamanna til Íslands um 2,3 milljónir og af þeim komu um 1,7 milljónir á Suðurland. Talsverður munur er þó á milli svæða innan landshlutans þar sem sum svæði fá mikinn fjölda ferðamanna á meðan önnur svæði fá tiltölulega fáa gesti.
  • Vetrarfrí fjölskyldunnar á Suðurlandi

    Vetrarfrí fjölskyldunnar er verkefni sem Markaðsstofa Suðurlands fór af stað með síðastliðið haust og er verkefnið unnið í samstarfi við faghóp sveitarfélaga um ferðamál á Suðurlandi. Markmið verkefnisins er að draga fram fjölbreytta möguleika sem fjölskyldan getur gert saman á Suðurlandi í vetrarfríinu. Það þarf ekki alltaf að fara langar leiðir til þess að komast í skemmtilega afþreyingu eða magnaða upplifun.
  • Ábyrg ferðahegðun

    Fjölgun í komu ferðamanna til Íslands hefur leitt til aukinnar hagsældar í efnahagskerfi landsins, fleiri störf hafa skapast og byggðir landsins styrkst. Það eru tvær hliðar á sama pening og hefur þessi þróun einnig leitt til ýmissa áskoranna hvað varðar samfélagsleg og umhverfisleg þolmörk. Ferðamenn á Íslandi eru mismunandi og hafa mismikil áhrif á efnahag, um