Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð með ferðaþjónustuna sem útgangspunkt. Í áætluninni er framtíðarsýn ferðaþjónustunnar á Suðurlandi ásamt markmiðum, áherslum, áskorunum, tækifæri og aðgerðum.
Áfangastaðaáætlun skapar þá umgjörð og ramma sem svæðið leggur áherslu á í uppbyggingu og þróun áfangastaðarins Suðurlands. Markmið hennar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem styrkir efnahag samfélaga, bætir lífsgæði íbúa og dregur úr mögulegum neikvæðum áhrifum af ferðaþjónustu. Mikilvægt er að hún að sé samþætt við aðrar staðbundnar áætlanir sem og aðrar áætlanir hins opinbera. Ákvarðanir og ábyrgð á þeim aðgerðum sem þarf að ráðast í til að framfylgja þessari áfangastaðaáætlun eftir liggur hjá mismunandi aðilum; ríki, sveitarfélögum, ferðaþjónustufyrirtækjum, hagsmunasamtökum og öðrum hagaðilum eftir eðli og umfangi aðgerða og verkefna.
Áfangastaðaáætlun gerir íbúum og ferðaþjónustunni kleift að sammælast um hvernig ferðaþjónustu þau vilja hafa
Gerð áfangastaðaáætlunar felur í sér að horft sé á ferðaþjónustu út frá víðu sjónarhorni og að tekið sé tillit til margra ólíkra hagaðila sem eiga hagsmuna að gæta við þróun svæðisins. Áætlanagerðin tekur tillit til gesta, íbúa, fyrirtækja og umhverfis, reynir að skapa jafnvægi á milli og mæta þörfum þessara fjögurra þátta. Áfangastaðaáætlun gerir íbúum og ferðaþjónustunni kleift að sammælast um hvernig ferðaþjónustu þau vilja hafa, hvaða áhrif hún hafi á efnahag og samfélag þeirra og hvaða skref skuli taka í átt að því marki.
Hér má skoða Áfangastaðaáætlun Suðurlands
Viðauki 2 - Gullna hrings svæðið
Viðauki 3 - Katla jarðvangur og Vestmannaeyjar
Destination Management Plan - Key points in English