Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Áfangastaðurinn Suðurland

Markaðsstofa Suðurlands vinnur að öflugu markaðsstarfi á áfangastaðnum Suðurlandi með þar sem áherslan er á að laða gesti, innlenda sem og erlenda, til landshlutans og fá þá til að ferðast vítt og breytt um svæðið. Þá er mikilvægt að fá ferðamenn til að dvelja lengur á svæðinu með það að markmiði að auka tekjur af ferðaþjónustu á Suðurlandi.

Til grundvallar starfseminni og áherslum liggur Áfangastaðaáætlun Suðurlands sem dregur fram m.a. framtíðarsýn Suðurlands í ferðaþjónustu, markaðslega aðgreiningu og áherslur sem og verkefnaáherslur Markaðsstofunnar.

Áfangastaðaáætlun er heildstæð áætlanagerð sem hefur ferðaþjónustu sem útgangspunkt og skapar umgjörð og þann ramma sem svæðið leggur áherslu á í uppbyggingu og þróun Áfangastaðarins Suðurlands. Markmið hennar er að stuðla að ábyrgri ferðaþjónustu sem styrkir efnahag samfélaga, bætir lífsgæði íbúa og dregur úr mögulegum neikvæðum áhrifum frá ferðaþjónustu.

 

Markaðsstofa Suðurlands markaðssetur áfangastaðinn Suðurland, byggt á sérstöðu og aðgreiningu áfangastaðarins, miðað að mismunandi markhópum.