Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Ráðgjöf MSS

Markaðsstofa Suðurlands er með samstarfssamning við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og býður ráðgjafaþjónustu á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála auk þess að aðstoða við gerð umsókna í Uppbyggingasjóð Suðurlands. Veitt er aðstoð við mótun hugmynda, gerð viðskiptaáætlana auk þess að leiðbeina um aðra styrki og sjóði.

Markaðsstofan sérhæfir sig í ráðgjöf í ferða- og markaðsmálum og er þjónustan gjaldfrjáls upp að vissu marki. Gjaldfrjáls þjónusta miðast við almanaksárið og er allt að 7 klukkustundir fyrir einstaklinga og allt að 20 klukkustundir fyrir stofnanir. 

Markaðsstofan hvetur fyrirtæki til að nýta þennan möguleika.

Hér má finna frekari upplýsingar um ráðgjöfina og fleiri ráðgjafa á vegum SASS.