Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Um Vitaleiðina

 

Síðastliðið ár hefur Markaðsstofa Suðurlands unnið í samvinnu við sveitarfélögin Árborg og Ölfus að nýrri ferðaleið við suðurströndina, Vitaleiðin, auk þess voru aðrir hagsmunaðilar á svæðinu kallaðir að borðinu við kortlagningu leiðarinnar. Fjöldi aðila kom saman að mótun verkefnisins og leiðarinnar sem er nú orðin ákjósanlegur og spennandi kostur á suðurströndinni, hvort sem er fyrir innlenda eða erlenda ferðamenn.

Hugmyndin að Vitaleiðinni kom upp árið 2019 þegar Markaðsstofa Suðurlands vann að verkefnum í tengslum við ferðaleiðir og því tilvalið að horfa til þorpanna við ströndina Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshafnar og á vitana sem marka Vitaleiðina, Knarrarósvita og Selvogsvita, svo er Hafnarnesviti einnig á leiðinni, og vinna nýja ferðaleið. Haft var samband við sveitarfélögin Árborg og Ölfus til að vinna verkefnið með markaðsstofunni sem tekið var vel í, árið síðar var Vitaleiðin orðin að veruleika.

Vitaleiðin nær frá Selvogi í Ölfusi að Knarrarósvita í Árborg og er leiðin um 45-49 km löng, eftir því hvort ekið er eftir vegi eða strandlínan sé nýtt. Vitaleiðin beinir athyglinni að þorpunum og svæðinu við sjóinn. Á Vitaleiðinni heimsækir þú þrjá bæi, hver með sína sérstöðu, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Vitaleiðin dregur fram þá miklu sögu og menningu sem er til staðar á svæðinu sem og fjölda ólíkra upplifunarmöguleika í afþreyingu og náttúru.

Í tengslum við verkefnið um ferðaleiðir voru teknar saman handbækur um gerð eða viðhalds göngu- og hjólaleiða sem eru tilvaldar til að hafa til viðmiðunar þegar sveitarfélög, landeigendur eða aðrir sem fara út í slíka framkvæmd.

Handbók um gerð gönguleiða

Handbók um gerð hjólaleiða

Kynntu þér Vitaleiðina betur hér