Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðssetning áfangastaðarins Suðurland

Samræmd ímynd og ásýnd áfangastaðarins er mikilvægur hlekkur í uppbyggingu áfangastaða og gegnir Markaðsstofan (MSS) þar lykilhlutverki. Skiptir þar máli að markaðssetningin sé raunsönn til að væntingar og upplifun fari sem best saman. Tryggir það ánægju gesta og þar með ánægjuskor landshlutans.

Sveitarfélög og fyrirtæki á Suðurlandi hafa beinan hag af markaðssetningu áfangastaðarins sem er með samræmdum og markvissum hætti. Sveitarfélög og fyrirtæki sem taka virkan þátt í samstarfinu njóta ávinnings þessara samræmdu markaðsaðgerða. Aðildarfyrirtæki eru þau fyrirtæki sem Markaðsstofan kynnir í öllum sínum markaðsaðgerðum, hvort sem það er á heimasíðunni, á ferðasölusýningum, í fjölmiðlaumfjöllunum eða eftir öðrum leiðum.

Áherslur í markaðssetningu áfangastaðarins Suðurlands

Markaðsaðgerðir MSS miða að því að ýta við ferðamanninum þegar hann er að dreyma og plana ferð sína 

 

 

Aðgreining og sérstaða Suðurlands
Suðurland hefur ákveðna aðgreiningu frá öðrum landshlutum. Einna helst má draga fram sérstaklega þrjá þætti sem um leið eru kjarni aðgreiningar Suðurlands frá öðrum landshlutum.
Sérstaðan byggir á þeirri aðgreiningu sem Suðurland býr yfir og er grunnurinn að mótun markaðsstefnu svæðisins og þeim markaðsskilaboðum sem flutt verða markhópnum.

 

Markhópar Suðurlands

Markaðsstofa Suðurlands markaðssetur áfangastaðinn Suðurland, byggt á sérstöðu og aðgreiningu áfangastaðarins, miðað að mismunandi markhópum sem eru:

Í vörumerkjahandbók fyrir áfangastaðinn Suðurland er dregin fram samræmd umgjörð og ásýnd vörumerkisins Suðurland (e. brand). Þar er sett fram merki Suðurlands sem er Visit South Iceland á ensku og Upplifðu Suðurland á íslensku ásamt leiðbeiningum um notkun þess. Vörumerkjahandbókin tekur einnig á aðgreiningu Suðurlands, táknum og litapallettu.

Landshlutaliturinn

Grænn litur er er aðal litur landshlutans, en að auki á hvert svæði sín einkenni svo sem sinn lit, tákn og markaðsheiti.

Merki - yfirsýn og tenging

Þetta eru merki Áfangastaðarins Suðurlands, sem er samspil tákns og leturs. Á ensku er notað vöumerkið "Visit South Iceland" og á íslensku "Upplifðu Suðurland". Letrið er einfalt, sterkt og skýrt. Það passar vel við táknið og tekur ekki athyglina frá því heldur vinnur með því. Táknið og samspil lita undirstrika stórfenglega náttúru Suðurlands. Í merkinu má greina fjöll, fossa, ár, jarðhita og ferðalag um veg.

Notkunarleiðbeiningar á vörumerki Áfangastaðar Suðurlands má sjá betur í vörumerkjahandbókinni. 

Merki Visit South Iceland Merki Markaðsstofu Suðurlands

Svæðin þrjú

Markaðslega er Suðurlandi skipt upp í þrjú svæði þar sem einkunnarorð svæðanna eru orka, kraftur og hreinleiki. Með því að draga svæðin fram í markaðssetningunni (plana) eru dregnir fram styrkleikar og áherslur hvers svæðis fyrir sig með það að markmiði að fá gesti til að dvelja lengur á svæðinu þar sem landshlutinn hefur svo fjölmargt að bjóða og upplifa.

 

 

Svæðin þrjú

Gullna hrings svæðið er appelsínugult með kjörorðið orka, Katla jarðvangur & Vestmannaeyjar með sæbláan lit með og einkennisorðið kraftur og Ríki Vatnajökuls ljósbláan lit með einkennisorðinu hreinleiki. Bæði litir og einkennisorð gefa þannig tóninn og ákveðin skilaboð um sérstöðu hvers svæðis innan landshlutans. Þá tekur vörumerkjahandbókin á öðrum þáttum sameiginlegrar ímyndar og ásýndar áfangastaðarins s.s. letri, markaðsefni og ljósmyndanotkun.

Tengingarnar sem við sækjumst eftir eru orka, kraftur og hreinleiki, en þær endurspeglast í þrískiptingu Suðurlands. Við viljum að þessar tengingar komi fólki til hugar þegar það talar um eða skoðar Suðurlandið. Þessar tengingar þurfa að vera sterkar, jákvæðar og einstakar.

Sjá meira hér um helstu markaðsaðgerðir.