Fara í efni

Samstarf MAS

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) eru sex talsins, á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi, Austurlandi, Reykjanesi og á Suðurlandi.

Markaðsstofur landshlutanna vinna að sameiginlegum hagsmunamálum, samræmt útlit er á vefsíðum þeirra, standa fyrir sameiginlegum viðburðum eins og Mannamótum Markaðsstofa landshlutanna og fleira.

Frekari upplýsingar um samstarfið má finna á www.markadsstofur.is.

Markaðstofurnar eru hver í sínum landshluta samvinnuvettvangur ríkis, sveitarfélaga, ferðaþjónustufyrirtækja og annarra hagsmunaaðila um ferðamál og þróun ferðamála landsthlutanna til framtíðar. Markaðsstofur landshlutanna starfa með yfir 800 fyrirtækjum og 66 sveitarfélögum.

Hlutverk markaðsstofanna

 • Þekking og yfirsýn ferðamála landshlutans á einum stað. Fyrsti snertiflötur innan landshlutans í ferðaþjónustu.
 • Stuðla að aukinni samhæfingu og stuðningi til að efla ferðaþjónustu og auka atvinnutækifæri.
 • Leiðandi afl í markaðssetningu áfangastaðarins og þróun ferðaþjónustu í hverjum landshluta.
 • Drifkraftur þróunar ferðamála og samstarfsvettvangur í samræmi við sameiginlega sýn og stefnu landshlutans.
 • Farvegur samstarfs til framkvæmda og stuðla að skilvirku innra samstarfi.
 • Að skapa tækifæri fyrir ferðaþjónustufyrirtæki og tengda starfsemi.
 • Að vera rödd ferðaþjónustunnar á svæðinu útávið.

Verkefni MAS samstarfsins

Markaðsstofur landshlutanna, MAS, unnu að samstarfsverkefninu Upplifðu sem miðar að því að auðvelda og hvetja enn frekar til ferðalaga innanlands. Verkefnið er liður í að auka á dreifingu ferðamanna um landið sem og styðja við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta er langstærsta þróunarverkefni sem MAS hefur tekið sér fyrir hendur.

Verkefnið er sannkölluð stafræn bylting þegar kemur að skipulagningu ferðalaga um Ísland sem og upplýsingagátt um það sem í boði er. Allar sex markaðsstofur landshlutanna, Markaðsstofa Norðurlands, Markaðsstofa Vestfjarða, Markaðsstofa Vesturlands, Austurbrú, Markaðsstofa Reykjaness og Markaðsstofa Suðurlands standa að verkefninu.

Um ræðir gagnvirkt vefsvæði, www.upplifdu.is þar sem notendum gefst kostur á að sníða ferðalagið nákvæmlega eftir sínu höfði og fá aðstoð við að sjá hvað er í boði á hverjum stað, fá nákvæma tímaáætlun milli áfangastaða og síðast en ekki síst, uppgötva nýja möguleika á myndrænan hátt.

Markaðsstofur landshlutanna

 • Markaðsstofa Austurlands - Austurbrú
 • Markaðsstofa Norðurlands
 • Markaðsstofa Reykjaness
 • Markaðsstofa Suðurlands
 • Markaðsstofa Vestfjarða - Vestfjarðastofa
 • Markaðsstofa Vesturlands - Vesturlandsstofa