Fara í efni

Upplifðu.is

Markaðsstofur landshlutanna (MAS) settu af stað samstarfsverkefni sem miðar að því að auðvelda fólki að skipuleggja ferðalög um landið og hvetja það til að heimsækja hina ýmsu staði og upplifa fjölbreytta afþreyingu, mat og drykk. Verkefnið er liður í að stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um landið, lengja dvöl þeirra og styðja við uppbyggingu íslenskrar ferðaþjónustu í kjölfar heimsfaraldurs. Þetta er stærsta þróunarverkefni sem MAS hefur tekið sér fyrir hendur.

Gagnvirkt vefsvæði, www.upplifdu.is, var opnað sumarið 2020. Þar gefst notendum kostur á að sníða ferðalagið nákvæmlega eftir sínu höfði og fá aðstoð við að sjá hvað er í boði á hverjum stað, fá nákvæma tímaáætlun milli áfangastaða og síðast en ekki síst, uppgötva nýja möguleika á myndrænan hátt.


Í kerfinu er mjög auðvelt að búa til myndbönd í góðri upplausn, hafa myndskeiðin með eða án tónlistar og nýta á sínum miðlum til kynningar og markaðslegum tilgangi.

Kerfið er sett upp af söfnum af 10 sekúndna myndböndum af áhugaverðum stöðum og afþreyingu í hverjum landshluta. Hluti af þróun Upplifðu var einnig bakendakerfi fyrir Markaðsstofurnar og samstarfsaðila þeirra. Í því kerfi er hægt að nálgast öll myndböndin sem eru í kerfinu og hægt að raða þeim saman eftir hentugleika hvers og eins. Í kerfinu verða einnig ljósmyndir sem gagnast samstarfsaðilum í þeirra efni og efnissköpun. Með tímanum á bakendinn svo eftir að þróast, þetta er bara fyrsta útgáfa, það mun bætist við meira myndefni, s.s. fleiri afþreyingarflokkar og staðir auk vetrarefnis.

Hér má sjá virkni bakenda: https://media.upplifdu.is/preview/sudurland/

Skilmálar vegna efnisnotkunar úr bakendakerfi Upplifðu.
Samstarfsaðilar Markaðsstofanna hafa fullan aðgang að bakendakerfi Upplifðu. Allt efni sem er vistað inn á bakenda má hver og einn samstarfsaðili nota á sínum miðlum. Miðlar samstarfsfyrirtækja geta verið heimasíður, samfélagsmiðlar, bæklingar og fleira. Ekki má afhenda þriðja aðila efnið. Ef spurningar vakna eða eitthvað er óljóst, hafðu samband við Markaðsstofu Suðurlands til að fá aðstoð.

Hvar fæ ég úthlutað notendanafni og lykilorði?
Allir samstarfsaðilar geta sótt um aðgang með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
https://media.upplifdu.is/signup/