Fara í efni

Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu verður jólagjöfin í ár!

Með því að bjóða landsmönnum upp á Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu í aðdraganda jóla vilja Icelandair Group, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna vekja athygli á hversu öflug ferðaþjónusta er um land allt ásamt því að hvetja til innlendrar neyslu í ferðaþjónustu. Við sáum það á liðnu sumri að landsmenn voru duglegir að fara um landið okkar og upplifa það besta sem ferðaþjónusta hefur upp á að bjóða. Saman erum við sterkari og það er von okkar að Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu eigi eftir að slá í gegn og verði jólagjöfin í ár hjá landsmönnum!
Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu
Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu

Icelandair Group, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna hafa hrint af stað nýju markaðsátaki, Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu, í þeim tilgangi að styðja við og efla innlenda ferðaþjónustu. Gjafabréfin má nýta hjá hundruðum ferðaþjónustufyrirtækja út um land allt.

Gjafabréfin eru aðgengileg á YAY appinu og vefsíðu. Hægt er að kaupa fyrir hvaða upphæð sem er og nýta með fjölbreyttum hætti hjá ferðaþjónustuaðilum víða um land.

Markmið átaksins er sem fyrr segir að styðja við ferðaþjónustuaðila innanlands sem og hvetja Íslendinga til að nýta sér þjónustu innlendra ferðaþjónustuaðila, hvort sem um er að ræða gistingu, veitingaþjónustu, ýmsa afþreyingu og fleira.

Icelandair Group, Samtök ferðaþjónustunnar og Markaðsstofur landshlutanna standa sameiginlega að kynningu átaksins. Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu er góður kostur fyrir þá sem eru í jólagjafahugleiðingum, hvort sem er einstaklinga eða fyrirtæki, enda fjölmargir möguleikar á góðri upplifun í boði.

Kynntu þér Gjafabréf íslenskrar ferðaþjónustu á slóðinni: www.saf.yay.is