Opnunarhátíð Vitaleiðarinnar 12. júní
Síðan 2019 hafa Markaðsstofa Suðurlands og sveitarfélögin Ölfus og Árborg unnið að ferðaleiðinni Vitaleiðin. Áætlað var að opna hana formlega í fyrra en vegna fjöldatakmarkana náðist það ekki. Nú hefur skapast rými til að geta haldið formlega opnun og verður hún við Stað á Eyrarbakka laugardaginn 12. júní kl 13.00.