Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi kíktu í heimsókn

Starfsfólk Markaðsstofu Suðurlands og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi áttu fund í morgun þar sem frambjóðendur kynntu sér starfsemi Markaðsstofunnar og ræddu málefni ferðaþjónustunnar á Suðurlandi.

Er þetta í fyrsta skipti sem frambjóðendur stjórnmálaflokks kynna sér starfsemi Markaðsstofunnar og málefni ferðaþjónustunnar í aðdraganda kosninga. Fundurinn gekk vel og frambjóðendur ánægðir og áhugasamir um málefni ferðaþjónustunnar.

Dagný framkvæmdarstjóri Markaðsstofu Suðurlands segir það ánægjulegt að frambjóðendur stjórnmálaflokka vilji kynna sér starfsemi Markaðasstofunnar og málefni ferðaþjónustunnar þar sem ferðaþjónustan hefur gengið í gegnum mjög erfitt og krefjandi tímabil vegna covid-19 og framundan séu mörg verkefni sem þurfi að vinna til að hlúa að ferðaþjónustu Suðurlands.