Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Morgunfundir Markaðsstofu Suðurlands

Stefnt er að því að halda þrjá rafræna morgunfundi fyrir samstarfsfyrirtæki Markaðsstofu Suðurlands, 26. október, 9. nóvember og 23. nóvember, kl. 09.00.

Rafrænir morgunfundir samstarfsfyrirtækja Markaðsstofu Suðurlands. Þrjú stutt erindi verða í boði sem tengjast Vestnorden, rannsókn um Covid, markaðssetningu og mataráfangastaðinn Suðurland. 

Þriðjudaginn, 26. október kl. 9.00 mun  Íris Hrund Halldórsdóttir, Ragnhildur Dagbjört Pétursdóttir - B.S. í ferðamálafræði og M.A. í Tourism Destination Management frá Hollandi. Rannsóknin var hluti af meistaranámi hennar í stefnumótun og stjórnun. Kristófer Orri Guðmundsson, B.S. í ferðamálafræði og var rannsóknin hluti af því námi. Þau segja frá niðurstöðum rannsóknar "Kófið tæklað – Rannsókn á bjargráðum ferðaþjónustu". Ásamt því að Dagný Jóhannsdóttir fer yfir samantekt ferðasýningarinnar Vestnorden. 

Þriðjudaginn, 9. nóvember kl. 9.00 - Fáðu meira út úr samstarfinu – markaðssetning og aðgerðir 

Þriðjudaginn, 23. nóvember kl. 9.00 - Mataráfangastaðurinn Suðurland – Markaðsleg tækifæri

Fundirnir fara fram á Zoom og er einungis í boði fyrir samstarfsfyrirtækja MSS.

Skráning á fundinn fer fram hér. Hlekkur á fundinn verður svo sendur út til skráðra aðila daginn fyrir fund.