Fara í efni

Sumar afþreying

Ísland hefur upp á margt að bjóða, bæði á sumrin og veturnar, en nú munum við renna yfir þá sumar afþreyingu sem þú getur gert á Suðurströndinni.

Suðurland hefur margt fram að færa þar sem það nær yfir víðfeðmt svæði á Íslandi. Hin mikla fjölbreytni og gæða þjónusta gerir þér kleift að njóta þess besta sem Ísland hefur upp á að bjóða. Þessi mikli fjölbreytileiki, bæði í náttúru aðdráttarafli og afþreyingu, hvetur þig til að skoða svæðið í þremur hlutum þar sem hver þeirra er vel þess virði að heimsækja: Gullna hringinn, Katla Geopark og Vestmannaeyjar auk Ríki Vatnajökuls.

Hvað er þá hægt að gera á Suðurlandi?

Suðurland er fyrir alla þá sem vilja njóta náttúru, menningar, friðar eða krefjandi aðstæðna til að uppfylla þarfir sínar, drauma og langanir. Hver sem ástæðan fyrir heimsókninni er, ætti Suðurland að vera nauðsynlegur áfangastaður fyrir ferðamann sem heimsækir Ísland.

Á sumrin eru jöklaferðir, það er ógleymanlegt ævintýri hvort sem það er jöklaganga, ísklifur eða jeppaferðir. Margir rekstraraðilar bjóða vélsleða- eða fjórhjólaferðir. Þau henta öllum sem eru að leita að smá spennu og ævintýri meðan þeir eru í fríi.

Svo er líka hægt að fara kajak á jökullónum. Kajak er spennandi upplifun og mörg fyrirtæki um allt svæðið bjóða upp á kajakferðir um vötn, tjarnir og út á hafi. Sem og bátsferðir, um ár, lón og á sjó veita skemmtilega og eftirminnilega upplifun hvort sem þú kýst skoðunarferðir, fuglaskoðun eða spennu! Fuglastofn Íslands er einstakur og fjölbreyttur og býður Suðurlandið áhugamönnum gott tækifæri til fuglaskoðunar.

Svo erum við með hálendið þar sem þú getur farið í jeppaferðir. Margir ferðaskipuleggjendur sérhæfa sig í mismunandi tegundum af jeppa og frábærum jeppaferðum. Jeppaferð á jökli með stórkostlegu útsýni er sannarlega eftirminnileg upplifun. Gönguferðir, með eða án leiðsögumanns, eru alltaf vinsæll ferðamáti og margar gönguleiðir í boði. Hjólreiðar eru ódýr, spennandi og umhverfisvæn leið til að ferðast og njóta landsins. Stuttar og lengri reiðhjólaleigur sem og leiðsögn um reiðhjól eru í boði.

Íslenski hesturinn er í uppáhaldi hjá mörgum og þekktur um allan heim sem framúrskarandi reiðhestur. Það eru margar hestaleigur á svæðinu sem bjóða upp á stuttar eða lengri ferðir.

Það er auðvelt að komast hingað, en erfitt að fara!