Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu
Fréttir
GAGNVIRKUR FRÓÐLEIKSFUNDUR UM COVID ÚRRÆÐI STJÓRNVALDA
Þann 12. mars næstkomandi bjóða KPMG og SASS til gagnvirks fróðleiksfundar um COVID úrræði stjórnvalda.
Skapandi markaðssetning - Morgunfundur
Þriðji morgunfundur Markaðsstofu Suðurlands var haldinn í morgun þar sem við fengum félagana Guðmund Helga Harðarsson og Kjartan Ásbjörnsson hjá GK bakaríi á Selfossi til að segja okkur frá þeirra skapandi markaðssetningu og vöruþróun.
Ábyrg upplýsingamiðlun við vá
Upplýsingamiðlun er og ætti að vera hluti af viðbragðsáætlun fyrirtækja í ferðaþjónustu. Því er gott að vera með á hreinu hvað á að segja. Hægt er að nálgast talpunkta vegna jarðhræringa sem eru í gangi á Reykjanesinu hjá MSS þar sem almenn lykilskilaboð eru sett fram
Morgunfundur um skapandi markaðssetningu
Annar morgunfundur í morgunfundaröð Markaðsstofu Suðurlands var haldinn í morgun fyrir aðildarfyrirtæki Markaðsstofunnar. Í þetta sinn fengum við Laufeyju Sif Lárusardóttur eiganda Ölverks í Hveragerði til að tala um skapandi markaðssetningu og þeirra sögu. Markaðsstofan þakkar Laufeyju Sif kærlega fyrir erindið.
Uppbygging við Þingvelli
Þingvellir hafa á þessu ári náð að vinna ýmis verkefni sem bæta aðstöðu gesta þjóðgarðsins. Þar ber helst að nefna nýjan útsýnispall í austurhluta þjóðgarðsins við Hrafnagjá og nýr búðastígur í hjarta þinghelgarinnar.
Fyrsti morgunfundur Markaðsstofunnar 2021
Þriðjudaginn 9. febrúar hélt Markaðsstofa Suðurlands rafrænan morgunfund í fundaseríunni Upplifun gestsins og skapandi markaðssetning. Á fundinum kynnt Nejra Mesetovic, verkefnastjóri Markaðsstofu Suðurlands, efni og niðurstöður lokaverkefnis síns í meistaranámi í markaðsfræðum.
Morgunfundir Markaðsstofu Suðurlands
Stefnt er að því að halda þrjá rafræna morgunfundi fyrir aðildarfyrirtæki Markaðsstofu Suðurlands, 9. febrúar, 23. febrúar og 9. mars, kl. 09.00. Efnistök fundanna verða: Upplifun gesta og skapandi markaðssetning.
Viðspyrna ferðaþjónustunnar
Síðastliðinn þriðjudag stóðu Ferðaklasinn, KPMG og SAF fyrir málstofu undir heitinu „Viðspyrna ferðaþjónustunnar“.
Ferðamennska eftir COVID
Á streymisfundi Þýsk-íslenska viðskiptaráðsins fjallaði Peter Strub frá Studiousus um „Ferðamennsku eftir Covid“.
Þar kom fram að Ísland er í 10. sæti af 165 áfangastöðum sem Þjóðverjar vilja heimsækja árið 2021
Startup Orkídea
Orkedía er samstarfsverkefni SASS, Landsvirkjunar, LbhÍ og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, með aðsetur hjá skrifstofu SASS á Selfossi.
Ný markaðsherferð Íslandsstofu
Íslandsstofa kynnti nýja aðgerð í markaðsverkefninu Ísland – Saman í sókn með JOYSKROLL herferðinni. Hún gengur út á að dreifa gleði og jákvæðum straumum frá Íslandi á tímum þar sem mikið framboð er á neikvæðum fréttum
Áfangastaðaáætlun Suðurlands
Á haustmánuðum hefur Markaðsstofa Suðurlands unnið að uppfærslu á Áfangastaðaáætlun Suðurlands. Uppfærslan verður byggð á þeim góða grunni sem unninn var 2017 en með speglun á því sem hefur verið gert síðustu þrjú ár ásamt þeirri stöðu sem er í dag. Uppfærð Áfangastaðaáætlun Suðurlands mun gilda frá 2021-2023.