Fara í efni

Startup Orkídea

Orkedía er samstarfsverkefni SASS, Landsvirkjunar, LbhÍ og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis, með aðsetur hjá skrifstofu SASS á Selfossi.

Startup Orkídea er einstakur vettvangur fyrir þróun viðskiptahugmynda og nýsköpunarverkefna rótgrónari fyrirtækja sem vinna að sjálfbærum lausnum á sviði hátæknimatvælaframleiðslu og líftækni.

Startup Orkídea er samstarfsverkefni Icelandic Startups og Orkídeu. Umsjón með framkvæmd verkefnisins er í höndum Icelandic Startups sem hefur til fjölda ára aðstoðað frumkvöðla við að hraða ferlinu frá því að hugmynd kviknar þar til viðskipti taka að blómstra. Icelandic Startups starfar náið með frumkvöðlum, háskólum, fjárfestum, atvinnulífinu, hagsmunasamtökum og hinu opinbera að því að efla frumkvöðlastarf og byggja upp nýsköpunarumhverfið á Íslandi.

Startup Orkídea felur í sér fræðslu og þjálfun og aðgang að breiðu tengslaneti sérfræðinga, svo sem reyndra frumkvöðla og fjárfesta. Þeim fyrirtækjum sem valin eru til þátttöku býðst fyrsta flokks vinnuaðstaða í hugmyndahúsinu Grósku og 1 milljón kr. styrkur gegn kauprétti sem ætlað er að veita þeim svigrúm til að einbeita sér að nýsköpunarverkefnum sínum meðan á hraðlinum stendur.

Um er að ræða sex vikna viðskiptahraðal sem hefst þann 10. febrúar n.k. og skiptist upp í þrjár þriggja daga vinnusmiðjur og fjarfundi þess á milli.

Þann 24. janúar rennur út umsóknarfrestur fyrir frumkvöðla og aðra hugmyndasmiði í viðskiptahraðalinn Startup Orkídea. 

SÆKJA UM