Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

Markaðsátak Sumar 2020

Ferðumst á suðrænar slóðir var markaðsátak Markaðsstofa Suðurlands í samvinnu við Samtökum sunnlenskra sveitafélaga unnu að í sumar með því markmiði að hvetja Íslendinga til ferðalaga á Suðurlandi.

Núna er í sumar stóð Markaðsstofa Suðurlands fyrir markaðsherferð á innanlands markað. Herferðin var unnin í  samvinnu með Samtökum sunnlenskra sveitafélaga (SASS) og Ferðamálastofu. Markmiðið var að hvertja Íslendinga til þess að ferðast um Suðurland og kanna allt það frábæra sem er í boði. 

Markaðsátakið var styrkt af Sóknarfæri ferðaþjónstunnar sem var áhersluverkefni á vegum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS) og nýr samkeppnissjóður Sóknaráætlunar Suðurlands vegna COVID 19. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja verkefni starfandi ferðaþjónustufyrirtækja og fyrirtækja sem hafa megin tekjur sínar af ferðamönnum og ferðaþjónustu.

Gerður var þjónustu samningur við Vert markaðsstofu sem sá um umsjón, birtingar, uppsetningu og hönnun markaðátaksins og yfirskrift þess, Ferðumst á suðrænar slóðir. Birtingar voru í sjónvarpi, útvarpi, umhverfisskiltum auk stafrænna- og samfélagsmiðla.

Nú er ljóst að ekkert af þeim ferðasýningum og erlendum vinnistofu sem til stóð að halda í haust og vetur eins og hafa verið undanfarin ár. Markaðsstofan ætlar því að framlengja markaðsátakið og hvetja Íslendinga til ferðalaga í haust á Suðurland.