Vinna við áfangastaðaáætlun DMP hefur farið vel af stað, skipað hefur verið í vinnuhópa og fyrstu vinnufundum svæða á Suðurlandi lokið. Valið var inn í vinnuhópana út frá hagaðilagreiningu sem búið var að vinna í undirbúningsfasa verkefnisins, þar sem markmiðið var að fá raddir stærstu hagaðila að borðinu. Einnig var íbúum og hagaðilum á hverju svæði fyrir sig gefinn kostur á að bjóða sig fram í vinnuna þegar auglýst var eftir fulltrúum svæða í héraðsblöðunum í byrjun sumars.
Fyrsti fundurinn með vestursvæðinu
Í gær var haldinn fyrsti fundur vinnuhópsins á vestursvæðinu (Árnessýsla, Árneshreppur og Rangárþing ytra) í Friðheimum í Bláskógarbyggð.
Áfangastaðaáætlun DMP - Fyrsti vinnufundur miðsvæðis haldinn í Vestmannaeyjum
Í gær, miðvikudag, var haldinn fyrsti vinnufundur miðsvæðis (Rangárþing eystra, Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Vestmannaeyjar) í Eldheimum í Vestmannaeyjum. Vel var tekið á móti hópnum og náðu allir aðilar í hópnum að mæta á fundinn.
Fyrsti vinnufundur með austursvæðinu
Á föstudaginn síðasta var haldinn fyrsti vinnufundur austursvæðis, að þessu sinni var fundurinn haldinn inn á Höfn. Leitast verður við að dreifa vinnufundum jafnt yfir viðkomandi svæði og verður því næsti fundur í október í Suðursveit.
Aðilar í vinnuhópum á vestur- og miðsvæði heimsóttir
Verkefnastjórar komu endurnærðir til baka eftir sumarfrí og eru að klára undirbúning fyrir vinnufundi svæða. Einn liður í því er að heimsækja aðila í vinnuhópum til að ná betri tenginu og heyra hvað það er sem helst brennur á þeim, í síðustu viku var farið á vestursvæðið og miðsvæðið.
Viðtalstímar og ráðgjöf - Markaðsstofa Suðurlands á Höfn
Fulltrúi Markaðsstofu Suðurlands verður með viðveru á Höfn föstudaginn 1. september frá kl. 8:00 – 13:00 í Nýheimum. Aðildarfyrirtæki sem og aðrir eru hvattir til að nýta sér mögulega viðtalstíma.
Stutt ferð um vestursvæðið
Nóg er að gera hjá verkefnastjórum DMP í að setja saman vinnuhópa svæða og heimsækja þá aðila. Á mánudaginn var farið um Ölfusið og Hveragerði og þriðjudagurinn var nýttur í uppsveitum Árnessýslu.
Upplýsingavefur um áfangastaðaáætlanir
Ferðamálastofa og Stjórnstöð ferðamála standa nú sameiginlega að gerð áfangastaðaáætlana (e. DMP, Destination Management Plans)
Hornafjörður heimsóttur
Verkefnastjórar DMP á Suðurlandi fóru í þriggja daga heimsókn um Hornafjörð í síðustu viku. Tilgangur með þeirri ferð var að skoða betur svæðið, ræða var við aðila í vinnuhóp svæðisins ásamt því að heimsækja fyrirtæki og fólk á Hornafirð.
Fundur í Vík og Vestmannaeyjum
Ferð á miðsvæðið, Kötlu jarðvang og Vestmannaeyjar