NÁMSKEIÐ FYRIR FYRIRTÆKI OG EINSTAKLINGA Í FERÐAÞJÓNUSTU
Í kjölfar þess að nú hefur markaðsgreiningin verið kynnt á fundum um Suðurlandið ætlar Markaðsstofa Suðurlands og Manhattan markaðsráðgjöf að bjóða upp á námskeið í markaðssetningu og hvernig hægt sé fyrir ferðaþjónustuna að nýta sér þær upplýsingar sem koma fram í skýrslunni.