Fara í efni

Ísland frá A til Ö

Íslandsstofa kynnti nýjan áfanga í markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi undir merkjum Inspired by Iceland. Þessi áfangi hefur fengið nafnið "Ísland frá A til Ö"

Íslandsstofa kynnti á dögunum nýjan áfanga í markaðssetningu á áfangastaðnum Íslandi undir merkjum Inspired by Iceland. Þessi áfangi hefur fengið nafnið "Ísland frá A til Ö" og er ætlað að fræða erlenda ferðamenn um landið. Hver landshluti er kynntur í gegnum 32 orð, eitt fyrir hvern staf í stafrófinu, sem endurspegla einkenni svæðisins. Ætlunin er að hvetja erlenda ferðamenn til að ferðast víðar um landið, á ábyrgan hátt, allt árið um kring í takti við markmið íslenskrar ferðaþjónustu.

Ísland frá A til Ö – ný vegferð í markaðssetningu áfangastaðarins
Íslandsstofa verður með fundi á Suðurlandi þar sem farið verður yfir nýjar markaðsáherslur og markhópagreiningu fyrir ferðaþjónustuna. Fundirnir eru haldnir í samstarfi við Markaðsstofu Suðurlands. Fundirnir eru öllum opnir óháð aðild að Markaðsstofunni.

Fundarstaðir

Þriðjudagur 17. okt. í Vík - Icelandair Hótel Vík kl. 11.00 - 13.30*
Þriðjudagur 17. okt. á Selfossi - Fjölheimar kl. 15.30 - 18.00
Mánudagur 4.des. á Höfn - Hótel Höfn kl. 12.00 - 14.30*

* boðið verður uppá súpu í hádeginu

Skráning á fundina: islandsstofa.is/fundir

Dagskrá

Áherslur og helstu verkefni Markaðsstofu Suðurlands
Dagný Hulda Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Suðurlands

Hverjir eru markhópar íslenskrar ferðaþjónustu - ný markhópagreining
Daði Guðjónsson, verkefnastjóri á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Ísland frá A til Ö - nýjar markaðsáherslur
Inga Hlín Pálsdóttir, forstöðumaður á sviði ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu

Umræður um framtíðina 

Nánari upplýsingar um "Ísland frá A til Ö"

Nánari upplýsingar um markhópagreiningu fyrir íslenska ferðaþjónustu.