Fara í efni

Offjölgun ferðamanna: Hvað getum við lært af Barselóna?

Opið málþing um ábyrga ferðaþjónustu 30. september kl. 9:00-12:00 í Hannesarholti.
Hannesarholt.
Hannesarholt.

Opið málþing um ábyrga ferðaþjónustu 30. september kl. 9:00-12:00 í Hannesarholti. 
Rannsóknamiðstöð ferðamála stendur fyrir opnu málþingi um það hvernig yfirvöld í Barselóna kljást við þau vandamál sem skapast hafa vegna ágangs ferðamanna í borginni og hvaða lærdóm megi draga af því. Málþingið er haldið í samstarfi við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, Samtök um ábyrga ferðamennsku og Háskólann í Plymouth.

Málþingið mun fara fram á ensku. Þátttökugjald er kr. 2.000.  Málþinginu verður streymt beint um Facebook-síðu Hannesarholts (https://www.facebook.com/Hannesarholt/).

ATH! Sætarými er takmarkað og er því nauðsynlegt að skrá sig um vef Rannsóknamiðstöðvar ferðamála:  http://www.rmf.is/is/um-rmf/frettir/offjolgun-ferdamanna-hvad-getum-vid-laert-af-barselona fyrir kl. 12:00 26. september.

Dagskrá

Kl. 9:00-10:05

City governments managing tourism: the case of Barcelona

Harold Goodwin, framkvæmdastjóri Samtaka um ábyrga ferðaþjónustu og prófessor á eftirlaunum hjá Institute of Place Management hjá Manchester Metropolitan University

Barcelona: the management of spaces of major affluence

Albert Arias, framkvæmdastjóri ferðamálaáætlunar Barcelona til 2020

Overtourism and Tourismphobia. Contemporary tourism failure, local protests and resistance in Barcelona

Claudio Milano, sérfræðingur og ráðgjafi hjá Ostelea School of Hospitality and Tourism, Barcelona

10:05-10:25 Kaffihlé

10:25-12:00 Pallborðsumræður: Moving forward – what can we learn from Barcelona?

Þátttakendur í pallborði:

Harold Goodwin

Albert Arias

Claudio Milano           

Elsa Yeoman, formaður Menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar.

Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri.

Rannveig Ólafsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Málþingsstjóri er Dr. Anna Dóra Sæþórsdóttir, prófessor í ferðamálafræði við Háskóla Íslands.

Umræðustjórn í pallborði: Dr. John Swarbrooke, Plymouth University.