Vestnorden 2017 Grænlandi
Markaðsstofa Suðurlands tók þátt í ferðasýningunni VestNorden Travel Mart sem fram fór í Nuuk á Grænlandi dagana 18. - 21. september. VestNorden er mikilvægur vettvangur þar sem ferðaþjónustuaðilar frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi gefst kostur á að hitta og kynna vöruframboð sitt fyrir ferðaheildsölum og blaðamönnum víðsvegar úr heiminum. Markaðsstofa Suðurlands deildi sýningarbás með Ríki Vatnajökuls og fundaði með fjölmörgum ferðaheildsölum. Margir þeirra voru að leita að nýjungum og minna heimsóttum áfangastöðum.
Kaupstefnan var ágætlega sótt þar sem um 220 þáttakendur sóttu hana allsstaðar að úr heiminum. Nuuk skartaði sínu fegursta alla dagana sem gerði heimsóknina sérstaklega ánægjulega. Á ráðstefnunni var tilkynnt að VestNorden 2018 verður haldin á Akureyri, en kaupstefnan er haldin til skiptis á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir frá VestNorden og Nuuk.