Fara í efni

Eða prófaðu að leita eftir flokki og/eða staðsetningu

SKRÁNING HAFIN Á MANNAMÓT 2018

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín 18. janúar 2018 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Skráning á viðburðinn er hafin.

Markaðsstofur landshlutanna setja upp vinnufundinn Mannamót í Reykjavík fyrir samstarfsfyrirtæki sín 18. janúar 2018 í flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli. Skráning á viðburðinn er hafin.

Mannamót markaðsstofanna er kynningarvettvangur ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni og tækifæri til að koma á fundum fagaðila í greininni. Tilgangurinn er að kynna landsbyggðarfyrirtæki fyrir ferðaþjónustuaðilum sem staðsettir eru á Höfuðborgarsvæðinu. Ísland hefur mikið upp á að bjóða og Mannamót hjálpa til við að mynda tengsl innan ferðaþjónustunnar. Gestum á Mannamótum gefst kostur á kynna sér það sem mismundi landshlutar eru að bjóða uppá með áherslu á vetrarferðamennsku.

Athugið að aðeins samstarfsfyrirtækjum Markaðsstofa landshlutanna gefst kostur á að skrá sig á Mannamót til þess að sýna og kynna sitt fyrirtæki. Þátttökugjald er 15 þúsund krónur, plús virðisaukaskattur. Skráningu lýkur þann 12. janúar 2018. 

Nánari upplýsingar og skráning.